Spila Live Casino Hold’em

Hold'em er vinsælasta útgáfan af póker, bæði á netinu og í flestum spilasölum heimsins. Casino Hold'em er hraðfleyg útgáfa af hefðbundnum Texas Hold'em þar sem þú mætir gjafaranum og reynir að mynda bestu fimm spila höndina. Vertu með á Casino Hold'em borðunum okkar til að keppa við sérþjálfaða liðið okkar af lifandi gjöfurum - þú þarft ekki að reyna að blekkja eða hafa áhyggjur af því að svipbrigðin komi upp um þig, notaðu bara innsæið til að meta hvort þú getir unnið höndina og sópað til þín pottinum.

Live Casino Hold’em - Grunnreglur

Eins og í venjulegum Hold'em vinnur besta fimm spila pókerhöndin pottinn. Eftir að hafa lagt út forfé (e. ante) og valfrjáls aukaboð (e. bonus bet) fá spilarar tvö holuspil, eins og gjafarinn. Þrjú sameiginleg sameignarspil (floppið) eru þá lögð í borð.

Á þessum tímapunkti leggur gjafarinn út boð. Spilarar geta þá pakkað (e. fold) og gefið þá frá sér þau boð sem þeir hafa áður sett í borð, eða jafnað/kallað (e. call) boðið og séð síðustu tvö sameignarspilin. Besta höndin vinnur pottinn. Ef gjafarinn hefur ekki náð að mynda raunverulega hönd - fjarkapar eða betra - þá vinnur hver sá spilari sem enn er með í höndinni óháð því hvaða hönd hann er með.

Jöfnuð boð eru greidd út á jöfnum pening í líkunum 1:1, á meðan forfé og aukaboð eru greidd út á líkum allt að 100:1, allt eftir sigurhönd spilarans.

Fræðilegt vinningshlutfall spilara (return to player - RTP) í Live Casino Hold'em er 97,84%.

Fræðilegt vinningshlutfall spilara (return to player - RTP) fyrir bónusboðið í Live Casino Hold'em er 93,74%

Til að sjá útgreiðslulíkur fyrir forfé og aukaboð og til að fá nánari upplýsingar um hvernig þú spilar leikinn skaltu vinsamlegast kíkja á síðuna okkar Live Casino Hold’em reglur.

Svona byrjarðu að spila Live Casino Hold'em

Casino Hold'em er í boði allan sólarhringinn. Kíktu í Casino flipann í tölvubiðlaranum þínum til að byrja.

Þú getur líka spilað Live Casino Hold'em í iOS eða Android-símanum þínum og spjaldtölvunni. Kíktu hér til að kynna þér þetta nánar.

Til að fá nánari upplýsingar um hvernig á að spila leikinn skaltu kíkja á síðuna okkar um reglur í Live Casino Hold'em.

Hafðu samband við þjónustuborð ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú spilar Live Casino Hold'em.