Reglur í Live Texas Hold’em Bonus-póker

Leikurinn og reglur leiksins

Aðalmarkmið leiksins er að mynda bestu fimm spila pókerhöndina, með því að nota hvaða spil sem er úr byrjunarspilunum þínum tveimur og sameignarspilunum fimm. Skoða styrkleikaröð pókerhanda.

Byrjaðu leikinn með því að leggja út forfjárboð (e. ante bet). Þú getur líka valið að leggja út bónusboð (e. Bonus bet) og/eða boð í uppsafnaðan gullpott (e. Progressive Jackpot bet). Bæði valfrjálsu boðin eru metin sérstaklega í lok hvers leiks og bjóða upp á annað tækifæri til þess að vinna. 

Eftur að þú hefur lagt út forféð færðu gefin tvö spil sem snúa upp og gjafarinn fær gefin tvö spil á grúfu. Þessi fyrstu tvö spil eru kölluð holuspilin (e. hole cards).

Þú getur annað hvort pakkað (e. fold - og tapað þá forfjárboðinu þínu) eða boðið (e. bet - 2 x forféð). Þá eru þrjú sameignarspil (sem eru deilt) gefin upp í loft. Þetta er floppið (e. flop).

Þú átt þá möguleika á að annað hvort skoða/tékka (e. check - að aðhafast ekkert) eða bjóða (1 x forféð). Fjórða spilið (fléttan (e. turn)) er svo gefið upp í loft. Þú getur annað hvort skoðað eða boðið, áður en síðasta spilið (fljótið (e. river)) er gefið upp í loft. Ólíkt pókerútgáfunni þá eru engin fleiri boð eftir að fljótaspilið hefur verið gefið.

Alveg eins og hjá pókerfrændanum, er markmiðið að mynda bestu fimm spila höndina þína úr tveimur holuspilunum þínum og sameignarspilunum fimm.

Bæði þú og gjafarinn leggja út forfjárboð (e. ante bet) til að byrja og síðan eru tvö önnur tækifæri til að bjóða áður en er komið á hólminn (e. showdown). Ef þú vinnur gjafarann, vinnurðu. Ef það er jafnt, er því sem var lagt undir skilað. Og ef gjafarinn vinnur höndina þína, taparðu forfjárboðinu þínu og öðrum boðum sem þú gætir hafa lagt út (fyrir utan bónusboð sem afgreidd eru a annan hátt, sjá nánar neðar).

Hver er með bestu fimm spila höndina?

  • Ef höndin þín vinnur hönd gjafarans, færðu greiddan út sléttan pening (1:1) á boð á floppinu, fléttunni og fljótinu. Þú vinnur sléttan pening á forfjárboðið ef höndin þín er röð eða betri (e. Straight or better) – annars er forfjárboðið patt/jafntefli (skilað til spilarans og gjafarans)
  • Ef höndin þín er jöfn gjafarans verða forfjárboð, boð á floppinu, fléttunni og fljótinu öll patt (e. push)
  • Ef gjafarinn vinnur höndina þína þá taparðu öllum boðum í aðalleiknum.

Útborganir á aðalboð (e. main bet)

Tegund boðsÚtborgun
Forfjárboð 1:1 á hendur sem eru röð eða betri. Patt (e. Push) á öllum öðrum höndum
Flopp-, fléttu- og fljótaboð 1:1

Í öllum tilvikum borga hvaða bónusboð eða boð á uppsafnaðan gullpott sem er á gildar hendur alveg óháð því hvað gjafarinn nær að fá.

Bónusboð

Bónusboðið er byggt á byrjunarhöndinni þinni með tveimur spilum. Ef það gerist að hæsta útborgunin fæst, er það líka byggt á fyrstu tveimur spilum gjafarans.

Mismunandi útgáfur af upphafshöndunum setja af stað bónusútborgun upp á 3:1 og allt upp í 1.000:1.

Útborganir á bónusboð

Handasamsetningar sem eru skráðar miðast aðeins við byrjunarspilin þín tvö.

Tegund boðsÚtborgun
Spilari AA og gjafari AA (fyrstu tvö spil spilarans eru ásar og fyrstu tvö spil gjafarans eru ásar) 1.000:1
A-A (aðeins spilarinn) (fyrstu tvö spilin eru ásar) 30:1
A-K (í sort - e. Suited) (fyrstu tvö spilin eru A + K í sömu sort) 25:1
A-Q eða A-J (í sort - e. Suited) (fyrstu tvö spilin eru A+Q eða A+J í sömu sort) 20:1
A-K (ólík sort - e. Different suit) (fyrstu tvö spilin eru A + K í ólíkum sortum) 15:1
K-K eða Q-Q eða J-J (fyrstu tvö spilin eru K+K eða Q+Q eða J+J) 10:1
A-Q eða A-J (í ólíkri sort - e. Different suit) (fyrstu tvö spilin eru A+Q eða A+J í ólíkum sortum) 5:1
10-10 til 2-2 (vasapör) (fyrstu tvö spilin eru 10+10 niður í 2+2) 3:1

Forfjárboðs er krafist áður en spilari getur lagt út bónusboðið.

Hliðarboð fyrir uppsafnaðan gullpott

Uppsafnaði gullpotturinn heldur áfram að vaxa þar til hann vinnst með konunglegri litaröð (e. Royal Flush). Allir spilarar sem eru í sæti og lögðu út gullpottaboð í þessari vinningsumferð deila hlut í heildarupphæð uppsafnaða gullpottsins á mælinum. Það eru líka fastir lægri vinningar í boði. Þú finnur nánari upplýsingar inni í leikjaglugganum þínum.

Útborgun fyrir boð á uppsafnaðan gullpott

Konungleg litaröðUppsafnaður gullpottur
Litaröð 2.500:1
Ferna 250:1
Fullt hús 50:1
Litur 25:1
Röð 10:1
Þrenna 3:1

Upprunalega boðið er ekki greitt út til spilarans sem hluti af vinningsútborguninni.

Vinningshlutföll leiks

Fræðilegt vinningshlutfall spilara (e. theoretical percentage return to player (RTP) er eins og hér segir:

LeikurVinningshlutfall
Forfjárboð 97,96%
Heildaboð 99,47%
Bónusboð 91,46%
Boð með uppsöfnuðum gullpotti 81,84%

Hafðu samband við þjónustuborð ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú spilar Live Texas Hold'em Bonus-póker.