Live Ultimate Texas Hold’em reglur

Við höfum bætt fullkominni kasínófléttu við vinsælasta pókerleik heims! Í Live Ultimate Texas Hold'em læturðu reyna á pókergáfurnar gegn raunverulegum gjafara, þar sem þið reynið báðir að ná bestu fimm spila pókerhöndinni. Njóttu allrar spennunnar sem fylgir Texas Hold'em án þess að þurfa muna flókna stærðfræði eða halda steinrunnu pókerfési!

Leikurinn og reglur leiksins

Í Live Ultimate Texas Hold’em mega spilarar bara hækka einu sinni en þeir fá að ráða hvenær þeir velja að gera það.

Hver leikur hefst á því að spilarar leggja boð (e. bet (eða forfé e. ante)) fyrir framan sætið sitt og leggja svo sjálfkrafa út blint boð fyrir sömu upphæð og forfjárboðið. Lágmarksboðið (e. minimum bet) er $1 og hámarksboð fer eftir því við hvaða borð þú situr ($1.000 eða $2.500 á sumum einkaborðum). Hver spilari sem leggur út forfé og blint boð á líka möguleika á að gera Trips bónusboð (sjá neðar).

Gjafarinn gefur þá hverjum spilara tvö spil sem snúa upp og svo sjálfum sér tvö spil á grúfu. Þetta er fyrsta tækifærið fyrir spilarann að hækka (e. raise) með því að leggja út leikboð, annað hvort x3 eða x4 upphæð forfjárboðsins.

Þrjú sameignarspil - sem allir spilarar deila í höndinni - eru þá lögð út á mitt borðið. Allir spilararnir nota svo sameignarspilin til að mynda sína eigin fimm spila hönd. Á þessum tímapunkti fær spilarinn annað tækifæri til að leggja út leikboðið sitt (e. play bet), ef hann gerði það ekki í fyrra skiptið. Leikboð sem lagt er út á þessum tímapunkti verður að vera x2 upphæð forfjárboðsins.

Gjafarinn leggur þá að lokum tvo sameignarspil í borð í viðbót og allir þeir spilarar sem enn hafa ekki lagt út leikboð verða þá að gera það - sem er jafnt forfjárboðinu - eða pakka (e. fold). Ef spilarinn ákveður að pakka gefur hann frá sér öll boð sem hann hefur lagt út í leiknum. Besta fimm spila pókerhöndin vinnur svo pottinn.

Gjafarinn verður að hafa a.m.k. par til að ná gildri hönd.

Ef gjafaranum tekst ekki að ná gildri hönd er forfjárboðinu skilað til þín, og blindboðið, leikboðið og Trips bónusinn er greiddur út í samræmi við greiðslutöflurnar hér fyrir neðan, ef höndin þín vinnur hönd gjafarans. Ef höndin þín vinnur ekki hönd gjafarans taparðu blind- og leikboðunum þínum.

Ef gjafarinn nær gildri hönd, vinnur þú ef fimm spila pókerhöndin þín vinnur hönd gjafarans. Forfjárboð eru greidd út einn á móti einum (1:1, einnig þekkt sem jafn peningur). Blind-, leikboð og Trips (þrennu-) bónus er greitt út samkvæmt töflunum hér að neðan.

Ef bæði spilarinn og gjafarinn reynast hafa sömu höndina er öllum boðum skilað.

Smelltu hér til að sjá styrkleikaröðun pókerhanda.

Blindboð (e. Blind Bets)

Spilarar verða leggja út forfé (e. ante) í upphafi hvers leiks og verða leggja út blint boð sem er sama upphæð. Blinda boðið borgar út í mismunandi upphæðum m.v. styrkleika handarinnar þinnar, ef þú vinnur gjafarann, skv. töflunni hér fyrir neðan.

HöndGreiðir
Konungleg litaröð 500:1
Litaröð 50:1
Ferna 10:01
Fullt hús 03:01
Litur 1,5:1
Röð 1:1
Allt annað Boð er jafnt (skilað til spilara)

Leikboð (e. Play Bets)

Leikboð, eins og forfé, er greitt út 1:1, eða jafn peningur. Ef þú vinnur eftir að hafa lagt út leikboð sem er x4 forféð, t.d., færðu greitt 1:1 á leikboðið (jafnt x4 forféð).

Þrennubónusboð (e. Trips Bonus Bets)

Trips bónusboð gefur eftirfarandi útborganir, ef spilarinn nær þrennu eða betra. Athugaðu að þú þarft að vinna gjafarann til að fá greitt fyrir Trips bónusboð.

HöndGreiðir
Konungleg litaröð 50:1
Litaröð 40:1
Ferna 30:1
Fullt hús 8:1
Litur 7:1
Röð 4:1
Þrenna 3:1

Hafðu samband við þjónustuliðið ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú spilar Live Ultimate Texas Hold'em.