Live Three Card póker - Gangur leiksins og leikreglur

Hver leikur af Live Three Card póker hefst á því að spilarar leggja undir boð (eða forfé - e. ante) fyrir framan sætið sem þeir eru í. Þetta er skylduboð sem er sett út áður en spil eru gefin. Takmarkanir um lágmarks- og hámarksboð gilda. Spilarar geta líka lagt undir eitt eða tvö valfrjáls bónusboð (e. bonus bet - sjá neðar).

Síðan tilkynnir gjafarinn að ekki sé lengur hægt að bjóða (e. No more bets). Allir spilararnir ásamt gjafaranum fá þá þrjú spil hver. Spil gjafarans eru gefinn á grúfu en spil spilaranna eru gefin upp í loft.

Eftir af hafa skoðað spilin sín þrjú hefur hver spilari möguleika á að gera spilaboð (e. Play bet - sem verður að vera jafnt forfjárboði þess spilara) eða að pakka (e. fold - þ.e. að ákveða að halda ekki áfram og gefa því frá sér hver þau boð sem þeir gætu hafa lagt út áður). Með forfjár- og spilaboðunum er spilarinn að spila maður á mann gegn gjafaranum.

Gjafarinn sýnir þá sína hönd. Gjafarinn þarf að hafa hönd sem er drottning hæst eða betra til að spila. Því mun gjafarinn tilkynna um að gjafarinn spili ekki (e. Dealer doesn't play) eða að gjafarinn spili með drottningu (e. Dealer plays with a queen), allt eftir því hvaða hönd hann er með.

  • Ef gjafarinn er með lægra en drottningu hæsta, endar spilaboðið og forfjárboðið sem jafntefli og eru greidd út 1:1.
  • Ef gjafarinn er með nógu góða hönd til að spila er hönd gjafarans borin saman við hönd spilarans og hærra raðaða pókerhöndin vinnur.
  • Ef spilarinn er með hærra raðaða pókerhönd eru spilaboðið og forfjárboðið bæði greidd út sem jafn peningur.
  • Ef gjafarinn er með hærra raðaða pókerhönd tapar spilarinn bæði forfjárboðinu og spilaboðinu.
  • Ef spilarinn og gjafarinn eru jafnir (þ.e. þeir eru með jafnhátt raðaðar pókerhendur) eru forfjárboðin og spilaboðin patt (e. push)*. 
  • Ef spilarinn fær röð eða betra fær spilarinn forfjárbónus, óháð því hvaða hönd gjafarinn er með. Athugið að spilarinn verður að jafna/spila höndina sína til að fá forfjárbónusinn.
  • Pair Plus bónusinn og 6 spila bónusinn eru frekar aðskilin forfjárboðinu og spilaboðinu; þeir eru greiddir út algjörlega út frá gildi handarinnar sem spilarinn er með.

Gjafarinn klárar leikinn með því að gera upp hendur þeirra spilara sem hafa ekki pakkað. Boðin eru gerð upp í eftirfarandi röð: Spilaboðið er fyrst, svo forfjárbónusinn, svo forfjárboðið og svo Pair Plus bónusboðið og að lokum 6 spila bónusboðið.

*Patt/Push - er jöfn hönd á milli spilarans og gjafarans. Í þessu tilviki þá er það sem þú lagðir undir endurgreitt.

Skoða styrkleikaröð pókerhanda.

Spilarar verða að leggja undir forfjárboð (e. ante bet) í upphafi hvers leiks en þeir eiga líka möguleika á að leggja undir tvö aðskilin bónusboð, Pair Plus bónusboðið og 6 spila bónusboð.

Bónusboð

Spilarar verða að leggja undir forfjárboð (e. ante bet) í upphafi hvers leiks en þeir eiga líka möguleika á að leggja undir tvö aðskilin bónusboð, Pair Plus bónusboðið og 6 spila bónusboð.

Forfjárbónusboð

Eftir að hafa lagt út forfjárboð þá fær spilarinn forfjárbónus ef höndin hans er röð eða betra. Þessi bónus er greiddur út óháð gildinu á hönd gjafarans.

ForfjárbónusboðGreiðir
Litaröð 5 á móti 1
Þrenna 4 á móti 1
Röð 1 á móti 1

Pair Plus bónusboð

Þetta er valfrjálst hliðarboð. Markmið spilarans er að ná pari eða betra. Ef spilaranum tekst það þá vinnur hann, óháð því hvaða hönd gjafarinn er með. Til að leggja undir þetta bónusboð verður spilarinn fyrst að leggja út forfjárboðið.

Pair Plus bónusboðGreiðir
Mini Royal 100 á móti 1
Litaröð 40 á móti 1
Þrenna 30 á móti 1
Röð 5 á móti 1
Litur 4 á móti 1
Par 1 á móti 1

6 spila bónusboð

Þetta er valfrjálst hliðarboð. Markmið spilarans er að mynda bestu fimm spila pókerhöndina sem þeir geta með því að sameina sín þrjú spil og þrjú spil gjafarans. Þetta boð borgar út fyrir þrennu eða betra, eins og er sýnt í útgreiðslutöflunni fyrir 6 spila bónusboð.

Spilarinn getur unnið þetta boð óháð því hvaða hönd gjafarinn er með. Til að leggja undir þetta bónusboð verður spilarinn fyrst að leggja út forfjárboðið.

Pair Plus bónusboðGreiðir
Konungleg litaröð 1000 á móti 1
Litaröð 200 á móti 1
Ferna 100 á móti 1
Fullt hús 20 á móti 1
Litur 15 á móti 1
Röð 10 á móti 1
Þrenna 7 á móti 1

Fræðilegt vinningshlutfall spilara (return to player - RTP) í Live þriggja spila póker er eftirfarandi.

Forfjárboð: 96,63%

Pair Plus bónusboð: 95,51%

6 spila bónusboð: 91,44%

Hafðu samband við þjónustuborð ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú spilar Live Three Card póker.