Spila Live 2 Hand Casino Hold'em

Þetta afbrigði af póker í Casino færir spilurum tvö tækifæri til að vinna gjafarann. Spilaðu tvær hendur í einu og reyndu að vinna gjafarann með annarri eða báðum ásamt því að fá fjölmarga möguleika á hliðarboðum (e. side bets).

Live 2 Hand Casino Hold'em – Grunnreglur

Almennt eru reglurnar í Live 2 Hand Casino Hold'em svipaðar þeim sem eru í hefbundnum Casino Hold'em. Eins og í Hold‘em póker þá vinnur besta fimm spila höndin.

Eftir að hafa lagt út forfé (e. ante) á aðra eða báðar hendur, sem og eitt eða tvö valfrjáls bónusboð, fá spilararnir tvær hendur, sem hvor inniheldur tvö holuspil. Þrjú sameiginleg sameignarspil (floppið) eru þá lögð út.

Á þessum tímapunkti leggur gjafarinn út boð. Spilarar geta þá pakkað (e. fold) annarri eða báðum höndunum og gefið þá frá sér þau boð sem þeir hafa áður lagt út, eða jafnað/kallað (e. call) boðið, fyrir aðra eða báðar hendurnar sínar og séð síðustu tvö sameignarspilin. Besta höndin vinnur pottinn. Ef gjafarinn hefur ekki náð að mynda raunverulega hönd - fjarkapar eða betra - þá vinnur hver sá spilari sem enn er með í höndinni óháð því hvaða hendur hann er með.

Jöfnuð boð eru greidd út á jöfnum pening í líkunum 1:1, á meðan forfé og aukaboð eru greidd út á líkum allt að 100:1, allt eftir sigurhönd spilarans.

Fræðilegt vinningshlutfall spilara (e. return to player - RTP) í Live 2 Hand Casino Hold'em er 97,84%.

Live 2 Hand Casino Hold'em bónusboð

Spilarar verða að leggja út forfé á aðra eða báðar hendurnar sínar í upphafi hvers leiks, en hafa svo möguleika á að leggja út bónusboð/aukaboð.

Forfé og bónusboð eru greidd út á mismunandi líkum allt eftir hvaða sigurhönd spilari nær, sem byggist á holuspilum spilarans og floppinu, eins og hér segir:

HöndLíkur forféLíkur bónus
Konungleg litaröð 100:1 100:1
Litaröð 20:1 50:1
Ferna 10:1 40:1
Fullt hús 3:1 30:1
Litur 2:1 20:1
Röð eða minna 1:1 -
Ásapar til röð - 7:1

Ef spilari jafnar (e. call) ekki boð gjafarans gefur hann frá sér forféð og hvaða bónusboð sem hann hefur lagt út í þeirri hönd.

Fræðilegt vinningshlutfall spilara (e. return to player - RTP) fyrir bónusboðið í 2 Hand Casino Hold'em er 93,74%

Svona á að spila Live 2 Hand Casino Hold'em

Live 2 Hand Casino Hold'em er í boði allan sólarhringinn. Kíktu í Casino-flipann í tölvubiðlaranum þínum til að byrja.

Þú getur líka spilað Live 2 Hand Casino Hold'em í iOS eða Android-símanum þínum og spjaldtölvunni. Kíktu hér til að kynna þér þetta nánar.

Ef þú ert með einhverjar spurningar um Live 2 Hand Casino Hold’em skaltu vinsamlegast skoða hjálparmiðstöðina eða hafa samband við þjónustuborð.