Gambling Therapy

Um Gambling Therapy

Gambling Therapy er netþjónusta sem veitir tilfinningalegan stuðning og hagnýt ráð og aðstoð við fólk utan Bretlands sem glímir við spilavanda. Þjónustan, sem byrjaði 2004, notar ýmsar aðferðir á netinu til þess að veita stuðning og er með ráðgjafateymi á netinu sem er fært í öllu sem tengist spilavanda.

Gambling Therapy veitir stuðning, upplýsingar og ráðgjafarþjónustu á 30 tungumálum og er aðgengilegt um allan heim (GamCare veitir þjónustu fyrir fólk í spilavanda í Bretlandi).

Þjónusta Gambling Therapy

Netþjónusta Gambling Therapy er í boði fyrir einstaklinga sem glíma við spilavanda eða eiga ástvin sem glímir við spilavanda og er eins og hér segir:

  • Spjallborð (í boði allan sólarhringinn, 365 daga á ári)
  • Jafningjastuðningshópar með vöktun (eins og er 37 á viku)
  • Óvaktaðir jafningjastuðningshópar (í boði um helgar og almennum frídögum)
  • Einn á einn hjálparlínutímar (9:00 til 17:00 GMT plús aukastundir á kvöldin)
  • Stuðningur með tölvupósti (hægt að senda tölvupóst allan sólarhringinn, 365 daga á ári)
  • Gagnagrunnur á heimsvísu fyrir spilara með spilavanda

Gambling Therapy notar líka sérfræðiþekkingu sína til að styðja við spilara í spilvanda til að veita þjálfun og ráðgjöf til spilaiðnaðarins í öðrum löndum og fræðir um samfélagslega ábyrgð.

Meðlimir Gambling Therapy

Öll þjónusta er veitt í trúnaði og teymi ráðgjafa á netinu notar kunnáttu sína og samhygð til að styðja fólk og vísa því á aðra aðstoð þegar þarf. Einn meðlimur á spjallborði Gambling Therapy sendi eftirfarandi athugasemd með tölvupósti:

„Ég tel að þessi síða sé guðsgjöf. Það er ekki möguleiki á að ég hefði náð jafn langt án hennar. Mínar kærustu þakkir til þessara samtaka og einstaklinga sem gera þetta mögulegt.“

Frá júní 2012; Gambling Therapy er með ríflega 11.000 einstaklinga sem eru að nota þjónustuna og tekur þetta fólk virkan þátt í hópum og spjallborðum, ásamt því sem það stofnar saman virkt og jákvætt læknandi samfélag á netinu.

Aukalegar upplýsingar

Gambling Therapy styður við rétt einstaklinga til að velja og taka þátt í löglegu fjárhættuspili sér til skemmtunar. 

Gambling Therapy er hluti af Gordon Moody Association, góðgerðafélagi sem skráð er í Bretlandi. Gordon Moody Association býður upp á einstakt og öflugt meðferðarúrræði á staðnum í Bretlandi fyrir þá fjárhættuspilara sem eru með alvarlegustu fíknina. Nánari upplýsingar um Gordon Moody Association.

Til að fá nánari upplýsingar um Gambling Therapy skaltu vinsamlegast kíkja á heimasíðu Gambling Therapy. Skráningarnúmer góðgerðafélags: 1124751.

Ábyrg spilun

Responsible Gaming

Við leggjum mikla áherslu á ábyrga spilun og við gerum okkar besta til að tryggja að spilaupplifunin þín sé ánægjuleg og jákvæð.