Reglur í Live blackjack

Á Live blackjackborðunum okkar siturðu á móti raunverulegum gjöfurum, spilandi með alvöru spil. Láttu reyna á kunnáttuna gegn atvinnugjöfurum í þessum sígilda leik spilahallanna um taugar og spennu, og lyftu svo leiknum á hærra plan með einstöku möguleikunum okkar á að veðja eftir á (e. bet behind) eða leggja undir til hliðar.

Leikurinn og reglur leiksins

Live Casino býður þér að spila í ýmsum upphæðum í Live blackjack, allt frá $5 til $2.500 í hverju boxi. Hvert borð notar átta 52 spila stokka, stokkaða saman í skó og endurstokkaða öðru hverju.

Öll box sem er spilað í fá gefin tvö spil sem snúa upp. Gjafarinn fær eitt holuspil og eitt sem snýr upp og gáir hvort hann sé með blackjack - ef gjafarinn sýnir ás geta spilarar keypt tryggingu (e. insurance), sem er greidd út á 2:1 ef gjafarinn hittir svo á blackjack. Spilarar sem hitta blackjack fá greitt út á líkunum 3:2.

Gjafarar verða að standa á 17 eða hærra, þar á meðal á mjúkum 17 (hönd með ás sem er samtals 17 eða 7).

Eftir því sem höndin spilast lengra getur opnast fyrir fleiri möguleika. Spilarar geta tvöfaldað á hvaða tveggja spila hönd sem er, sem þýðir að upphaflega boðið er tvöfaldað, svo framarlega sem þú ert tilbúinn að standa eftir að fá bara eitt spil gefið í viðbót.

Pöruðum tveggja-spila höndum (t.d. 8-8, 2-2, kóngur-gosi, drottning-tía, o.s.frv.) má splitta til að búa til tvær hendur fyrir aukaveðmál upp á sömu upphæð. Spilarar geta splittað einu sinni í samtals tvær hendur, og splittað ásum til að fá bara eitt spil í viðbót á hvora hönd.

Möguleikinn á að gefast upp (e. surrender) er ekki leyfður í lifandi blackjack.

Til að læra nánar um hvernig á að spila leikin, kíktu þá á síðuna okkar um blackjackreglur.

Tegundir borða og síðuboð (e. side bets)

Live blackjackborðin okkar eru í gangi allan sólarhringinn. Ákveðin borð bjóða upp á sérstaka möguleika, þar á meðal Einkaborð (aðeins í boði fyrir spilarana okkar), þjónustu á ensku eða þýsku, möguleikann á að veðja eftir á (e. bet behind) og ýmis síðuboð/hliðarveðmál.

Bjóða eftir á (e. Bet Behind)

Sum Live blackjackborð leyfa spilurum að veðja eftir á (e. bet behind) á hvaða sæti sem er við borðið - annað hvort á meðan beðið er eftir opnu sæti, eða ef spilari vill bara hafa meira að gera.

Perfect Pairs™

Perfect Pairs™ er valfrjálst boð sem er í boði á öllum Live blackjackborðum, og þar býðst spilurum að leggja undir aukaboð upp á hvort spilin þeirra verði par eða ekki. Það eru þrjár tegundir af pörum í boði, allt eftir því hvort bæði númeraröðin og sortin, litagerð, eða bara númeraröðin sé eins á báðum spilum. Þessi borga svo út á eftirfarandi líkum:

VeðmálStuðull
Perfect Pair (eins sort, t.d. 9s-9s, Ah-Ah) 25:1
Par í lit (litirnir eru eins, t.d. 7c-7c, Qh-Qd) 12:1
Blönduð pör (bara af sömu númeraröð, t.d. 6s-6d, Kc-Kh) 6:1

21+3™

21+3™ boð eru valfrjáls aukaboð sem byggjast á tveim eigin spilum spilarans ásamt spili gjafarans sem snýr upp í loft. Þessi borga út á eftirfarandi hátt:

VeðmálStuðull
Þrenna í sort (t.d. Qs-Qs-Qs) 100:1
Litaröð (t.d. 7d-8d-9d) 40:1
Þrenna (t.d. 3d-3h-3s) 30:1
Röð (t.d. 9c-10d-Jh) 10:1
Litur/sort (t.d. 2h-6h-10h) 5:1

Til að fá nánari upplýsingar um hvernig á að spila leikin, kíktu þá á síðuna okkar um blackjackreglur.

Hafðu samband við þjónustuliðið ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú spilar Live blackjack.

PokerStars Casino App

PokerStars Casino App

Spilaðu PokerStars Casino leiki á flakkinu með appinu, sem er hægt að sækja fyrir iOS og Android.

Instant bónus í Casino

Casino Games FAQ

Kíktu á síðuna um Instant bónus í Casino til að sjá hvernig Instant bónusinn þinn virkar og hvernig þú átt að nota hann.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.