Spila Hold’em Switch™

Hold’em Switch™ er frábær leikur sem sameinar það besta úr Heads-Up Hold’em við kasínófléttur. í Hold’em Switch™ keppirðu við gjafarann til að sjá hvor nær bestu fimm spila höndinni, en átt möguleika á að skipta út holuspilunum (e. hole cards) áður en þú sérð sameignarspilin til að fá betri hönd.

Fáðu frábæra bónusa fyrir floppið fyrir alla ása eða par, með allt að 30x Bónusboðið (e. Bonus Bet) þitt fyrir vasaása (e. Pocket Aces) og allt að 500x forféð þitt (e. ante) fyrir konunglega litaröð (e. Royal Flush)

Grunnreglur og boð/veðmál

Hold’em Switch™ notast við einn hefðbundinn 52 spila stokk. Spilarar byrja á að leggja undir í Switch Bet-boxið. Því til viðbótar getur spilarinn líka lagt undir á valfrjálst hliðarboð, kallað Bónusboð.

Eftir að öll boð hafa verið lögð út færðu tvö spil gefin upp í loft og gjafarinn fær gefin tvö spil á grúfu. Spilarinn verður nú að velja Play or Switch (spila eða skipta).

Ef spilarinn velur Play (að spila) eru spil gjafarans sýnd og sameignarspilin fimm eru gefin í borðið.

Ef spilarinn velur Switch (að skipta) fær hann gefin tvö ný holuspil sem snúa upp og eftir það eru spil gjafarans gefin og svo sameignarspilin fimm í borð.

Spilarinn og gjafarinn mynda bestu fimm spila pókerhöndina í hvaða samsetningu sem er úr holuspilunum sínum tveimur og sameignarspilunum fimm.

Besta fimm spila pókerhöndin vinnur en ef hendurnar eru jafn sterkar er jafntefli. Hefðbundin handaröðun miðað við fimm spila pókerhendur er notuð og spilasortum (e. suits) er ekki raðað í neina styrkleikaröð.

Ante Bet greiðslutafla: Náðu röð (e. Straight) eða betur til að fá eftirfarandi Ante Bonus (forfjárbónus) óháð hönd gjafarans:

HöndGreiðir
Röð 3x
Litur 5x
Fullt hús 7x
Ferna 50x
Litaröð 100x
Konungleg litaröð 500x

Bonus Bet greiðslutafla: Spilaðu Bonus Bet og fáðu eftirfarandi borgað á alla ása og pör fyrir floppið.

HöndGreiðir
Allir ásar 3x
22-TT 5x
JJ 10x
QQ 15x
KK 20x
AA 30x

Athugið: Hold’em Switch™ er Casino-leikur og sem slíkur er hann gjörólíkur Texas Hold'em pókerleikjunum okkar. Kíktu hér til að skoða nánar allt úrvalið okkar af pókerleikjum.

Fræðilegt vinningshlutfall spilara (e. theoretical return to player - RTP) í Hold’em Switch™ er eins og hér segir:

Switch Bet boðið þitt skiptist í 25% forfé (e. ante) og 75% boð (e. bet).

Switch Bet: 97,67%

Bonus Bet: 97,74%

Hafðu samband við þjónustuborð ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú spilar Hold’em Switch™.

PokerStars Casino App

PokerStars Casino App

Spilaðu PokerStars Casino leiki á flakkinu með appinu, sem er hægt að sækja fyrir iOS og Android.

Instant bónus í Casino

Casino Games FAQ

Kíktu á síðuna um Instant bónus í Casino til að sjá hvernig Instant bónusinn þinn virkar og hvernig þú átt að nota hann.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.