Rúllettureglur

Rúlletta hefur verið spilað í einhvers konar útgáfu í aldaraðir. Hið víðfræga hjól er talið að hafi upprunalega haft allt niður í 31 tölu, þó að það innihaldi nú venjulega annað hvort 37 (í Evrópu) eða 38 (í Bandaríkjunum), sem þýðir að líkurnar á árangri eru misjafnar allt eftir því hvaða afbrigði þú ert að spila. Þróun leiksins hefur svo gert það að verkum að það er nú einn þekktasti þátturinn í nútíma spilahöllum um allan heim.

Yfirlit

Hjólið í evrópskri rúllettu er með 37 vasa, númeraða frá núlli og upp í 36. Þetta þýðir að spilurum er boðið upp á betri líkur en á öðrum rúllettuborðum, eins og því ameríska, sem eru með fleiri vasa.

Tveir aðalhlutar borðsins þar sem boðin eru lögð undir eru kallaðir innri hlutinn og ytri hlutinn (e. inside section & ourside section). Hvor hluti býður upp á margar ólíkar leiðir til að leggja undir.

Innri hlutinn býður upp á boð (e. bet) á einstakar tölur sem eru nálægar hverri annarri á útliti borðsins, eða upp á talnahópa upp í sex tölur.

Ytri hlutinn inniheldur boð í pörum fyrir rauðar og svartar tölur, háar eða lágar og jafnar eða sléttar (en hvert þessara nær yfir 18 tölur). Þú getur líka lagt undir á sex ólíkar 12-tölur (þrjú þessara boða eru kölluð dálkar og þrjú kölluð tylftir (e. column & dozen bet)).

Þessu til viðbótar, þá eru hópar boða sem innihalda sjö til 17 tölur, staðsettar á ólíkum hlutum hjólsins. Þetta er allt hægt að veðja á með einum einföldum smelli á brautina (e. racetrack), þann hluta rúllettuborðsins sem líkist hjólinu sjálfu og í þeirri röð sem númerin er sýnd, frekar en í númeraröð eða á aðal boðfletinum (e. main betting layout).

Leikurinn og reglur leiksins

Eftir að hafa sest við borð þá þarf hver spilari að velja lit á spilapeningana sem hann vill nota á meðan spilalotan hans stendur yfir. Þú getur svo á einfaldan hátt valið verðmæti spilapeninganna sem þú notar til að leggja undir, og breytt tölunni sem þú notar í hvert sinn á hverjum boðfleti fyrir sig.

Fyrir byrjendur gæti rúlletta virst nokkuð ruglandi, því það er hægt að leggja undir á svo marga vegu. En í rauninni eru boðreglurnar einfaldar og það er hægt að taka þær allar saman í eftirfarandi:

Þegar þú leggur undir á innri og ytri fleti, þá getur þú lagt undir á hvaða tölu eða samsetningu talna sem er. Mundu að hvert boð á ytri hlutanum verður að vera að lágmarki sú upphæð sem er lágmark borðsins; sama regla gildir svo um heildarupphæðina sem er lögð undir á innri hlutanum. Mundu líka að hvert boð er algjörlega óháð öðru, þegar kemur að lágmarki borðsins.

Fyrir hvert boð sem vinnur er upphaflega boðið sem þú lagðir undir greitt aftur á reikninginn þinn, plús útborgunin sem þú færð miðað við upphæð bitans (e. stake) og eftir borðlíkunum (e. table odds - skráð hér neðan) Boð sem tapar er tapað fé.

PokerStars heldur sjálfkrafa utan um allar upphæðirnar sem eru lagðar undir, og ekki er hægt að leggja undir nein boð sem eru undir lágmarki borðsins. Ef upphæðin sem þú hefur valið er undir lágmarkinu sem má leggja undir, þá mun fyrsti smellurinn sem þú smellir á borðið leggja út fyrir þig lágmarksboð.

Hugbúnaðurinn ber sjálfkrafa kennsl á að boð á innri hluta leggjast saman, svo að hægt er að leggja boð á innri hlutann þar til lágmarki borðsins er náð. Ef það næst ekki, þá munu boð sem eru undir lágmarkinu verða fjarlægð af borðinu á meðan hjólið er að snúast (eftir að tíminn sem þú hefur til að leggja undir er liðinn).

Þegar þú spilar á fjölspilaraborði geta öll boð annað hvort unnið eða tapað eftir að tíminn til að leggja undir boð er liðinn. Á einspilaraborðum munu boð ekki verða tekin til greina sem virk fyrr en búið er að staðfesta þau og búið er að smella á Spin hnappinn.

Útborgun á innri boð – Rúlletta
Nafn boðsTölur undirLíkindi á útborgun
Beint upp 1 35 til 1
Splitta 2 17 til 1
Stræti 3 11 til 1
Horn 4 8 til 1
Lína 6 5 til 1
Útborgun á ytri boð – Rúlletta
Nafn boðsTölur undirLíkindi á útborgun
Rautt 18 1 til 1
Svart 18 1 til 1
Odda 18 1 til 1
Slétt 18 1 til 1
Lágt (1-18) 18 1 til 1
Hátt (19-36) 18 1 til 1
1., 2. eða 3. tylft 12 2 til 1
1., 2. eða 3. dálkur 12 2 til 1

Splittuð eða brautarboð

Til viðbótar við innri og ytri hlutana, þá er líka hægt að leggja boð undir á brautarhluta (e. racetrack) borðsins. Þessi hluti rúllettuborðsins er lagður upp þannig að hann sýnir raunverulega röð talnanna eins og þær eru á hjólinu sjálfu. Smelltu á eina töluna til að setja spilapeninga þar, plús á nærliggjandi tölur til beggja hliða (líka kallað nágrannar).

Brautina er líka hægt að nota til að leggja undir fernskonar önnur sérstök boð, sem hvert leggur sjálfkrafa undir spilapeninga á fleiri staði á borðið, eins og er sýnt í töflunni hér á eftir.

Nafn boðsKostnaður í spilapeningumTölur undirDreifing
Voisins du Zero Níu spilapeningar 17 0/2/3 (tveir spilapen.), 4/7, 12/15, 18/21, 19/22, 25/26/28/29 (tveir spilapen.), 32/35
Tiers du Cylindre Sex spilapeningar 12 5/8, 10/11, 13/16, 23/24, 27/30, 33/36
Orphelins en Plein Átta spilapeningar 8 1, 6, 9, 14, 17, 20, 31, 34
Zero
Fjórir spilapeningar 7 0/3, 12/15, 26, 32/35

Hægt er að leggja undir hliðstæð tveggja-tölu boð (splitt) af sama lit á aðalfletinum (þ.e. rautt eða svart) í einni hreyfingu með því að nota takkana fyrir splittboð sem eru nálægt brautarhluta borðsins

Rautt splitt (fjögur veðmál)Svart splitt (sjö veðmál)
9/12 8/11
16/19 10/11
18/21 10/13
27/30 17/20

26/29

28/29

28/31

Boðtakmörk

Samkvæmt venju í flestum nútíma spilahöllum um allan heim, þá eru ýmiskonar takmörk á boð á rúllettuborðum, allt eftir því hvort þau ná yfir boð á inni eða ytri hluta borðanna.

Hámarkið á boð á ytri hluta sem er sýnt við hvert borð sýnir hæstu upphæðina sem er hægt að setja undir á hvern og einn (eða alla) ytri hluta boðsvæðisins. Það er ekkert samtals hámarksboð.

Hámarkið á boð á innri hlutanum vísar svo til upphæðarinnar sem er leyfilegt að setja undir á hverja einstöku tölu (eða beint up/straight-up).

Allar aðrar gerðir boða á innri hluta (t.d. splitt, lína, stræti o.þ.h.) eru hvert fyrir sig með sitt eigið hámarksboð, sem er í hlutfalli við hámarkið á beint-upp boð borðsins. Taflan hér að neðan sýnir samhengið á milli hámarksboða miðað við stöðu á borðinu, sem er svo fylgt eftir með dæmum með raunverulegum tölum.

NafnTölur undirHámarksboð
Beint upp 1 $25
Splitta 2 $50
Stræti 3 $75
Horn 4 $100
Lína 6 $150

Til dæmis, á borði með að hámarki $25 beint upp boði, þá er hægt að setja allt að 40 spilapeninga á eða við tölu sem er í miðjudálkinum á borðinu, eins og t.d. 17 (eitt beint upp (1), fjögur splitt (8), eitt stræti (3), fjögur horn (16) og tvær sex-línur (12) boð), sem samtals gera þá $1.000.

Í þessu dæmi myndi það að hitta á 17 þá borga út að hámarki 392 spilapeninga ($9.800 ef hver spilapeningur er $25), plús upprunalega boðið upp á 40 spilapeninga sem var lagt undir ($1.000).

Aukinn hlutur hússins

Rúllettuleikir eru með líkur húsinu í hag (reiknað sem hlutfall af muninum á milli raunverulegra líkinda og líkinda á útborgun) upp á 2,70%.

Fjölspilaraborð

Fjölspilaraborð PokerStars bjóða þér og vinum þínum tækifæri á að spila saman og njóta spennunnar sem fylgir því að spila í félagsskap við aðra. Alveg eins og í raunverulegum spilahöllum í raunheimum, þá bjóða fjölspilaraborðin spilun á netinu í gagnvirka upplifun.

Þú getur líka spilað Live Rúllettu gegn raunverulegum gjöfurum í Live Casino hjá okkur. Athugaðu að Live Rúlletta hefur sínar eigin reglur - sjá hér til að skoða nánar.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um Rúllettuleiki á PokerStars, hafðu þá samband við þjónustuliðið.

PokerStars Casino App

PokerStars Casino App

Spilaðu PokerStars Casino leiki á flakkinu með appinu, sem er hægt að sækja fyrir iOS og Android.

Instant bónus í Casino

Casino Games FAQ

Kíktu á síðuna um Instant bónus í Casino til að sjá hvernig Instant bónusinn þinn virkar og hvernig þú átt að nota hann.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.