Spila Live Lightning Dice

Lightning Dice er ofurhlaðin útgáfa af sígildum teningaleikjum kasínóanna. Alveg eins og í Lightning Roulette er spennan stillt í botn með margföldurum á verðlaun, sem geta gefið allt að 1.000x það sem þú lagðir undir.

Live Lightning Dice – Grunnreglur

Lightning Dice er einfaldur leikur, spilaður með þremur hefðbundnum sex hliða teningum. Þú getur veðjað á heildarsummu allra þriggja teninganna með því einfaldlega að veðja á einhvern punktanna sem eru merktir frá 3 til 18. Það er líka möguleiki á að „Veðja á allt“ (e. Bet on All), sem leggur veðmálið þitt undir á alla 16 punktana samtímis.

Teningunum er svo kastað og veðmálin sem eru lögð undir á heildarsummu allra þriggja teninganna verða greidd út samkvæmt töflunni hér fyrir neðan.

Vinningshlutfall spilara (e. return to player - RTP) í Lightning Dice er 96,21%.

Eldfljótir margfaldarar

Áður en teningunum er kastað skella ein eða fleiri eldingar á borðið og hitta á a.m.k. eina tölu. Þessari tölu er úthlutaður margfaldari af handahófi, sem er frá 50x til 1.000x.

Öll veðmál sem lögð eru undir á þessar eldingatölur (e. Lightning Numbers) munu vinna merkta margfaldarann í staðinn fyrir hefðbundna útborgun, það sem hámarksvinningur er 1.000x það sem þú lagðir undir.

Live Lightning Dice útborganir

Samtals á teningumÚtborgun
3 eða 18 149:1 til 999:1
4 eða 17 49:1 til 499:1
5 eða 16 24:1 til 249:1
6 eða 15 14:1 til 99:1
7 eða 14 9:1 til 99:1
8 eða 13 6:1 til 49:1
9 eða 12 5:1 til 49:1
10 eða 11 4:1 til 49:1

Þú getur líka spilað í iOS eða Android-símanum og spjaldtölvunni. Kíktu hér til að kynna þér þetta nánar.

Ef þú ert með einhverjar spurningar um Live Lightning Dice skaltu vinsamlegast skoða hjálparmiðstöðina eða hafa samband við þjónustuborð.