Live Caribbean Stud póker - Gangur leiksins og leikreglur

Hver leikur af Live Caribbean Stud póker hefst á því að spilarar leggja undir boð (eða forfé - e. ante) fyrir framan sætið sem þeir eru í. Þetta er skylduboð sem er sett út áður en spil eru gefin. Takmarkanir um lágmarks- og hámarksboð gilda.

Síðan tilkynnir gjafarinn að ekki sé lengur hægt að bjóða (e. No more bets). Allir spilararnir ásamt gjafaranum fá þá fimm spil hver. Spil spilaranna eru gefin í upp í loft, þ.e. þau snúa upp. Spil gjafarans eru gefinn á grúfu, nema svo síðasta spil gjafarans sem er gefið upp í loft.

Eftir að hafa skoðað spilin á hver spilari möguleika á að pakka (e. fold) eða hækka (e. raise - leggja út jöfnunarboð). Ef spilarinn ákveður að hækka verður spilarinn að leggja undir hækkunarboð (e. raise wager call bet) sem er nákvæmlega tvisvar sinnum hærra en forfjárboðið hans (e. ante bet). Ef spilarinn pakkar gefur hann frá sér spilin og forfjárboðið.

Gjafarinn snýr þá við hinum fjórum spilunum sínum til að sýna alla fimm spila höndina sína.

Gjafarinn verður að vera með ás og kóng eða hærra til að hún sé gild. (Með öðrum orðum þá er lægsta gilda hönd sem gjafarinn getur haft ás, kóngur, 4, 3, 2 og hæsta ógilda höndin væri ás, drottning, gosi, 10, 9.)

5+1 bónus - svona virkar hann

Ef þú leggur út 5+1 bónushliðarboðið þá vinnurðu ef spilin þín fimm plús fyrsta spila gjafarans sem snýr upp mynda fimm spila pókerhönd sem er þrenna eða betra.

Til að leggja undir þetta bónusboð verður spilarinn fyrst að leggja út forfjárboðið (e. Ante bet). Ákvörðun spilarans um hvort hann jafnar (e. Call) eða pakkar (e. Fold) hefur ekki áhrif á 5+1 bónusboðið.

5+1 bónusboðið greiðir út sem hér segir:

5+1 bónushliðarboðGreiðir
Konungleg litaröð 1.000 á móti 1
Litaröð 200 á móti 1
Ferna 100 á móti 1
Fullt hús 20 á móti 1
Litur 15 á móti 1
Röð 10 á móti 1
Þrenna 7 á móti 1

Mögulegar útkomur aðalleiksins

  • Ef hönd gjafarans er ekki gild vinnur spilarinn jafnan pening á forfjárboðið sitt og hækkunin hans (e. raised call bet) endar sem jafntefli (e. push).
  • Ef gjafarinn nær gildri hönd og vinnur spilarann tapast bæði forfjárboð spilarans og hækkunin (call bet) hans.
  • Ef hönd gjafarans er gild og tapar fyrir spilaranum vinnur spilarinn jafna upphæð fyrir forfjárboðið sitt og hækkunin (e. call bet) hans vinnur skv. röðun styrkleikaröðun pókerhanda í útgreiðslutöflunni
  • Ef gjafarinn og spilarinn eru jafnir standa bæði forfjárboðið og hækkunin (e. call bet) á jöfnu.

*Patt/Push - er jöfn hönd á milli spilarans og gjafarans. Í þessu tilviki þá er það sem þú lagðir undir endurgreitt.

Styrkleikaröð handa og útborgun

Ef spil spilarans vinna spil gjafarans fær spilarinn jafnan pening (1-1) forfjárboðsins og eftirfarandi fyrir hækkunina (call bet):

Útgreiðsla vinninga á Call Bet
Konungleg litaröð 100 á móti 1
Litaröð 50 á móti 1
Ferna 25 á móti 1
Fullt hús 10 á móti 1
Litur 7 á móti 1
Röð 5 á móti 1
Þrenna 3 á móti 1
Tvö pör 2 á móti 1
Eitt par eða minna 1 á móti 1

Fræðilegt vinningshlutfall til spilara (return to player - RTP) í Live Caribbean Stud póker er 98,19%.

RTP fyrir 5+1 er 91,44%

Skoða styrkleikaröð pókerhanda.

Hafðu samband við þjónustuborð ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú spilar Live Carribean Stud póker.