Sagan af blackjack

Blackjack Frægðarhöllin

Árið 2002 sannfærði Max Rubin Barona Casino í Lakeside, Kaliforníu í Bandaríkjunum, að setja á fót Frægðarhöll blackjacksins, Blackjack Hall of Fame. Á milli 2003 og 2015 hafa 20 verið teknir inn í Frægðarhöllina í blackjack (þar á meðal einn hópur fjögurra einstaklinga árið 2008, sjá Four Horsemen of Aberdeen). Það er þversagnarkennt að vera vígður inn í Frægðarhöll blackjacksins: það er mikilverðasti heiður sem hægt er að hljóta í blackjack en hann gengur þvert á markmið flestra atvinnuspilara í blackjack sem er að halda áfram að vera óþekktur. Bestu ítarlegu lýsinguna á þeim afrekum sem meðlimir í Fægðarhöllinni hafa náð er að finna á Arnold Snyder's  Blackjack Forum Online. Útgáfudagar bóka vísa til upphaflegrar útgáfu.

Al Francesco (2003) – Frumkvöðull liðsspilunar.

Peter Griffin (2003) – Stærðfræðingur sem fór fremstur í að þróa aðferðir fyrir spilatalningakerfi. Höfundur Theory of Blackjack (1979).

Tommy Hyland (2003) – Mikilsvirtur atvinnuspilari í blackjack og goðsagnakenndur liðsspilari í blackjack.

Arnold Snyder (2003) – Mikilsvirtur atvinnuspilari í blackjack og höfundur fjölmargra áhrifamikilla bóka og greina, sem og helsta viskubrunns blackjacksamfélagsins, Arnold Snyder's Blackjack Forum Online.

Edward O. Thorp (2003) – Þekktur um allan heim sem faðir spilatalningaaðferðarinnar. Útgáfur hans af Beat the Dealer (1962) voru metsölurit sem lýstu grunnaðferðum og aðferðum til að telja spil. Hann þróaði sín kerfi sem prófessor við Massachusetts Institute of Technology (MIT) og bækur hans lýsa upphaflegum tilraunum hans til að nota tölvuprófuðu kerfin hans við spilahallaraðstæður. Frægð hans reis hæst upp úr 1960 en þó hugsar spilahallaiðnaðurinn um hann af tortryggni og hann er talinn hafa haft áhrif á varanlega aukningu í vinsældum blackjacksins.

Ken Uston (2003) – Framúrskarandi atvinnuspilari í blackjack og höfundur. Bókin hans The Big Player (1977) sýndi almenningi spilahallaævintýri hans sem atvinnumanns í að telja spil og liðsspilara í blackjack.

Stanford Wong (2003) – Frábær atvinnuspilari í blackjack, greinandi og höfundur. Bókin hans, Professional Blackjack (1975), hafði skv. Arnold Snyder, "djúpstæð áhrif á alvöru spilara þar sem hún færði spilateljurum auðvelda en öfluga aðferð til að gera atlögu að fjögurra stokka skóleikjum sem höfðu þá tekið yfir Las Vegas. Margir atvinnumenn hugsa enn til tækifæranna til að telja spil sem "fyrir-Wong" og "eftir-Wong"."

Max Rubin (2004) – Stofnandi Blackjack Hall of Fame og stofnandi og gestgjafi hins árlega Blackjack Ball. Frumkvöðull í aðferðum fyrir liðsspilun. Höfundur Comp City (1994).

Keith Taft (2004) – Uppfinningamaður og frumkvöðull tölvutækja fyrir blackjack, áratugum áður en hugtakið um "klæðilegar tölvur" varð til.

Julian Braun (2005) – Stærðfræðingur og tölvuverkfræðingur en forrit hans voru notuð til að þróa leiðandi spilatalningakerfi í fyrstu kynslóð tölvualdarinnar. Samkvæmt því sem kemur fram hjá Arnold Snyder's Blackjack Forum Online, meðlimi Frægðarhallarinnar í blackjack, voru "Tölvukerfi hans notuð til að þróa öll kerfi Lawrence Revere, sem og Hi-Opt kerfin. Af "fyrir Stanford Wong" atvinnuspilurum (atvinnumennirnir sem spiluðu áður en fyrsta útgáfan af Professional Blackjack bók Wongs kom út árið 1975), voru flestir að nota annað hvort Thorp's Ten Count, Thorp's Hi-Lo, Hi-Opt I, Hi-Opt II, Revere's Point Count, Revere's +/-, eða Revere's Advanced Point Count. Þetta voru vinsælustu kerfin í notkun í um tíu ár og þau sem höfuð verið greind hvar víðast og kerfi Julians Brown voru notuð til þess að þróa þau öll." Höfundur How to Play Winning Blackjack (1980).

Lawrence Revere (2005) – Framsýnn höfundur (Playing Blackjack as a Business (1969)) og þróari spilatalningakerfa.

James Grosjean (2006) – Atvinnuspilari í blackjack af bestu sort. Uppselda upplagið hans af Beyond Counting (2000) selst fyrir a.m.k. $2.000 hvert eintak. Einkaútgefna útgáfan hans, ítarlegri útgáfa (líka kölluð Exhibit CAA, eftir sýningarnúmerinu á upprunalegu bókinni í dómsmálinu sem hann vann gegn fjölmörgum spilahöllum) er aðeins selt til þess fólks sem höfundurinn þekkir persónulega. Það er talin vera háþróaðasti leiðarvísirinn að því hvernig á að spila blackjack.

John Chang (2007) – Mikilsvirtur atvinnuspilari í blackjack og stjórnandi blackjackliða MIT.

Four Horsemen of Aberdeen (2008) – Roger Baldwin, Wilbert Cantey, Herbert Maisel og James McDermott. Árin 1956 og 1957 gáfu þeir út fyrstu nákvæmu grunnaðferðafræðina. Þetta var mikill áfangi í sögu blackjacksins, grunnur að aðferðum og kerfum og ótrúlegt afrek á sviði stærðfræðinnar því hún var unnin með því sem svarar til borðreiknivéla. Samhöfundur Playing Blackjack to Win(1957).

Richard W. Munchkin (2009) – Mikilsvirtur atvinnuspilari í blackjack, höfundur og greinandi. Höfundur Gambling Wizards (2002).

James Grosjean (2010) – Atvinnuspilari í blackjack af bestu sort.

Zeljko Ranogajec (2011) – Atvinnuspilari í blackjack af bestu sort. Hann telst til þeirra sem leggja hvað mest undir í spilahöllum heimsins og hann leggur reglulega undir á veðmál sem eru samtals yfir $1 milljarður á ári.

Ian Andersen (2012) – Framsýnn höfundur Turning the Tables on Las Vegas (1976) og Burning the Tables on Las Vegas (1999).

Robert Nersesian (2013) – Las Vegas, Nevada í Bandaríkjunum. Lögmaður sem kemur fram fyrir hönd kasínóspilara í stórum úrskurðum gegn spilahöllum.

Don Schlesinger (2014) – Víðast viðurkenndur sem greinandi í fremstu röð og höfundur blackjackkerfa og bóka þar sem þekktastar eru nokkrar útgáfur af Blackjack Attack (1997).

Hugtök fyrir grunnaðferðir í blackjack

Grunnaðferðir - Basic Strategy – Ákjósanlegasta aðferðin til að spila blackjack án þess að telja spil: hvenær á að fá spil, standa, tvöfalda, splitta, tryggja og gefast upp miðað við spil spilarans og það spil gjafarans sem sést. Roger Baldwin, Wilbert Cantey, Herbert Maisel og James McDermott (einni þekktir sem Four Horsemen of Aberdeen) sannreyndu fyrstu útgáfuna af grunnaðferðum árin 1956-1957 með borðreiknivélum. Grunnaðferðirnar taka mið af tilteknum aðstæðum m.v. reglur spilahallanna sem gilda um tvöfaldanir, splittun og hvort gjafarinn dregur spil eða stendur á mjúkum 17.

Spilatalning - Card Counting  – Ýmsar leiðir til að fylgjast með samsetningu spilaðra spila (og, þess vegna, spila sem eru eftir) í stokkum í blackjack eða í skónum sem er í notkun. Almenna kenningin sem myndar spilatalninguna, sem fyrir löngu hefur verið stærðfræðilega sönnuð, er að tiltölulega hátt hlutfall af ásum og spila með ígildi tíu (tíur, gosar, drottningar og kóngar) sem eru eftir eru hagstæðari fyrir spilarann. Grunntalning felur í sér að halda tölu á plús-mínus tölunni í hvert sinn sem spil með ígildi tíu birtist vs. þegar spil eins og þristur, fjarki, fimma eða sexa birtist. Spilatalningakerfi verða svo flóknari þegar þau taka til ása, dýpt stokka, mismunandi gilda tiltekinna spila og upphæða á boðum (e. bets). Markmið spilatalningakerfanna er að bera kennsl á það þegar stokkur eða skór er hagstæður eða óhagstæður og aðlaga þá upphæðir sem lagðar eru undir (og stundum grunnaðferðinni) til samræmis. Í reynd hefur sú aðferð að breyta boðupphæðum mjög róttækt takmarkandi áhrif vegna gruns spilahallanna um að spilin séu talin.

Liðsspilun - Team Play – Þegar hópar blackjackspilara hámarka hagstæðar aðstæður með því að fá spilara til að leggja undir lágar upphæðir og halda tölu á stöðunni á mörgum blackjackborðum spilahallarinnar í einu. Þegar samsetning óspilaðra spila er mjög hagstæð spilaranum í vil gefa þeir stórspilara merki sem færir sig á milli borða og leggur undir stór boð. Líkt og aðrar aðferðir sem reiða sig á talningu spila er blekkingin sem liðsspilun felur í sér fullkomlega lögleg en þó eru margar spilahallir sem gera margt til að draga úr slíkri hegðun.

Blackjack í bíómyndum og bókum

21 (kvikmynd, 2008) – Mynd sem byggir á bók Bens Mezrich, Bringing Down the House, skáldlegri útgáfu af reynslu blackjackliðs MIT.

Beat the Dealer (bók eftir Dr. Edward O. Thorp, fyrst gefin út árið 1962) – Metsölubók um grunnaðferðir í blackjack, talningu spila og reynslu Dr. Thorp af því að prófa akademískar kenningar sínar í spilahöllum þar sem hann, í fylgd reyndra kasínóspilara, gaf ráð og fjármagnaði rannsóknina.

The Big Player (bók eftir Ken Uston, 1977) – Fyrsta bókin sem sýnir almenningi leynilegan heim spilateljaranna og liðsspilunar í blackjack. Þar sameinast aðferðir og greiningar Ustons ævintýrum spilahallanna.

Bringing Down the House (bók eftir Ben Mezrich, 2002) – Metsölubók byggð á reynslu blackjackliðs MIT. Almennt ekki talin til skáldverka en hún inniheldur þó breytt nöfn, uppspunnin samtöl, samsettar persónur og viðburðalýsingum er breytt til að aðlaga þær sögugerðinni. Grunnurinn að kvikmyndinni 21.

The Hangover (kvikmynd, 2009) – Gamanmynd um steggjaveisluhelgi í Las Vegas. Inniheldur senu þar sem Alan (leikinn af Zach Galifianakis), andstætt sinni almennu gamansömu hegðun, spilar snilldarlega í blackjack, telur spil og vinnur stórt. 

Heat (kvikmynd, 1986) – Spennumynd með Burt Reynolds í aðalhlutverki sem lífvörður í Las Vegas. Þar sést Reynolds í nokkrum atriðum vinna og tapa stórt í blackjack. Byggð á skáldsögu og kvikmyndahandriti fræga handritshöfundarins William Goldman.

Rain Man (kvikmynd, 1988) – Verðlaunakvikmynd með þá Dustin Hoffman og Tom Cruise í aðalhlutverkum. Vann til fernra Óskarsverðlauna (e. Academy Awards) árið 1989: besta myndin, besta frumsamda handritið, besti leikstjórinn (Barry Levinson) og besti leikarinn (Hoffman). Sagan sýnir ferðalag tveggja bræðra þvert yfir landið, þar sem Hoffman er einhverft séní sem hefur verið lokaður inni á stofnun og Cruise er sjálfselskur, ruddalegur maður sem vissi ekki fyrir af tilvist þessa bróður síns. Þeir koma við í Las Vegas, gista á Caesars Palace og Raymond (persóna Hoffmans) notar stærðfræðigáfu sína og minnistækni til að vinna í blackjack.

Stærstu vinningarnir í sögu blackjack

Don Johnson, forstjóri fyrirtækis sem þróar tölvukeyrð veðhlaupakerfi, vann $15 milljónir í blackjack á tímabilinu frá desember 2010 til apríl 2011. Spilahallirnar sem töpuðu voru Tropicana ($6 milljónir), Borgata ($5 milljónir) og Caesars ($4 milljónir), öll í Atlantic City, New Jersey í Bandaríkjunum. Vegna þess hversu mikið hann var að leggja undir tókst honum að semja um hagstæðar spilaaðstæður við spilahallirnar: 20% afslátt af tapi, möguleika að að leggja undir allt að $100.000 á hverja hönd og að geta splittað og tvöfaldað allt að fjórum sinnum og skilyrði um að gjafarinn standi á mjúkum 17.

Kerry Packer, ástralskur fjölmiðlabarón og milljarðamæringur sem var þekktur sem King of the Whales (konungur hvalanna) í spilahöllum um allan heim á tíunda áratug síðustu aldar og þeim fyrsta á þessari. Sögurnar af stærstu sigrum hans og töpum eru vanalega óstaðfestanlegar nema í einstaka smáatriðum. Árið 1995 eða 1997 (eða mögulega bæði), náði hann í rosalegan vinning í blackjack í MGM Grand, Las Vegas, Nevada í Bandaríkjunum. Spilandi sex hendur á $200.000 (eða $250.000) hverja, vann hann á milli $20 og $40 milljónir. (Ein útgefin skýrsla sagði að þessi sigurganga hafi tekið 40 mínútur.) Velgengni hans í spilun í spilahöllunum hefur verið talin ein af ástæðum þess að Aspinall lokaði árið 1990. Eitt gamlárskvöld á 10. áratugnum í Las Vegas Hilton, vann hann $8-10 milljónir í blackjack sem tók svo stóran skerf af tekjum spilahallarinnar að það kostaði stjórnendurna sinn árlega bónus það árið. Hann var líka þekktur fyrir að gefa gríðarlega rausnarlegt þjórfé, sem hefur verið staðfest af stjórnendum spilahalla eftir andlát hans árið 2005. Hann gaf til að mynda þjórfé á The Mirage upp á $1 milljón. Í a.m.k. eitt annað skipti bað hann kokkteilþernu um að koma með það sem vantaði upp á til að greiða veðið af heimili hennar (sem reyndist vera $150.000) sem hann svo greiddi.

Staðreyndir af handahófi um blackjack

Aukin nafnleynd

Vegna þess gruns sem spilahallir varpa sjálfkrafa á atvinnuspilara í blackjack þá forðast blackjackspilarar sem vel gengur sviðsljósið og frægðina, sem er siður sem gerir það oft að verkum að illmögulegt getur reynst að staðfesta afrek þeirra - eða jafnvel hverjir þeir eru. Til dæmis er metsöluhöfundurinn og spilarinn Ian Andersen (Turning the Tables on Las Vegas, Burning the Tables on Las Vegas) algjörlega óþekktur. Í næstum 40 ár hefur hann notað dulnefni þegar hann skrifar. Mynd af honum hefur aldrei verið birt opinberlega. Jafnvel færustu atvinnuspilarar og "innherjar" í blackjacksamfélaginu hafa enga hugmynd um hvernig hann lítur út eða hvað hann heitir eða hvernig þeir geta haft samband við hann.

Kóngurinn í tippinu

Ástralski blackjackspilarinn og tipparinn Zeljko Ranogajec er talinn vera mesti kasínóspilari heims. Árlega leggur hann undir upphæð sem talin er nema um $1 milljarði.

Maðurinn sem (næstum) setti Atlantic City á hausinn

Don Johnson, forstjóri fyrirtækis sem þróar tölvukeyrð veðhlaupakerfi, vann $15 milljónir í blackjack á tímabilinu frá desember 2010 til apríl 2011. Spilahallirnar sem töpuðu voru Tropicana ($6 milljónir), Borgata ($5 milljónir) og Caesars ($4 milljónir), öll í Atlantic City, New Jersey í Bandaríkjunum. Vegna þess hversu mikið hann var að leggja undir tókst honum að semja um hagstæðar spilaaðstæður við spilahallirnar: 20% afslátt af tapi, möguleika að að leggja undir allt að $100.000 á hverja hönd og að geta splittað og tvöfaldað allt að fjórum sinnum og skilyrði um að gjafarinn standi á mjúkum 17.

Grosjean

James Grosjean, afburðafær atvinnuspilari í blackjack og kenningasmiður er ein eftirsóttasta auðlindin í útgáfubransanum. Eina bók hans, Beyond Counting(2000), selst fyrir a.m.k. $2.000 hvert eintak til bókasafnara. Hann gaf svo síðar út mikið útfærða útgáfu af bókinni, sem gengur einnig undir titlinum Exhibit CAA, eftir sönnunnargagnsnúmeri upprunalegu bókarinnar í dómsmáli sem hann vann gegn nokkrum spilahöllum. Hann, að sögn, selur hana aðeins til fólks sem hann þekkir persónulega eða hefur verið kynnt fyrir honum af þeim sem hann treystir.

Blackjack Ball

Síðan 1997 hefur Max Rubin haldið árlegt Blackjackball. Það fer fram á leynilegum stað og þar hittast úrvalsspilarar heimsins í blackjack í eina kvöldstund til að spjalla saman og keppa, ásamt því sem nýir meðlimir eru valdir í Blackjack Hall of Fame (Frægðarhöll blackjacksins). (Myndatökur eru ekki leyfðar) Gestirnir keppa í flókinni röð prófa sem reyna á tæknikunnáttu, hæfni í spilatalningu, flóknar aðferðir og sögu og almennan fróðleik í keppni um hinn eftirsótta Grosjean Cup Verðlaunin fengu það nafn eftir að Frægðarhallarmeðlimurinn í blackjack James Grosjean vann viðburðinn þrisvar sinnum og var eftir það bönnuð frekari þátttaka í keppninni. Önnur verðlaun eru kölluð Munchkin-verðlaunin, eftir Richard Munchkin sem er í Frægðarhöll blackjacksins, sem endaði annar í keppninni þrisvar sinnum áður, svo hann, líka, fékk ekki að keppa oftar með.

Blackjacklið MIT

Þetta er tæknilega rangnefni. Það voru nokkur blackjacklið í MIT og þau voru öll almennt ekki skipuð nemendum í MIT. (Flestir háskólanemar á grunnstigi í Bandaríkjunum eru of ungir til að spila löglega í spilahöllum í Bandaríkjunum). Á tímabili sem nær yfir nokkur ár voru mörg mismunandi lið (stundum á sama tíma, stundum algjörlega ómeðvituð um tilurð hvers annars) blackjackspilara stofnuð á svæðinu við Boston, Massachusetts. Vegna þess aga og greindar sem þarf til þess að skipuleggja og starfrækja blackjacklið voru margir stjórnendur og upprunalegir liðsmenn útskriftarnemendur MIT eða fyrrum nemendur. Óformlegar leiðir við liðssöfnun leiddu til þátttöku annarra útskriftar- eða fyrrum nemenda.

Sækja appið

Sækja appið

Spilaðu Casino-leiki á flakkinu með appinu, sem er hægt að sækja fyrir iOS og Android.

Instant bónus í Casino

Casino Games FAQ

Kíktu á síðuna um Instant bónus í Casino til að sjá hvernig Instant bónusinn þinn virkar og hvernig þú átt að nota hann.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn í fyrsta sinn í raunverulegum peningum og byrjaðu að spila núna. Innlegg eru fljót og örugg.