Spila Live Texas Hold’em Bonus-póker

Texas Hold'em er vinsælasti pókerleikur jarðar og Live Texas Hold'em Bonus-póker kemur með alla spennuna sem fylgir þessu fræga spili í Live Casino.

Leikurinn er bæði með bónusboð og hliðarboð fyrir uppsafnaðan gullpott, svo spilaðu við lifandi gjafarana okkar og vertu sá næsti til að vinna stórt.

Live Texas Hold’em Bonus-póker - Grunnreglur

Alveg eins og hjá pókerfrændanum, er markmiðið að mynda bestu fimm spila höndina þína úr tveimur holuspilunum þínum og sameignarspilunum fimm.

Bæði þú og gjafarinn leggja út forfjárboð (e. ante bet) til að byrja og síðan eru tvö önnur tækifæri til að bjóða áður en er komið á hólminn (e. showdown). Ef þú vinnur gjafarann, vinnurðu. Ef það er jafnt, er því sem var lagt undir skilað. Og ef gjafarinn vinnur höndina þína, taparðu forfjárboðinu þínu og öðrum boðum sem þú gætir hafa lagt út (fyrir utan bónusboð. Sjá hér fyrir neðan).

Bónusboð

Í hverri leikumferð (e. game round) geturðu valið að leggja út aukalegt bónusboð (e. Bonus bet) áður en holuspilin þín eru gefin. Ef þú færð tiltekna samsetningu af holuspilum – eins og par – færðu borgað út á stuðli á bilinu 3:1 og 1.000:1. Bónusboð borga út óháð því hvort þú vinnur, gerir jafntefli eða tapar höndinni.

Hliðarboð með uppsöfnuðum gullpotti

Þú getur líka valið að leggja út aukalegt boð fyrir uppsafnaðan gullpott (e. Progressive Jackpot bet) í hverri umferð. Þessir gullpottar halda áfram að vaxa þar til spilari hittir á konunglega litaröð (e. Royal Flush). Þegar það gerist deila allir spilarar sem lögðu út boð fyrir uppsöfnuðum gullpotti í þeirri leikumferð verðlaunagullpottinum! Það eru líka smærri útborganir fyrir aðrar háar hendur, eins og 2.500:1 fyrir litaröð (e. Straight Flush) og 50:1 fyrir fullt hús (e. Full House).

Njóttu bestu leikjaupplifunarinnar

Live Texas Hold’em Bonus-póker er í boði í og fullkomlega aðlagaður að öllum tækjum til að tryggja að það sé fyllilega hægt að sökkva sér á kaf í spilaupplifunina.

Vinningshlutfall

Fræðilegt vinningshlutfall spilara (e. theoretical percentage return to player (RTP) er eins og hér segir:

Tegund boðsVinningshlutfall
Forfjárboð 97,96%
Heildaboð 99,47%
Bónusboð 91,46%
Boð með uppsöfnuðum gullpotti 81,84%

Til að sjá útgreiðslulíkur og til að fá nánari upplýsingar og reglur um hvernig þú spilar leikinn skaltu vinsamlegast kíkja á síðuna okkar Live Texas Hold’em Bonus-pókerreglur.

Lestu meira um handaröðun í Texas Hold’em, þar á meðal hvernig leyst er úr jöfnum höndum.

Kíktu hér til að skoða fleiri leiki í Casino.

Hafðu samband við þjónustuborð ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú spilar Live Texas Hold'em Bonus-póker.