Stars Genie

Viltu aðstoð við að spila spilakassa á netinu?

Lærðu hvernig þú spilar í netspilakössum með einfalda leiðarvísinum okkar. Kynntu þér öll smáatriðin, hvað villt- og dreifitákn, uppsafnaðir gullpottar og 243 vinningsleiðir þýða og fleira. Lesa núna.

Loksins, eftir að hafa verið vandlega lokuð inni í margar aldir af einmanna nóttum, er Stars Genie frelsuð úr gulllampanum sínum. Fyrsta verkefnið hennar? Ekki að veita þér óskir, heldur að veita þér tækifærið til að fá ríkidæmi fjögurra risastórra gullpotta!

Láttu fljúga þér á brott á töfrateppi inn í nýjan og töfrandi heim sem er innblásinn af Arabíunóttum og spilaðu um tækifærið þitt til að vinna frábært ríkidæmi. Með risastóran fjögurra þrepa uppsafnaðan gullpott (e. Progressive Jackpot), bónusleiki, frísnúninga og margt fleira, er ljóst að þú hefur aldrei séð annan eins spilakassa.

Litríkur, lifandi og heillandi eru allt orð sem hafa verið notuð til að lýsa töfrandi konungsdæminu sem Stars Genie gerist í og hvert tákn bætir svo enn frekar við heillandi sýninguna. Frá blikandi ljósum kastalans og flugelda í bakgrunninum, páfagauki sem breiðir úr vængjunum og ýmissa eðalsteina og gimsteinsskreyttra A, K, Q, J, 10 tákna – lítur þessi fimm hjóla spilakassi með 15 vinningslínum út eins og hann sé málið.

Allt þetta er svo toppað með goðsagnakenndum gulllampa, sem í þessum spilakassa táknar villt og kemur í staðinn fyrir öll önnur tákn (nema dreifitákn og bónus) til að hjálpa til við að mynda vinningssamsetningar.

En stjarnan – eða ættum við að segja stjörnurnar – í sýningunni eru karlandi og kvenandi, sem þýðir að þú getur látið þig hlakka til tvöfalds fjölda af óskum!

Frú Genie er dreifitákn leiksins og ef hún birtist þrisvar, fjórum eða fimm sinnum einhvers staðar á hjólunum veitir hún þér handahófskenndan fjölda frísnúninga:

DreifitáknFrísnúningar
3 11-15
4 14-17
5 16-20

Herra Genie ræsir bónusinn í spilakassanum ef hann birtist þrisvar sinnum einhvers staðar á hjólum eitt, þrjú eða fimm. Þú þarft að velja eina af þremur dyrum til að fara inn í höllina og vinna bónusverðlaun! En auðvitað er enginn spilakassi með andaþema fullkominn nema hann sé með fleiri lampa. Þú velur þá einn af fimm lömpum til að fá að sjá bónusmargfaldarann þinn upp að 20x!

Síðast en ekki síst bíður þín konunglegur fjögurra þrepa uppsafnaður gullpottur (e. Progressive Jackpot) sem gæti unnist eftir hvaða snúning sem er. Ef þú ræsir umferðina með uppsafnaða gullpottinum færðu að velja úr 20 peningatáknum, þar sem hverju þeirra er snúið og það sýnir Mini, Midi, Super eða Mega Jackpot-tákn. Fáðu þrjú eins til að vinna þann gullpott sem táknið tilheyrir.

Hversu mikið geturðu unnið?

Hámarksvinningur úr einum snúningi í grunnleiknum er einn fjögurra – Mini, Midi, Super og Mega – uppsafnaðra gullpotta, sem allir eru mismunandi og stækka stöðugt.

Heildaryfirlit: Hver ætti að spila Stars Genie?

Ef þú ert aðdáandi Arabíunátta eða heillaður af Aladdín er Stars Genie eitthvað handa þér. Ekki aðeins er hann með einhverja bestu grafík og hreyfimyndagerð sem sést hefur í spilakassa með uppsöfnuðum gullpottum, heldur á bónusleikurinn og frísnúningarnir eftir að fá þig til að nudda höndunum saman.

Vissirðu að þú getur spilað Stars Genie fyrir raunverulega peninga, eða prófað hann ókeypis í leikpeningaútgáfunni okkar – smelltu hér til að velja hvaða útgáfu þú vilt.

Eiginleikar Stars Genie

Vinningslínur: 15
Hjól: Fimm
Dreifitákn: Dreifitákn
Villt tákn: Wild
Bónusleikir: Genie-bónus, frísnúningar, uppsafnaður gullpottur
Útgefandi: The Stars Group

Kíktu hér til að skoða fleiri frábæra spilakassa.

Sækja appið

Sækja appið

Spilaðu Casino-leiki á flakkinu með appinu, sem er hægt að sækja fyrir iOS og Android.

Instant bónus í Casino

Casino Games FAQ

Kíktu á síðuna um Instant bónus í Casino til að sjá hvernig Instant bónusinn þinn virkar og hvernig þú átt að nota hann.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn í fyrsta sinn í raunverulegum peningum og byrjaðu að spila núna. Innlegg eru fljót og örugg.