Blackjack-reglur

Spilaleikir í kasínóum verða varla meira spennandi eða auðveldari að skilja en blackjack. Síðan leikurinn var fyrst kynntur í spilahöllum á tuttugustu öldinni hefur leikurinn vaxið að vinsældum allar götur síðan og er tvímælalaust orðinn einn vinsælasti kasínóleikur í heimi. En áður en við skellum okkur á borðin að spila og gerum okkar besta til að vinna stórt, ættirðu að vera viss um að þú skiljir reglurnar í blackjack að fullu. Hér að neðan sérðu svo fleiri góð ráð.

Blackjack-leikir

Reglurnar í blackjack er hægt að skilja á örfáum mínútum. Hins vegar, eftir því hvaða afbrigði þú ert að spila, gætu mismunandi borðreglur og boðmöguleikar (e. betting options) verið í gildi hverju sinni. Það eru til ýmsar leikgerðir af blackjack og við bjóðum upp á mörg afbrigði á bæði einspilara- og fjölspilaraborðum.

Svona spilarðu - Almennar leikreglur

Í hverri umferð af blackjack byrja spilarar sem sitja við borðið á að leggja undir í boðreit sem tilheyrir þeirra sæti, betur þekkt sem "box". Á hverju borði kemur skýrt fram hverjir lágmarks og hámarksbitarnir eru (e. stakes) og hægt er að velja boðstærðir (e. bet sizes) með því að smella á spilapeningatáknið sem tilgreinir þá upphæð sem á að leggja undir. Eftir að öll boð hafa verið lögð í borð fá spilarar gefin tvö spil upp í loft fyrir framan sitt box, og gjafarinn fær svo annað hvort eitt spil (evrópska leiðin) eða tvö spil þar sem eitt er upp í loft og hitt á grúfu (Atlantic City leiðin), allt eftir því hvaða afbrigði þeir eru að spila.

Markmiðið í öllum höndum af blackjack er að vinna gjafarann. Til að gera það þá verður þú að hafa hönd sem hefur hærra gildi en hönd gjafarans, en fer samt ekki yfir 21 í heildina. Einnig geturðu unnið með því að hafa einhverja tölu sem er undir 22 ef að hönd gjafarans fer yfir 21. Þegar heildargildi handarinnar þinnar er orðið 22 eða meira er það almennt kallað að vera "sprunginn" og þú tapar þá sjálfkrafa þeim peningum sem hafa verið lagðir undir í leiknum.

Þegar það er í boði þá geturðu dregið spil í höndina þína (eða hendurnar) til að reyna að hækka heildargildi hennar. Þegar þú hefur lokið við að draga spil mun gjafarinn klára sína hönd. Það eru strangar reglur um hvernig þeir eiga að gera það, sem eru svo misjafnar eftir því hvaða afbrigði þú ert að spila. Vertu því viss um að þú hafir fullan skilning á hvaða reglur gilda um hvaða afbrigði, þar sem þetta er stór hluti af því hvernig blackjack er spilaður og leyfir þér að taka mikilvægar herkænskulegar ákvarðanir um hverja hönd sem þú spilar.

Besta höndin í blackjack er, fremur viðbúið, kölluð blackjack. Besta höndin í leiknum borgar út betur en aðrar samstæður (allt að 3:2 á það sem þú lagðir undir, allt eftir því hvaða afbrigði þú ert að spila), og hún samanstendur af ás og einhverju spili sem er ígildi tíu - þar á meðal eru allir gosar, drottningar, kóngar og tíur. Blackjack verður að vera gefinn með fyrstu tveimur spilunum sem þú færð og það er ekki hægt að vinna hann. Það er hinsvegar hægt að jafna hann, ef hönd gjafarans er líka blackjack.

Í blackjack eru tíur, gosar, drottningar og kóngar allt ígildi tíu. Ásar geta verið tvær tölur, þá annað hvort einn eða ellefu (og þú færð að ráða hvort). Til dæmis, þegar þú sameinar einn ás og einn fjarka, þá getur höndin þín verið annað hvort fimm eða 15. Þegar ásinn er ígildi 11, þá er hærri heildartalan sem vísar til hans oftast kölluð mjúk, svo í þessu dæmi áðan þá væri höndin, sem var 15, kölluð mjúk 15. Spilarar geta svo beðið um auka spil, þá dregið, eða tvöfaldað/dobblað mjúka hönd án þess að eiga hættu á að springa. Hins vegar er ekki víst að mjúk hönd batni eftir að þú dregur.

Vinningshendur í blackjack gefa vanalega af sér útborgun upp á einn á móti einum (1:1), líka þekkt sem jafnt eða jafn peningur. Þess vegna ef þú leggur undir 20 spilapeninga og vinnur höndina þína þá færðu vanalega hagnað upp á 20, sem bætist þá við það sem þú lagðir upphaflega undir. Ef þú færð svo gefinn blackjack þegar þú ert að spila leikafbrigði sem borgar 3:2 og þá fengirðu 30 spilapeninga í hagnað, sem bætist ofan á það sem var upprunalega lagt undir, þ.e. ef gjafarinn fær ekki líka blackjack.

Hvenær sem höndin þín endar í jafntefli við hönd gjafarans er það kallað "patt". Ef þetta gerist færðu það sem þú lagðir undir endurgreitt, en þú færð engan pening til viðbótar. Ef þú tapar hönd, þá taparðu peningnum sem þú lagðir undir til hússins. Það eru undantekningar á þessum almennu reglum, sem er farið í hér að neðan og á reglusíðum fyrir hvert afbrigði fyrir sig.

Vanalega færðu verðlaunin greidd eftir að gjafarinn hefur lokið sinni hönd. Það er mikilvægt að þú lesir reglur hvers afbrigðis fyrir sig, til þess að finna sértækar reglur og ólíkindi þar sem það eru reglurnar sem gjafararnir spila eftir og það er eftir þessum reglum sem vinningar eru greiddir líka og það er oft nokkur munur á milli leikja. Algengasti mismunurinn á milli afbrigða er þá oftast hvort að gjafarinn dregur annað spil eða ekki ef hann er með mjúka 17. Í sumum afbrigðum verður gjafarinn að standa ef hann er með mjúka 17, en í öðrum þá verður gjafarinn að draga. Í öllum blackjack-leikjum fær gjafarinn spil á allar harðar og mjúkar útgáfur af 16 eða undir.

Svona á að splitta, tvöfalda og gefast upp

Aðgerðir þínar í blackjack takmarkast ekki bara við að draga spil eða standa með það sem þú fékkst upphaflega gefið. Í ákveðnum kringumstæðum muntu fá ýmsa aðra möguleika sem þú getur nýtt þér. Þessir möguleikar fara eftir því hvaða tvö spil þú hefur fengið gefin fyrst. Þessir möguleikar eru meðal annars:

Splitta

Í raun er það að splitta að breyta einni hönd í tvær, sem gefur þér auknar vinningslíkur. Hvenær sem þú splittar hönd geturðu lagt undir aukalega á þessa nýtilkomnu seinni hönd, boð sem er jafnt því sem þú lagðir undir upphaflega. Það að splitta getur komið upp við eftirfarandi aðstæður:

  1. Þú færð gefin tvö upphafspil með jafnhárri tölu (kóngur-tía, sexa-sexa og svo framvegis). Báðar hendur eru þá spilaðar sjálfstætt og þú vinnur, tapar eða gerir jafntefli/ert patt miðað við útkomu hverrar handar fyrir sig
  2. Í sumum afbrigðum af blackjack máttu splitta jöfnum spilum oftar en einu sinni.

Það eru líka ákveðnar takmarkanir á því að splitta ásum sem þú hefur fengið gefna. Þegar þú splittar tveimur ásum, í næstum öllum afbrigðum af blackjack, máttu bara draga eitt spil á hverja nýja hönd, sem takmarkar möguleika þína á að lenda, splitta eða tvöfalda til að bæta höndina þína.

Tvöföldun

Möguleikinn á að tvöfalda (e. Double Down leyfir þér að tvöfalda það sem þú lagðir upphaflega undir, en aðeins við ákveðnar kringumstæður:

  • Eftir að fyrstu tvö spilin eru gefin geturðu lagt undir aukalega (jafnmiklu og upphaflega boðið) og þá fengið eitt auka spil með það markmið að bæta höndina þína.
  • Allir blackjack-leikir okkar leyfa þér að tvöfalda á hvaða tvö fyrstu spil sem er.

Í sumum afbrigðum leiksins er leyft að tvöfalda eftir að búið er að splitta hönd. Það verður hinsvegar að taka ýmislegt annað með í reikninginn.

  • Eftir að hönd hefur verið skipt í tvær hendur (eða splittað í enn fleiri) gætirðu átt möguleika á að tvöfalda, að bæta þá við öðru boði á borðið.
  • Ef þú velur að tvöfalda eftir splittið gilda sömu reglur og vanalega um tvöföldunina eftir það.

Gefist upp

Í sumum blackjack-leikjum færðu að taka til baka 50% af því sem þú lagðir upphaflega undir með því að gefast upp (e. surrender), ef þú telur að það sé nokkuð ljóst að þú munir tapa fyrir gjafaranum, að því gefnu að það sé leyfilegt í afbrigðinu sem þú ert að spila.

Möguleikar í leiknum

Þú færð að sjá ýmsa valmöguleika sem þú þarft að velja á milli í hverri umferð af blackjack. Ákvarðanirnar sem þú getur valið á milli velta svo á spilunum sem þú færð gefin og á því hvaða afbrigði leiksins þú ert að spila. Hér eru möguleikarnir sem þú átt vanalega völ um í blackjack.

Hitta (e. Hit)

Þú getur beðið um aukaspil til að bæta höndina þína. Spilin verða dregin eitt í einu þar til heildarupphæð handarinnar er 21 eða hærri.

Standa (e. Stand)

Þegar heildarupphæð handarinnar þinnar er 21 eða lægra og þú velur að standa og taka þá ekki áhættu á því að höndinn þín geti næst farið yfir 21 í heildina.

Splitta (e. Split)

Í ákveðnum afbrigðum, þegar fyrstu tvö spilin þín eru jafnhá (átta-átta, gosi-tía o.s.frv.), þá geturður lagt undir aukalega (jafnhátt fyrsta boðinu) og búið til fleiri hendur sem þú spilar við gjafarann.

Tvöföldun (e. Double Down)

Þú mátt leggja aukalega undir, jafnhátt upphaflega boðinu, í skiptum við aðeins eitt spil í viðbót í höndina þína, en eftir það stendurðu sjálfkrafa á þeirri hönd.

Gefist upp (e. Surrender)

Í sumum leikafbrigðum geturðu gefið frá þér helming þess sem þú lagðir undir og hætt höndinni samstundis án þess að spila hana til loka.

Trygging (e. Insurance)

Í sumum leikafbrigðum ef fyrsta spil gjafarans er ás, þá geturðu lagt undir helming þess sem þú lagðir upphaflega undir og fengið greitt 2:1 ef gjafarinn nær blackjack. Ef gjafarinn fær svo elackjack endarðu höndina á sléttu.

Jafn peningur (e. Even Money)

Ef þú hefur fengið gefinn blackjack og spil gjafarans er ás er jafn peningur ákveðið tryggt veðmál sem er hægt að gera. Ef þú ákveður að taka jafnan pening er greitt út 1:1, óháð því hvort að gjafarinn fær blackjack eða ekki. Ef þú tekur ekki jafnan pening þá spilast höndin til loka eins og venjulega.

Vörn á notandaviðmóti

Þegar þú ert að spila blackjack er mikilvægt að þér sé ekki hamlað á einhvern hátt að gera það val sem þú helst vilt gera á meðan hönd stendur yfir. Það er ýmislegt sem getur stundum haft áhrif á spilunina þína - allt frá netsambandi yfir í skakkan smell. Þó að við getum ekki séð fyrir hvert einasta vandamál sem gæti komið upp eru ýmsar varnir innbyggðar í hugbúnaðinn okkar til að hjálpa þeim spilurum sem gætu lent í að taka ákvarðanir sem gætu verið óvart eða óviljandi og sem slíkar lenda þá fyrir utan ramma þess sem við köllum venjulega spilun.

Ef þú reynir að gera eitthvað af eftirfarandi mun hugbúnaðurinn okkar sýna þér viðvörun og athuga hjá þér hvort að tiltekin ákvörðun hafi verið viljandi:

  • Draga á hörðum 17 eða hærra
  • Standa á 11 eða minna
  • Tvöfalda á hörðum 12 eða hærra

Við höfum innbyggt þessa leið í kerfið til að tryggja það að þú tapir engu sem þú hefur lagt undir vegna þess að þú hefur óvart smellt á vitlausan takka eða gert eitthvað óvart. Hins vegar, þó að við mælum ekki með því, þá er hægt að slökkva á þessum vörnum. Þú getur valið að gera það þegar þú færð viðvörun um þetta frá hugbúnaðinum okkar.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um blackjack skaltu hafa samband við þjónustuborð.

Sækja appið

Sækja appið

Spilaðu Casino-leiki á flakkinu með appinu, sem er hægt að sækja fyrir iOS og Android.

Instant bónus í Casino

Casino Games FAQ

Kíktu á síðuna um Instant bónus í Casino til að sjá hvernig Instant bónusinn þinn virkar og hvernig þú átt að nota hann.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn í fyrsta sinn í raunverulegum peningum og byrjaðu að spila núna. Innlegg eru fljót og örugg.