Spilaðu Live Ultimate Texas Hold’em í PokerStars Casino

Live Ultimate Texas Hold’em er spennandi fimm spila pókerafbrigði sem etur spilaranum gegn gjafaranum, maður á mann. Vertu með á Live Ultimate Texas Hold’em borðunum til að skora á lifandi gjafarana okkar - þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að halda pókerfésinu, heldur notar þú bara innsæið til að reyna vinna gjafarann og ná pottinum til þín.

Live Ultimate Texas Hold’em - Helstu reglur

Eins og í venjulegum Hold'em, og mörgum öðrum pókerafbrigðum, vinnur besta fimm spila pókerhöndin pottinn. Eftir að hafa lagt út forfjárboð (e. ante bet) og blindboð (e. blind bet), eru þrír möguleikar á að hækka á ólíkum stigum leiksins, en spilari má bara hækka einu sinni í hverri hönd. Hver spilari sem leggur út forfé og blint boð á líka möguleika á að gera Trips bónusboð (þrennubónus).

Spilarar fá tvö holuspil gefin upp í loft og gjafarinn fær tvö holuspil á grúfu. Á þessum tímapunkti má spilarinn skoða (e. check) eða hækka (e. raise) með því að leggja út leikboð (e. play bet), sem er annað hvort x3 eða x4 upphæð forfjárboðsins. Þrjú sameiginleg sameignarspil (floppið) eru þá lögð í borð. Ef spilarinn lét ekki til skarar skríða fyrir floppið á hann möguleika á að gera það núna en þá er hámarkið x2 upphæð forfjárboðsins. Gjafarinn gefur nú síðustu tvö sameignarspilin (e. community cards) í borðið og eftir það fær spilarinn þriðja og síðasta tækifærið til að gera leikboðið (ef hann hefur ekki gert það nú þegar). Spilari sem ekki hefur lagt út leikboð verður að gera það núna, sem er jafnt forfjárboðinu, eða pakka (e. fold).

Ef gjafarinn hefur ekki náð gildri hönd (par eða betra):

Allir spilarar sem enn eru með fá forfjárboðið sitt til baka. Blind- og leikboð eru gerð upp í samræmi við greiðslutöflurnar (sjá Live Ultimate Texas Hold’em reglusíðan til að fá nánari upplýsingar), svo lengi sem hönd spilarans er betri en hönd gjafarans. Ef hönd spilarans er verri en hönd gjafarans fær hann ekki greitt út fyrir blind- og leikboðin. Ef hönd spilarans er jöfn hönd gjafarans er blind- og leikboðum skilað.

Ef gjafarinn hefur náð gildri hönd (par eða betra):

Spilarar sem vinna ekki hönd gjafarans tapa forfjár-, blind- og leikboðum. Hendur sem vinna gjafarann fá boðin gerð upp og greidd til samræmis við greiðslutöflurnar á reglusíðunni okkar. Ef það er jafnt (e. tie) er öllum boðum skilað.

Fræðilegt vinningshlutfall spilara (return to player - RTP) í Live Ultimate Texas Hold'em er 97,82%.

Fræðilegt vinningshlutfall spilara (return to player - RTP) fyrir Trips bónusboð í Live Ultimate Texas Hold'em er 98,10%.

Til að sjá útgreiðslulíkur fyrir forfé/bónusboð, og til að fá nánari upplýsingar um hvernig þú spilar leikinn, kíktu þá vinsamlegast á síðuna okkar Live Ultimate Texas Hold’em reglur.

Live Ultimate Texas Hold'em er hægt að spila í ýmsum upphæðum og það er hægt að njóta hans á einkaborðum (e. Private tables) sem eru aðeins í boði fyrir spilarana okkar. Kíktu í Casino flipann í tölvubiðlaranum þínum til að velja þér borð og komast af stað.

Þú getur líka spilað Live Ultimate Texas Hold’em leiki í iOS eða Android símanum þínum eða spjaldtölvunni, sem og í vafranum þínum (þar sem það er í boði). Kíktu hér til að kynna þér þetta nánar.

Til að fá nánari upplýsingar um hvernig á að spila Live Ultimate Texas Hold'em skaltu kíkja á síðuna okkar um reglur í Live Ultimate Texas Hold'em.

Hafðu samband við þjónustuliðið ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú spilar Live Ultimate Texas Hold'em.