Spila Swap the Flop

Swap the Flop svipar til Heads-Up Hold’em, en með smá snúningi. í Swap the Flop keppirðu við gjafarann til að sjá hvor nær bestu fimm spila höndinni, en átt möguleika á að skipta út sameignarspilunum (e. community cards) til að fá betri hönd.

Grunnreglur og boð/veðmál

Swap the Flop notast við einn hefðbundinn 52 spila stokk. Spilarar byrja á að leggja út Swap Bet (skiptiboð). Því til viðbótar getur spilarinn líka lagt undir á valfrjálst hliðarboð, kallað Bónusboð.

Spilarinn fær gefin tvö spil og gjafarinn fær gefin tvö spil, á grúfu. Þá eru þrjú sameignarspil gefin og spilarinn á möguleika á að spila, eða hann má líka velja að skipta (e. swap) sameignarspilunum þremur. Ef spilarinn velur að skipta, er ekki hægt að bjóða neitt meira og skiptin sýna þá líka síðustu tvö sameignarspilin (fléttuna og fljótið). Þetta þýðir að nú eru komin fimm sameignarspil sem allir sjá í borði. Spilarinn og gjafarinn geta notað hvaða samsetningu sem er af holuspilunum sínum tveim og fimm sameignarspilunum til að sjá hvor hefur bestu höndina.

Gjafarinn þarf að fá að lágmarki gosapar eða betra til að höndin hans sé gild. Ef spilarinn vinnur hönd gjafarans og hönd gjafarans er ekki gild fær spilarinn 1:1 af forfénu (e. ante) og 1:1 af boðinu (e. bet). Ante Bet taflan fyrir neðan gildir hvort sem hönd gjafarans er gild eða ekki (gildir um allar hendur).

Skiptiboðið (e. Swap Bet) þitt skiptist í 25% forfé og 75% boð. Vinningsboð eru greidd út eftir virði handarinnar, eins og sýnt hér neðar.

Ante Bet greiðslutafla: Náðu lit (e. flush) eða betra til að fá Ante Bonus óháð hönd gjafarans.

HöndGreiðir
Konungleg litaröð 200x
Litaröð 100x
Ferna 10x
Fullt hús 5x
Litur 4x
HöndGreiðir
AA 30x
KK 20x
QQ 15x
JJ 10x
22-TT 5x
Ás 3x

Athugið: Swap the Flop er Casino-leikur og sem slíkur er hann gjörólíkur Texas Hold'em pókerleikjunum okkar. Kíktu hér til að skoða nánar allt úrvalið okkar af pókerleikjum.

Fræðilegt vinningshlutfall spilara (e. return to player - RTP) í Swap the Flop er eftirfarandi:

Swap Bet: 97,97%

Skiptiboðið (e. Swap Bet) þitt skiptist í 25% forfé og 75% boð.

Bónusboð: 97,74%

Hafðu samband við þjónustuborð ef þú hefur einhverjar spurningar um Swap the flop.

PokerStars Casino App

PokerStars Casino App

Spilaðu PokerStars Casino leiki á flakkinu með appinu, sem er hægt að sækja fyrir iOS og Android.

Instant bónus í Casino

Casino Games FAQ

Kíktu á síðuna um Instant bónus í Casino til að sjá hvernig Instant bónusinn þinn virkar og hvernig þú átt að nota hann.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.