Spila rúllettu á netinu

Þökk sé rúllettunni okkar þá þarftu ekki að fara út fyrir hússins dyr til að njóta spennunnar, hasarsins og þeirrar einstöku skemmtunar sem leikur í rúllettu býður upp á. Spilaðu frá undir einum dal og upplifðu rúllettuleiki fyrir raunverulega peninga í einspilara- og fjölspilaraútgáfum og á borðunum okkar í Double Ball og Live Casino!

Grunnreglur og boðtakmörk

Í rúllettu hefur hjólið 37 vasa, númeraða frá núlli og upp í 36. Þú getur slegið saman hvaða boðum/veðmálum sem er, bæði á einstök númer eða hópa þeirra og þessi boð eru svo sett á þann hluta borðsins sem kallaður er innri hlutinn (e. inside section).

Á ytri hlutanum (e. outside section) getur þú lagt undir á margs konar pör af mögulegum boðum, sem hvert nær yfir 18 tölur. Frá háum til lágra talna, jafnra og sléttra og rauðra og svartra, þá eru ýmsir möguleikar í boði.

Á ýmsum stöðum rúllettuborðsins geturðu líka valið á milli sex ólíkra 12 talna boða, eða dálka og tylftarboð (e. column & dozen bets), sem og ólík sett af 17 talna boðum.

Til að fræðast nánar um hvernig á að spila leikinn skaltu vinsamlegast kíkja á síðuna okkar um rúllettureglur og ekki gleyma að leikpeningaborðin (e. Play Money) okkar eru frábær staður til að læra rúllettu ókeypis.

Svona spilarðu rúllettu

Þegar þú færð boð um slíkt geturðu lagt undir öll boðin þín fyrir næstu umferð af rúllettu. Eftir að þú hefur lagt boðin út sýnir rúllettuborðið allt að 10 hæstu mögulegu útborganir sem eru í boði í þeirri umferð, miðað við þær tölur sem þú hefur valið.

Á meðan leikur stendur yfir mun úrslitadálkurinn einnig sýna söguna yfir nýjustu vinningstölurnar, á meðan heitar og kaldar tölur (þær sem koma upp oft eða sjaldnar) verða líka skráðar, sem og hlutfallið af rauðum/svörtum og odda-/sléttum tölum.

Ofantalin úrslit er ekki hægt að nota til að spá fyrir um úrslit í framtíðinni, en þau gefa þér upplýsingar um síðustu leiki sem gætu svo, eða ekki, haft áhrif á valið þitt.

Til að fá nánari upplýsingar um hvernig á að spila leikinn skaltu vinsamlegast kíkja á síðuna okkar um rúllettureglur.

Þú getur líka spilað rúllettu og blackjack-leiki í iOS eða Android snjalltækinu þínu, með því að nota Mobile-appið.

Rúllettuleikir

Njóttu spennunnar og hasarsins í rúllettu heima í sófa. Með ýmsar útgáfur af rúllettu í boði er klárt að þú finnur eina sem hentar þér fullkomlega. Veldu á milli þess að spila klassíska rúllettu og lifandi rúllettu. Byrjaðu að spila með leikpeningum og þegar þú ert orðinn nógu öruggur í leiknum geturðu byrjað að spila fyrir raunverulega peninga í ein- og fjölspilaraútgáfum.

Roulette Guide

Leiðbeiningar fyrir rúllettu

Rúlletta hefur um aldir boðið kasínóspilurum upp á glysið og spennuna sem fylgir Las Vegas í dag með því einu að snúa hjólinu. Það er tiltölulega einfalt að skilja þennan leik, en hann finnst í nær öllum spilahöllum á netinu og á landi og hér sérðu leiðbeiningar okkar fyrir rúllettu.

Rúlletta (roulette) þýðir á frönsku lítið hjól og áður en þú byrjar er mikilvægt að skilja virkni rúllettuhjólsins og borðsins. Á hjólinu eru 37 tölur, 0-36. í amerískri rúllettu eru 38 tölur, 0-36 og svo er einnig aukahólf fyrir 00.

Áður en boltinn lendir á hjólinu verður þú að leggja út boð (e. bet) á borðið. Það eru fjölmörg boð sem er hægt að gera í rúllettu og öll boð sem eru lögð undir eru í gildi um leið og hjólið fer að snúast.

Um leið og hjólið stoppar og boltinn lendir í númeruðum vasa mun croupierinn (gjafarinn) greiða út til spilaranna við borðið sem hafa valið rétta tölu í réttum hlutföllum. Að því loknu byrjar næsta umferð og leikurinn heldur eins áfram í hverri umferð.

Tegund veðmáls/boða

Í Rúllettu eru ýmiskonar veðmál sem þú getur lagt undir á. Það eru ekki nein takmörk á því að þú haldir þig við eina tegund boðs/veðmáls eins og í mörgum öðrum borðleikjum.

Straight Up – Einfalt boð á einhverja tölu á rúllettuborðinu.

Split – Boð á tvær tölur í einu. Leggðu spilapeninginn þinn á milli tveggja talna og ef boltinn lendir á annarri hvorri tölunni vinnurðu m.v. líkurnar 17:1. 

Street – Boð á stræti er þegar þú veðjar á þrjár tölur í einu sem liggja allar í röð á töluhluta rúllettuborðsins. Stræti sem vinnur er greitt út m.v. 11:1.

Corner – Hornið er líka kallað Ferningsboð eða veðjað á Box með fjórum, og þetta boð er lagt á blokk fjögurra talna á töluhlutanum. Þú verður að leggja spilapeninginn þinn á hornið þar sem allar tölurnar mætast til að veðmálið sé gilt. Vinningsboð eru greidd út m.v. 8:1.

Six Line – Í hnotskurn eru þetta tvö Strætisveðmál í einu. Sexlínuboð er veðmál á tvö samliggjandi stræti. Hægt er að leggja undir á það með því að setja spilapeningana á gatnamót strætanna og líkurnar eru 5:1.

Five Number – eða Körfuboð, er aðeins hægt að spila í amerískri rúllettu. Þetta er sjaldgæft veðmál en það felur í sér að boð er lagt á báða núllvasana (0, 00) og 1, 2 og 3. Spilapeningurinn þinn verður að liggja á barmi línunnar sem liggur á milli núllvasanna og svo 1, 2 og 3.

Neighbour Bet – Nágrannaboð, þarna leggurðu undir boð á fimm tölur sem liggja allar hlið við hlið á hjólinu í stað borðsins, t.d. 15, 34, 22, 5 og 17. Þetta er betur þekkt undir nafninu 22 Neighbour Bet í amerískri rúllettu.

First 12 – Fyrstu 12, boð sem nær yfir fyrstu 12 tölurnar á rúllettuborðinu (1-12). Það er hægt að leggja undir á þetta á "1st 12" hluta borðsins.

Second 12 – Aðrir 12, boð sem nær yfir aðrar 12 tölurnar á rúllettuborðinu (13-24). Það er hægt að leggja undir á þetta á "2nd 12" hluta borðsins.

Third 12 – boð sem nær yfir þriðju 12 tölurnar á rúllettuborðinu (25-36). Það er hægt að leggja undir á þetta á "3rd 12" hluta borðsins.

1-18 – Er eins og þarna stendur, boð sem er lagt undir á tölurnar 1 til 18 á þar til gerðum hluta rúllettuborðsins.

19-36 – Er eins og þarna stendur, boð sem er lagt undir á tölurnar 19 til 36 á þar til gerðum hluta rúllettuborðsins.

Even - Boð sem lagt er undir á allar sléttar tölur á borðinu. "Even" liggur við hliðina á "Red" á borðinu.

Odd – Boð sem lagt er undir á allar oddatölur á borðinu. "Odd" liggur við hliðina á "Black" á borðinu.

Black – Boð sem lagt er undir á allar svartar tölur á borðinu. Þú getur lagt undir á þetta með því að setja spilapeninga í hlutann sem er merktur "Black" á borðinu.

Red – Boð sem lagt er undir á allar rauðar tölur á borðinu. Þú getur lagt undir á þetta með því að setja spilapeninga í hlutann sem er merktur "Red" á borðinu.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um rúllettu skaltu hafa samband við þjónustuborð.

Sækja appið

Sækja appið

Spilaðu Casino-leiki á flakkinu með appinu, sem er hægt að sækja fyrir iOS og Android.

Instant bónus í Casino

Casino Games FAQ

Kíktu á síðuna um Instant bónus í Casino til að sjá hvernig Instant bónusinn þinn virkar og hvernig þú átt að nota hann.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn í fyrsta sinn í raunverulegum peningum og byrjaðu að spila núna. Innlegg eru fljót og örugg.