Ábyrg spilun

Stefnuyfirlýsing

Stars Group reynir sitt ýtrasta til að aðstoða og vernda spilara sem eiga á hættu að verða fyrir neikvæðum áhrifum af spilun með fjölmörgum leiðum, þar á meðal með sjálfsútilokunartólum, leiðbeiningum um ábyrga spilun, með því að benda á áhættuþætti og með auðkenningu spilara.

Við trúum á að mennta spilarana okkar til að færa þeim sjálfum valdið með þekkinguna að vopni. Smelltu hér til að sjá gagnvirka kynningu á ábyrgri spilun og spilavanda.

Hvað getum við gert til að aðstoða þig?

Aldursstaðfesting

Spilarar undir lögaldri sem hafa gefið upp rangar eða óheiðarlegar upplýsingar varðandi raunverulegan aldur sinn verða sviptir öllum vinningum og gætu verið dregnir fyrir sakadóm.

 • Sérhver manneskja sem skráir sig fyrir nýjum aðgangi verður að haka við reit sem tiltekur að viðkomandi sé a.m.k. 18 ára. Það gefur öllum til kynna að við tökum ekki við spilurum sem eru undir 18 ára aldri.
 • Þegar spilari stofnar aðgang/reikning hjá okkur fáum við nafn hans, heimilisfang og fæðingardag til að staðfesta að spilarinn sé a.m.k. 18 ára.
 • Við beinum ekki markaðssetningu okkar og auglýsingum að spilurum undir aldri. Það eru hvorki góðir viðskiptahættir né í samræmi við persónuleg gildi okkar eða fyrirtækisins að sækja í spilara sem eru undir aldri.
Meira

Sjálfsútilokun

Ef þú trúir því að það að spila leiki gæti verið þér hindrun í lífinu frekar en birtingarmynd skemmtunar, viljum við aðstoða þig. Fyrst skaltu skoða eftirfarandi spurningar:

1. Hefurðu einhvern tímann misst úr skóla eða vinnu vegna spilunar?
2. Hefur spilun valdið því að þú vanrækir velferð þína eða fjölskyldu þinnar?
3. Hefurðu einhvern tímann selt eitthvað eða fengið lánaðan pening til að fjármagna spilunina þína?
4. Hefurðu oft spilað þar til síðustu krónurnar þínar eru búnar?
5. Hefurðu einhvern tímann spilað lengur en þú ætlaðir þér?
6. Hefurðu einhvern tímann íhugað sjálfsskaða eða sjálfsmorð í kjölfar spilunar?

Ef þú svaraðir nokkrum spurningum hér játandi hvetjum við þig til að skoða Gamblers Anonymous.

Þú getur tekið þetta próf í heild sinni á einni af eftirfarandi síðum:

www.gamcare.org.uk/get-advice/self-assessment-tool/
www.ncpgambling.org/help-treatment/screening-tools/

Einnig gefum við þér möguleika á að beita sjálfsútilokun frá spilun í mismunandi löng tímabil.

Til þess að gera þetta ferðu í aðalanddyri tölvuhugbúnaðarins og velur Tools > Responsible Gaming > Exclude me from playing. Í símanum ferðu í More > Settings & Tools > Responsible Gaming. Á heimasíðunni skráirðu þig inn og ferð svo í Account > Responsible Gaming.

Sjálfsútilokun á aðganginn þinn

Athugaðu að allar sjálfsútilokarnir og hlé eru óafturkræf á meðan valið tímabil stendur yfir. Því til viðbótar ná öll sjálfsútilokunartímabil yfir alla leiki. Sjálfsútilokun þín gildir um Stars Account-aðganginn þinn og um allar vörur sem krefjast þess að þú notir notandanafnið þitt til að spila og nær yfir spilun með bæði leikpeningum og raunpeningum.

Meira

Hvað þú getur gert til að hjálpa þér sjálfur

Þekktu og minnkaðu áhættuna

Ef þú velur að spila á netinu eru nokkur almenn ráð sem geta aðstoðað þig við að gera upplifunina þína öruggari og draga úr hættunni á að vandamál geri vart við sig:

 1. Spilaðu þér til skemmtunar en ekki sem leið til að afla fjármuna.
 2. Spilaðu með peninga sem þú hefur efni á að tapa. Notaðu aldrei peninga sem þú þarft að nota í mikilvæga hluti eins og mat, leigu, reikninga eða nám.
 3. Settu innleggstakmörk og tryggðu að þú leggir aldrei meira inn en þú hefur efni á að tapa.
 4. Ekki reyna vinna upp tapið. Ef þú tapar peningum skaltu ekki spila fyrir hærri upphæðir til að reyna ná tapinu til baka.
 5. Ekki spila þegar þú ert í uppnámi, finnur fyrir þreytu eða depurð. Það er erfitt að taka góðar ákvarðanir þegar þér líður illa.
 6. Bættu upp spilatímann þinn með öðrum athöfnum. Finndu annars konar skemmtun svo að spilunin skipi ekki of stóran sess í þínu lífi.
Meira

Boðtakmörk (e. betting limits)

Við bjóðum upp á þann möguleika að setja mismunandi takmörk vegna ábyrgrar spilunar til að hjálpa þér við að spila af ábyrgð. Þú getur sett þessi takmörk með því að fylgja þessum leiðbeiningum, allt eftir því hvernig þú nálgast þjónustuna okkar:

 • Vefsíða

Skráðu þig inn og farðu í Account > Responsible Gaming

 • Tölvubiðlari

Skráðu þig inn og veldu Tools > Responsible Gaming

 • Mobile appið

Eftir að þú hefur skráð þig inn ferðu í Menu (Android) eða More (iOS) og svo Settings & Tools > Responsible Gaming

Takmörk sett á innleggin þín og kaup í raunverulegum peningum

Við trúum því að þú eigir að stjórna því hvað þú vilt spila með mikla peninga þegar þú spilar á netinu. Við leyfum þér að setja vikuleg takmörk á peningainnleggin þín í raunverulegum peningum. Að sjálfsögðu geta þessi takmörk ekki verið hærri en þau takmörk sem við höfum fyrir á reikningnum þínum.

Takið eftir: Innleggstakmörkunin þín gildir ekki á StarsDraft, þar sem það er í boði.

Takmörk sett á innlegg

Takmörk sett á borðtakmörk, pókermótatakmörk, kasínóleiki og íþróttagetraunir

Með því að setja borðatakmörk og pókermótatakmörk fá einstakir spilarar möguleika á að hafa stjórn á eyðslunni sinni með því að takmarka sjálfa sig frá því að spila í tilteknum borðaupphæðum og innkaupsupphæðum í pókermótum.

Takmörk sett á leiki  

Þú getur líka útilokað þig frá einstökum kasínóleikjum með sama valseðli sem er að finna í Tools. Það er líka í boði að útiloka þig frá íþróttagetraunum í þessum valseðli.

Þú getur líka skráð þig inn á reikninginn þinn í gegnum vefsíðuna okkar. Þú kemst í tólin okkar fyrir ábyrga spilun í gegnum Account-valseðilinn.

Ef þú vilt að einhver takmörkun gildi varanlega eða í tiltekinn tíma skaltu vinsamlegast hafa samband við þjónustuborð með slíka beiðni.

Hætt við takmarkanir á úttektir

Þú átt möguleika á að takmarka sjálfan þig frá því að hætta við úttektirnar þínar eftir að hefur verið óskað eftir þeim. Þú getur virkjað þetta með því að fara í aðalanddyrið í tölvubiðlaranum okkar og valið Tools > Responsible Gaming > Restrict Withdrawal Cancellation.

Ef þú virkjar þennan eiginleika gerirðu óvirkan þann möguleika að hætta við úttektir sem eru í vinnslu á reikningnum þínum og við hættum ekki við úttektirnar þínar óskir þú eftir því. Þessi takmörkun er varanleg og það er ekki hægt að setja inn aftur möguleikann á að hætta við úttektirnar þínar eftir að þú hefur virkjað þetta.

Setja takmörk á að hætta við úttektir

Varaðu þig á algengum goðsögnum um spilaáráttu

Við trúum því að það að spilarar ættu að spila sér til skemmtunar. En sumir spilarar sem stunda það að spila sér til dægrastyttingar trúa ekki að þeir gætu orðið spilafíklar og halda stundum fast í falska trú og goðsagnir um fjárhættuspilavanda sem getur leitt til afneitunar og annarra vandamála. Nokkrar algengar goðsagnir eru taldar upp hér fyrir neðan. Smelltu á „Meira“ til að lesa áfram.

Meira

Vantar þig hjálp, ráð eða ráðgjöf?

Ef þér líður eins og þú gætir átt við spilavanda að stríða og vilt leita frekari ráða eða fá ráðgjöf, geturðu skoðað eftirfarandi vefsíður:

Over 18 Only GamCare Certified Adictel Worried about excessive play? Click here for help. iCap

Ábyrg spilun

Responsible Gaming

Við leggjum mikla áherslu á ábyrga spilun og við gerum okkar besta til að tryggja að spilaupplifunin þín sé ánægjuleg og jákvæð.