Spila Live Super Sic Bo

Sic Bo er sígildur teningaleikur sem á uppruna sinn að rekja til Asíu, en honum svipar á margan hátt til rúllettu. Í hverri umferð er teningum kastað, þar sem spilurum er boðið að spá fyrir um niðurstöðuna. Alveg eins og í rúllettu þá eru fjölmargar tegundir af boðum (e. bets) í boði, þar á meðal slétt/odda, há/lág eða heildarsumma teninganna þriggja – sjá nánari upplýsingar um öll boð í boði hér neðar.

Live Super Sic Bo bætir við aukalegu spennuþrepi í þessum sígilda leik, með margföldurum af handahófi sem hækka vinningsstuðlana alla leið upp í 999:1!

Live Super Sic Bo – Grunnreglur

Live Super Sic Bo er spilaður með þremur hefðbundnum sex hliða teningum Spilarar verða að spá fyrir um ýmsar útkomur teningakastsins, þar sem þeir velja úr ýmsum boðmöguleikum með því að leggja spilapeninga undir eins og í rúllettu. Teningunum er kastað af gjafaranum, þar sem vinningsboð eru greidd út skv. stuðlunum sem sjást á skjánum. Tilteknir boðmöguleikar af handahófi fá hærri stuðla eftir að öll boð hafa verið lögð út, stundum allt upp í risamargfaldara upp að 999:1! Boð með hækkuðum stuðlum eru greinilega merkt á skjáinn, eftir að lokað hefur verið fyrir boð/veðmál.

Tegundir veðmála

Eftirfarandi boð/veðmál eru í boði í umferð af Live Super Sic Bo.

  • Small/Big (lítil/stór): samtalstalan sem teningarnir þrír sýna verður lítil (4-10) eða stór (11-17). Þessi veðmál tapa fyrir hvaða þrennu (e. Triple) sem er.
  • Odd/Even (odda/slétt): samtalstalan úr teningunum þremur verður slétt eða odda. Þessi veðmál tapa fyrir hvaða þrennu (e. Triple) sem er.
  • Total (samtals): nákvæm heildarsamtala úr teningunum þremur, frá 4-17 (3 og 18 eru ekki með þar sem það eru þrennur (e. Triples)). Útborganir eru mismunandi eftir heildarvinningstölu.
  • Single (einföld): tiltekin einstök tala, frá 1-6, kemur úr kastinu á einum, tveimur eða þremur teningum. Því fleiri teningar sem sýna þá tölu, því hærri er útborgunin.
  • Double (tvöföld): tiltekin einstök tala kemur úr kastinu á tveimur eða þremur teningum (útborgunin er sú sama fyrir tvo eða þrjá teninga).
  • Triple (þrenna): allir þrír teningarnir sýna sömu, tilteknu töluna.
  • Any Triple (einhver þrenna): allir þrír teningarnir sýna sömu töluna.
  • Combination (sambland): veldu 15 mögulegar tveggja teninga samsetningar.

Upplýsingar um útborgun

Útborganir gætu hækkað vegna margfaldara.

Bet (boð)Útborgun
Lítil/stór 1:1
Odda/slétt 1:1
4 eða 17 50-499:1
5 eða 16 20-249:1
6 eða 15 15-87:1
7 eða 14 12-29:1
8 eða 13 8-24:1
9 eða 12 6-49:1
10 eða 11 6-24:1
Einföld
Tvöföld
Þrenna
1:1
2-19:1
3-87:1
Tvöföld 8-87:1
Þrenna (tiltekin) 150-999:1
Einhver þrenna 30-87:1
Sambland 5-24:1

Fræðilegt vinningshlutfall spilara (return to player - RTP) í Live Super Sic Bo er 97,22%.

Hvernig á að byrja að spila Live Super Sic Bo

Live Super Sic Bo er í boði á vefnum og í snjalltækjaappinu – í bæði láréttri og lóðréttri útgáfu (e. portrait and landscape) – sem gerir það auðvelt að finna leik hvenær sem þú vilt spila. Þú skellir þér bara á borðin og leggur undir boð, síðan horfirðu á lifandi gjafarann hrista teningana.

Ef þú ert með einhverjar spurningar um Live Super Sic Bo skaltu vinsamlegast skoða hjálparmiðstöðina eða hafa samband við þjónustuborð.