Spila Live Dragon Tiger

Hann er upprunalega frá Kambódíu en Dragon Tiger er orðinn einn vinsælasti lifandi kasínóleikur heims, þökk sé einfaldleikanum og miklum leikhraða.

Við bjóðum upp á átta stokka Live Dragon-leik, með raunverulegum, atvinnugjöfurum sem birtast þér í háskerpumynd.

Njóttu þessa klassíska kasínóleiks núna og bættu vinningana þína með fjölbreyttu úrvali hliðarboða (e. side bets).

Reglur Live Dragon Tiger

Það er ótrúlega einfalt að spila Dragon Tiger. Tvö spil eru gefin: eitt í Dragon-boðstöðuna (e. betting position) á borðinu og annað í Tiger-boðstöðuna. Boðstaðan sem fær hærra spil vinnur.

Sem spilari leggurðu út boð á Dragon (drekann), Tiger (tígurinn) eða á Tie (jafnt). Þú finnur hliðarboðin í kaflanum um það hér fyrir neðan.

Ásar eru lægstu spilin og hin spilin fylgja svo eðlilegri númeraröð – tvisturinn næst lægstur og kóngurinn hæstur.

Hæsta spilið vinnur í Live Dragon Tiger, óháð sort (e. suit).

Ef það er jafnt – bæði drekastaðan og tígrastaðan fá gefin spil sem er með sama gildi (jafnhátt) – spilarar tapa 50% af boðinu sínu á annað hvort drekann eða tígurinn.

Vinningar eru greiddir fyrir vinningsboð í lok hverrar leikumferðar.

Hliðarboð (e. Side Bets)

Þú getur lagt út fjölda hliðarboða í hverri leikumferð. Þau eru eftirfarandi:

  • Dragon Big og Tiger Big-boð vinna ef átta eða hærra er gefið í tilheyrandi aðalstöðu. Þau tapa ef upp kemur sjö eða lægra.
  • Dragon Small og Tiger Small-boð vinna ef sexa eða lægra er gefið í tilheyrandi aðalstöðu og tapa ef upp kemur sjö eða hærra.
  • Vinningsspil fyrir Dragon Odd og Tiger Odd-boðstöður (oddatala) eru: A, 3, 5, 9, J, K.
  • Vinningsspil fyrir Dragon Even og Tiger Even-boðstöður (slétt tala) eru: 2, 4, 6, 8, 10, Q.
  • 7 er ekki með í Dragon/Tiger Odd/Even-boðum og ef sjö kemur upp tapa öll Odd/Even-boð.
  • 7 er ekki með í Dragon/Tiger Big/Small-boðum og ef sjö kemur upp tapa öll Big/Small-boð

Hliðarboð tengjast ekki boðum í aðalleiknum. Þú getur til dæmis boðið á aðalstöðu drekans og Tiger Odd-hliðarboð og svo öfugt.

Útborganir Live Dragon Tiger

Tegund boðsÚtborgun
Dragon/Tiger 1:1
Jafnt 10:1
Hliðarboð 1:1

Vinningshlutföll leiks

Fræðilegt vinningshlutfall spilara (e. theoretical percentage return to player - RTP) í Live Dragon Tiger er misjafnt á milli boðtegunda (e. bet types):

Tegund boðsVinningshlutfall
Dragon/Tiger 96,27%
Jafnt 82,17%
Hliðarboð 92,31%

Kíktu hér til að skoða fleiri leiki í Casino.

Hafðu samband við þjónustuborð ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú spilar Live Dragon Tiger.