Spilunarmeðferð

Um Spilunarmeðferðina

Spilunarmeðferð er þjónusta sem er í boði á netinu þar sem ráðleggingar og andlegur stuðningur er í boði fyrir fólk sem býr utan Bretlands og þjáist af spilaáráttu. Í þjónustunni, sem hófst árið 2004, er notast við ýmsa möguleika sem netið býður til þess að veita stuðning og hjálp og öll vinna og ráðgjöf er í höndum hæfs fagfólks sem unnið hefur lengi með spilafíkn og afleiðingar hennar.

Spilunarmeðferð er úrræði þar sem þú færð stuðning, upplýsingar og ráðgjöf, sem er í boði á 28 tungumálum, og hægt er að nálgast hana um heim allan (samtökin GamCare sjá um að veita þjónustuna við þá sem þjást af spilaáráttu og eru búsettir í Bretlandi).

Spilunarmeðferð og þjónusta henni tengd

Netþjónusta Spilunarmeðferðarinnar er í boði fyrir einstaklinga sem þjást af vandamálum tengdum spilun og ástvini þeirra og er eins og hér segir:

  • Spjallborð (í boði 24 stundir á dag, 365 daga ársins)
  • Jafningjastuðningshópar undir eftirliti (eru eins og er 37 í hverri viku)
  • Jafningjastuðningshópar án eftirlits (í boði um helgar og á almennum frídögum)
  • Einn-á-einn hjálparlínutímar (9.00 til 17.00 GMT ásamt aukatímum á kvöldin)
  • Stuðningur með tölvupósti (hægt að senda tölvupóst 24 stundir á dag, 365 daga ársins)
  • Heimstækur gagnagrunnur fyrir spilara með áráttuhegðun

Spilunarmeðferðin byggir á sérþekkingu sinni í stuðningi við spilara með áráttuhegðun þar sem hægt er að bjóða upp á þjálfun og ráðgjöf fyrir rekstraraðila í spilaiðnaðinum, ásamt þjálfun í samfélagslegri ábyrgð rekstraraðila.

Spilunarmeðferðarhópurinn

Öll þjónustan er veitt í fullum trúnaði og netráðgjafalið okkar notar alla sína þekkingu og mannúð til að veita fólki þá þjónustu sem það þarfnast og hjálpa þeim að verða sér úti um önnur úrræði annars staðar þegar þess gerist þörf. Einn þátttakandi í spjallborði Spilunarmeðferðarinnar sendi þessa umsögn um þjónustuna í tölvupósti:

“Ég á allt mitt að þakka þessari síðu. Það eru engar líkur á því að ég hefði náð svo langt sjálfur án hennar hjálpar. Ég sendi mínar innilegustu þakkir til samtakanna og til þeirra einstaklinga sem þar eru og gera þetta allt mögulegt.”

Frá því í júní 2012, þá hafa yfir 11.000 manns tekið virkan þátt í hópum og spjallborðum Spilunarmeðferðarinnar, en saman hefur því fólki tekist að skapa mjög aðlaðandi umhverfi og læknandi samfélag á netinu fyrir þá sem gætu þurft að leita þangað.

Viðbótarupplýsingar

Spilunarmeðferðin styður rétt einstaklinga til þess að fá að taka þátt í löglega starfræktri spilun, sem starfar undir eftirliti og með leyfum, sér til skemmtunar.

Spilunarmeðferðin (e. Gambling Therapy) er hluti af Gordon Moody Association, góðgerðafélagi sem skráð er í Bretlandi. Gordon Moody Association býður einstakt og ítarlegt meðferðarúrræði í Bretlandi fyrir þá spilara sem þjást hvað alvarlegast af spilafíkn. Til að fá nánari upplýsingar um Gordon Moody Association, þá skaltu vinsamlegast fara á: http://www.gordonmoody.org.uk

Til að fá nánari upplýsingar um Spilunarmeðferðina, þá viljum við benda þér á að skoða heimasíðu Gambling Therapy, sem þú finnur á http://www.gamblingtherapy.org. Lögskráð góðgerðanúmer er: 1124751.

Ábyrg spilun

Responsible Gaming

Við leggjum mikla áherslu á ábyrga spilun og við gerum okkar besta til að tryggja að spilaupplifunin þín sé ánægjuleg og jákvæð.