Spila Live Monopoly

Kíktu aðeins á einn af eftirlætis borðspilaleikjum heimsins í þessum einstaka, lifandi leikjaþætti á netinu. Vertu með lifandi gestgjafanum okkar, sem og meðgestgjafanum okkar í sýndarveruleika „Mr. Monopoly“ og veldu þann hluta sem þú heldur að peningahjólið stöðvist á.

Hlaðið af verðlaunamargföldurum, sérstökum beinum vinningum á „Áhættu“ (e. Chance) og bónusleikjahlutum, tekur hjólið fagnandi á móti þér – farðu í anddyri Live Casino núna til að taka snúning!

Live Monopoly – Grunnreglur

Peningahjólinu er skipt upp í 54 jafna hluta. Af þeim eru 48 merktir með tölu sem gefur til kynna verðlaunamargfaldara, frá 1 til 10, á meðan sex eru merkt sem „CHANCE“ (Áhætta), „2 ROLLS“ (tvö köst) eða „4 ROLLS“ (fjögur köst). Spilarar leggja út boð (e. bet) á þann hluta sem þeir halda að hjólið stöðvist á – vinningshlutinn er táknaður með vísi efst á hjólinu þegar snúningur þess stöðvast.

Vinningsboð á númeraða hluta eru greidd út samkvæmt tölunni, t.d. vinningsnúmer 5 greiðir út 5:1, vinningsnúmer 10 greiðir út 10:1, o.s.frv. Vinningsboð á „Chance“ hlutann gefur af sér peningaverðlaun eða margfaldarabónus, á meðan vinningsboð á „2 ROLLS“ eða „4 ROLLS“ virkjar bónusleikinn.

Bónusleikurinn

Virkjaðu bónusleikinn til að senda sýndarmeðkynninn „Mr. Monopoly“ í gönguferð um sígilt Monopoly-borð í þrívídd, þar sem hann safnar verðlaunum fyrir spilara sem eiga rétt á þeim á meðan hann röltir um. Hversu langt hann gengur veltur á kasti tveggja teninga, alveg eins og í sígilda borðspilaleiknum Monopoly. Bónusleikurinn „2 ROLLS“ endist í tvö tengingaköst, á meðan „4 ROLLS“ hlutinn endist í a.m.k. fjögur teningaköst. Teningum er kastað lifandi í myndverinu og ef tvennu er kastað þá fá spilarar sem eru að taka þátt að gera aukalega ókeypis aftur.

Verðlaun sem eru veitt á meðan bónusleiknum stendur velta á því á hvaða lóðum „Mr. Monopoly“ lendir. Hús og hótel sem birtast munu hækka verðlaunin sem eru í boði fyrir þær eignir og þegar þú ferð fram hjá reitnum „GO“ eru verðlaunin tvöfölduð.

Passaðu þig samt – alveg eins og í alvöru Monopoly, ef þú lendir á lóðunum Income Tax (Tekjuskattur) eða Supertax (Hátekjuskattur) lækka vinningarnir þínir og ef þú lendir á „Go To Jail“ (Farðu í fangelsi) þarftu að kasta tvennu til að losna þaðan!

Upplýsingar um útborganir peningahjóls

Hluti hjólsinsFjöldi hlutaÚtborgun
1 22 1:1 (Slétt)
2 15 2:1
5 7 5:1
10 4 10:1
CHANCE (ÁHÆTTA) 2 Peningaverðlaun/margfaldari af handahófi
2 ROLLS (fjögur köst) 3 Virkjar bónusleik: tvö teningaköst
4 ROLLS (fjögur köst) 1 Virkjar bónusleik: fjögur teningaköst

Fræðilegt vinningshlutfall spilara (e. return to player - RTP) í Live Monopoly er 96,23% (m.v. hæsta mögulega vinning).

Hvernig á að byrja að spila Live Monopoly

Opnaðu Casino á vefnum eða í gegnum snjalltækjaappið til að fara í Live Casino-leiki og finndu þar Live Monopoly.

Þegar þú færð merki um slíkt geturðu lagt undir öll boðin þín fyrir næsta snúning. Eftir að þú hefur lagt boðin þín út snýr gestgjafinn peningahjólinu.

Ef þú ert með einhverjar frekari spurningar um hvernig þú spilar Live Monopoly skaltu vinsamlegast skoða hjálparmiðstöðina eða hafa samband við þjónustuborð.