Spila Live Lightning Roulette

Spilaðu spennandi Live Lightning Roulette – öll hefðbundnu rúllettuboðin þín en með svo miklu meira. Þessi rúlletta er ofurhlaðin!

Spilaðu við lifandi gjafara, sem færir þig jafnvel enn nær hasarnum í frábærri háskerpumynd. Svo bæta rafmagnaðar hljóðbrellur enn frekar við spennuna.

Reglur í Live Lightning Roulette

Lightning Roulette er spiluð á hefðbundnu hjóli, sem hefur 37 vasa – 0 (grænn), 1-36 (skiptist í rautt og svart).

Leikurinn fylgir hefðbundnum rúllettureglum sem þú getur skoðað hér eða þegar þú opnar leikinn. En hvað gerir þetta að Lightning Roulette (leifturrúllettu)?

Lukkutölur

Eftir að þú hefur lagt undir eru nokkrar „lukkutölur“ og virði hverrar lukkutölu búið til af slembitölubúnaðinum (e. RNG).

Hver leikumferð er með 1-5 lukkutölum og hver lukkutala greiðir út frá 50x það sem þú lagðir undir, til allt að 500x!

Athugaðu að þessar útborganir vísa til Straight Up boðs (beint veðmál) á þá tölu. Bein veðmál sem ekki eru margfölduð (e. Non-multiplied Straight Up bet) borga út með hefðbundnum 29x. Öll önnur veðmál, eins og splittuð, horn, rautt/svart og tylftarboð (e. Splits, Corners, Red/Black, Dozens) borga út eins og í hefðbundinni rúllettu.

Skoðaðu nánar hér fyrir neðan um boðin sem vísað er í hér að ofan.

Útborganir fyrir lukkutölur

Allt að fimm lukkutölur geta orðið til í hverri leikumferð, með margfaldara upp á 50x, 100x, 200x, 300x, 400x, eða 500x á hverja lukkutölu.

Dæmi

Þú leggur undir beint boð (e. Straight Up bet) á tölurnar 9, 18, 27 og 35. Boðinu þínu er tekið og slembitölubúnaðurinn býr til þrjár lukkutölur – 7, 14 og 18, með útborgunum upp á 50x, 200x og 300x.

Rúllettuboltinn lendir í vasa 18 sem þýðir að þú færð greitt út á veðmálið þitt á 300 á móti 1.

Boltinn verður að lenda í vasa sem er orðinn að lukkutölu til að fá viðauknu útborgunina.

Allar lukkutölur og útborgunargildi þeirra eru myndaðar algjörlega af handahófi.

Ef í þessu dæmi lenti boltinn í vasa 27, þá fengirðu greitt út á hefðbundnum líkum sem eru 29 á móti 1.

Yfirlit, reglur og útborganir í rúllettu.

Fyrir nánari upplýsingar um rúllettu skaltu heimsækja reglusíðuna. Þú getur líka skoðað reglurnar þegar þú opnar leikinn.

Vinningshlutfall leiks

Kjörvinningshlutfall spilara (Return to Player - RTP) er 97,30%. RTP er byggt á bestu aðferðinni fyrir splitt, stræti, horn, línu og öll boð fyrir utan (e. Split, Street, Corner, Line, outside bets).

Kíktu hér til að skoða fleiri leiki í Casino.

Hafðu samband við þjónustuborð ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú spilar Live Lightning Roulette.