Spila Live Side Bet City

Eitt það mest spennandi við leiki í Live Blackjack er möguleikinn á að vinna stórt með hliðarboðum (e. Side Bets). Nú færir Live Side Bet City þér þá spennu í sínum sérleik sem helgar sig þessu, í neonljósabúningi Las Vegas á 9. áratugnum.

Live Side Bet City – Grunnreglur

Live Side Bet City er leikur sem tekur hefðbundin hliðarboð í blackjack og gerir þau að miðpunkti hasarins í sérstöku afbrigði af póker fyrir Casino. Í Side Bet City veðja spilarar á hvort þeir munu vinna með 3, 5 eða 7 spilum til að mynda bestu þriggja til fimm spila pókerhöndina.

Til að byrja með þá veðja spilarar á 3 spil, 5 spil, 7 spil, eða einhverja samsetningu af þessu þrennu. Spilarar geta líka veðjað á „Allt tapar“ (e. All Lose). Vinningssamsetningar byggjast á styrkleikaröð pókerhanda.

Eftir að öll veðmál hafa verið lögð undir gefur gjafarinn samtals sjö spil. Fyrst eru þrjú spil gefin og sýna þriggja spila pókerhönd. Ef hún myndar par eða hærra verða vinningar greiddir út eins og við á.

Næst eru tvö spil í viðbót gefin og mynda fimm spila pókerhönd. Ef þessi fimm spil mynda hönd sem er gosapar eða betra, verða vinningar greiddir út eins og við á. Síðast en ekki síst, þá mynda tvö spil til viðbótar sjö spila hönd sem verður að ná að raðast sem þrjú eins (þrenna) eða betra til að vinna.

Vinningar eru greiddir út samkvæmt eftirfarandi greiðslutöflu:

Hönd3 spila stuðull5 spila stuðull7 spila stuðull
Konungleg litaröð 100:1* 1.000:1 500:1
Litaröð 40:1 250:1 100:1
Fjögur eins (ferna) - 100:1 50:1
Fullt hús - 50:1 7:1
Litur 4:1* 40:1 5:1
Röð 5:1* 25:1 4:1
Þrjú eins (þrenna) 35:1* 7:1 3:1
Tvö pör - 4:1 -
AA, KK, QQ, JJ 1:1 (slétt) 1:1 (slétt) -
Any Pair (eitthvað par) 1:1 (slétt) - -

*Athugaðu að í 3 Card Poker (3 spila póker), vinnur röð (e. Straight) lit (e. Flush) og báðar hendur tapa fyrir þrennu. Konungleg litaröð telst vera A-K-Q í sort.

Leikurinn er spilaður með einum hefðbundnum 52 spila stokk sem er stokkaður eftir hverja hönd.

Fræðilegt vinningshlutfall spilara (e. theoretical return to player (RTP) er eins og hér segir:

  • 3 spila hönd: 96,69%
  • 5 spila hönd: 95,21%
  • 7 spila hönd: 94,34%
  • Allt tapar (e. All Lose): 96,29%

Svona spilarðu Live Side Bet City

Live Side Bet City er hægt að spila í ýmsum upphæðum. Þú getur líka spilað Side Bet City-leiki í iOS eða Android-símanum þínum eða spjaldtölvunni, sem og í vafranum þínum (þar sem það er í boði). Kíktu hér til að kynna þér þetta nánar.

Ef þú ert með einhverjar spurningar um Live Side Bet City skaltu vinsamlegast skoða hjálparmiðstöðina eða hafa samband við þjónustuborð.