GamCare

GamCare Certified

GamCare, viðurkennd góðgerðarsamtök, eru leiðandi afl í að koma upplýsingum, ráðum og aðstoð á framfæri meðal þeirra sem vinna með félagsleg áhrif fjárhættuspila í Bretlandi.

GamCare er með fordómalausa nálgun á alla fjárhættuspilun. GamCare berst ekki fyrir því að takamarka valmöguleika og tækifæri þeirra sem reka eða taka þátt í fjárhættuspilum sem eru í boði á löglegan hátt og rekin á ábyrgan hátt.

Þau leggja mikla vinnu á sig við að þróa aðferðir sem:

  • Bæta skilning á þjóðfélagslegum áhrifum fjárhættuspila.
  • Kynna ábyrgar leiðir til að nálgast fjárhættuspil
  • Taka á þörfum þeirra sem glíma við alvarleg vandamál tengd spilaáráttu eða fíkn.

Ráðgjöf og leiðsögn

GamCare býður upp á fjölbreytta ráðgjafarþjónustu og samskiptaleiðir fyrir þá sem glíma við vandamál tengd fjárhættuspilum. Einstaklingar geta fengið upplýsingar, ráð, stuðning og leiðbeiningar í gegnum Hjálparlínuna, í gegnum síma eða tölvupóst.

Hjálparsímanúmer fyrir allt landið - 0808 802 0133 (aðeins Bretland - Í boði allan sólarhringinn)

Þetta er þjónusta bundin trúnaði og hún er í boði fyrir einstaklinga sem eiga við vandamál tengd fjárhættuspilum, eða fyrir ættingja, vini, vinnuveitendur o.fl., sem vilja fá upplýsingar, stuðning eða ráðgjöf í gegnum síma. Vinnufélagar eða aðrir þjónustuaðilar sem vinna með fólki með spilafíkn geta einnig hringt inn og fengið upplýsingar og ráð.

Ráðgjöf og samtalsmeðferð

GamCare telur mikilvægt að bjóða upp á samtalsmeðferðir og ráðgjöf og býður þá þjónustu í skrifstofuhúsnæði sínu að 7-11 St. John’s Hill London SW11 1TR og í samstarfi við aðila um allt Bretland. Til að fá nánari upplýsingar þá skaltu vinsamlegast hafa samband við GamCare Helpline í síma 0808 802 0133 (eingöngu í Bretlandi - Í boði allan sólarhringinn).

Spjallborð (alþjóðlegt)

Þú getur einnig nálgast stuðning og ráðgjöf með því að koma á GamCare-spjallborðið þar sem jafningjar gefa ráð og stuðning, en spjallborðinu er stjórnað af ráðgjöfum GamCare.

Fyrir nánari upplýsingar um GamCare skaltu heimsækja heimasíðu GamCare.

Ábyrg spilun

Responsible Gaming

Við leggjum mikla áherslu á ábyrga spilun og við gerum okkar besta til að tryggja að spilaupplifunin þín sé ánægjuleg og jákvæð.