Age of the Gods™ Live Roulette

Age of the Gods™ Live Roulette færir þér allan hasarinn og spennuna af rúllettuborðum í kasínó að viðbættum möguleikanum á að vinna einn fjögurra uppsafnaðra gullpotta! Fylgstu með fjörinu í rauntíma og spjallaðu við gjafarann þinn og að loknum hverjum snúningi áttu möguleika á að komast í Age of the Gods™ gullpottinn.

Age of the Gods™ Live Roulette – Grunnreglur og boðtakmörk

Age of the Gods™ Live Roulette endurspeglar reglurnar á sígilda Live Roulette borðinu okkar. Það er hjól með 37 vasa, númeraða frá núlli og upp í 36. Þú getur slegið saman hvaða boðum/veðmálum sem er, bæði á einstök númer eða hópa þeirra og þessi boð eru svo sett á þann hluta borðsins sem kallaður er innri hlutinn (e. inside section).

Á ytri hlutanum (e. outside section) getur þú lagt undir á margs konar pör af mögulegum boðum, sem hvert nær yfir 18 tölur. Frá háum og lágum tölum, odda og sléttum og rauðum og svörtum, eru ýmsir möguleikar í boði.

Á ýmsum stöðum á borðinu í Age of the Gods™ Live Roulette geturðu líka valið á milli sex ólíkra 12 talna boða (e. bets), eða dálka og tylftarboð (e. column & dozen bets), sem og ólík sett af 17 talna boðum.

Það er takmark upp á 30 beinar staðsetningar sem er hægt að þekja á borðinu á meðan gullpotturinn er virkur.

Fræðilegt vinningshlutfall spilara (return to player - RTP) í Live Roulette er 97,30%.

Til að læra meira um hvernig þú spilar leikinn skaltu kíkja á síðuna okkar um reglur í Live rúllettu.

Age of the Gods™ gullpottur

Það sem gerir þessa útgáfu af Live rúllettu ólíka öðrum er Age of the Gods™ gullpotturinn (e. jackpot). Það er fjölþrepa uppsafnaður gullpottaleikur sem fer í gang á sérstöku aðskildu borði. Gullpottaverðlaunin safnast upp í öllum netkasínóum úr öllum boðunum sem eru gerð í öllum leikjunum sem eru með Age of the Gods™ gullpottinn.

Það er hægt að vinna gullpottinn á fjórum þrepum: Power, Extra Power, Super Power og Ultimate Power. Ólíkar gerðir af gullpottinum innihalda mismunandi verðlaunaupphæðir.

Gullpotturinn ræsist af handahófi í hvaða snúningi sem er í leik í Live rúllettu sem inniheldur Age of the Gods™ gullpott. Ef þú kemst í gullpottaleikinn er tryggt að þú vinnur einn gullpottanna fjögurra.

Með hverju boði spilarans bætist 0,99% af upphæð veðmálsins sem framlag í gullpottagrunnsjóðinn (e. Jackpot Seed).

Age of the Gods™ gullpottaleikurinn opnast og inniheldur þá 20 peninga, sem hver felur á bak við sig eitt af fjórum gullpottatáknum. Snúðu við peningi til að sjá gullpottatáknið. Ef þér tekst að finna þrjú eins tákn – vinnurðu samsvarandi gullpott.

Age of the Gods™ gullpottareglur

Sjóðurinn í uppsafnaða gullpottinum er settur saman úr tveimur hlutum – grunnsjóðnum (e. Seed) og uppsafnaða pottinum (e. Progressive Pot). Gullpottasjóðurinn byrjar í grunnsjóðsupphæðinni, sem er tryggða lágmarksupphæð verðlaunanna sem kasínóin leggja til. Þetta tryggir að jafnvel þó að þú fáir gullpottinn í leiknum strax eftir að einhver annar hefur unnið gullpottinn, að þú fáir samt stóran vinning.

Afgangurinn af gullpottaupphæðinni kemur svo úr uppsöfnuðum hlut, sem safnast upp yfir tíma miðað við hvað er lagt undir í leiknum. Lítilli peningaupphæð, sem kallast framlagshlutfall, er bætt við uppsafnaða pottinn í hvert sinn sem einhver spilari leggur undir í leiknum sem er jöfn hlutfalli hvers boðs.

Taktu eftir: Leikurinn leyfir ekki gullpottavinninga samtímis. Ef tveir spilarar vinna gullpottinn með stuttu millibili fær fyrri spilarinn grunnsjóðinn og uppsafnaða pottinn og seinni spilarinn vinnur þá grunnsjóðinn ásamt þeim uppsafnaða hluta sem hefur safnast upp síðan fyrri potturinn vannst.

Age of the Gods™ gullpottaleikurinn er með tímarofsteljara (e. timeout timer) (30 sekúndur)). Ef þér tekst ekki að finna þrjú eins tákn áður en tíminn rennur út, sýnir leikurinn þér verðlaunin þín sjálfkrafa. Öllum gullpottaverðlaunum er bætt við innistæðuna þína.

Þú getur líka spilað Age of the Gods™ Live Roulette, sem og hvaða annan Live Casino leik sem er, í iOS eða Android símanum þínum og spjaldtölvunni. Kíktu hér til að kynna þér þetta nánar.

Til að fá nánari upplýsingar um hvernig á að spila rúllettu skaltu kíkja á síðuna okkar um reglur í Live rúllettu.

Kíktu hér til að skoða nánar alla hefðbundnu rúllettuleikina okkar.

Hafðu samband við þjónustuborð ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú spilar Age of the Gods™ Live Roulette.