Kasínómenning

2-01-roundsign.jpg

Um allan heim grípur orðið „casino“ augað strax. Á Ítalíu, þaðan sem hugtakið kemur upphaflega, er það casinó. Í Þýskalandi, Svíþjóð og Finnlandi er það kasino. Í Póllandi er það kasyno. Í Portúgal er það casino. Í Rúmeníu er það cazinou. Um allan heim er það þekkt sem staður þar sem fólk safnast saman til að leggja undir peninga á leiki.

Í ítölskum og latneskum rótum þess merkir orðið „casino“ lítið hús, af rótinni „casa-“ (hús) og viðskeytinu „-ino“ (lítið, smátt).

Fyrsta fjárhættuspilahúsið sem var viðurkennt af ríkisstjórn var Il Ridotto í Feneyjum árið 1638. Fyrsta notkun á ítalska hugtakinu „casino“ var, hins vegar, ekki fyrr en árið 1744. Casino varð þekkt á Ítalíu sem nafn fyrir villu (einbýli) eða sumarhús. Það varð síðar nafnið á stað þar sem fólk kom saman til að gera skemmtilega hluti, þar á meðal að spila fjárhættuspil. Um 1820 benti ensk bók um Ítalíu á að „casino“ gat haft fjölbreytta merkingu, þar á meðal, „þyrping bændaskrifstofa, sveitarstjórnarhús/ráðhús, fjárhættuspilahús og leikur með spilum“.

Vinsæl kasínóhugtök

Hvort sem þú ert að ganga inn í risastóra spilahöll í Las Vegas eða Makaó eða spilandi heima í stofu, hefur kasínóið þróað með sér einstakt tungumál í gegnum aldirnar. Í rauninni hefur það málfæri svo dreift úr sér út í daglegt mál. Hugtökin sem við þekkjum flest yfir að vinna, tapa, heppni og jafnvel um geðheilsu og dauða endurspegla mikilvægi kasínóleikjanna sem við spilum.

Spil sem lífið – Þú getur fundið leiðina að velgegni ef þú spilar rétt úr spilunum. Þegar kemur að því að vera heiðarlegur leggurðu spilin á borðið. Er eitthvað yfirþyrmandi? Það hlýtur að hafa verið vitlaust gefið. Var það ekki þér að kenna; spilin hafa þá raðast gegn þér. Óútreiknanlegt fólk er oft villt. Ruglað fólk eða brjálað er ekki með öll spilin í stokknum.

Veðmál sem lífið – Sá sem er íhaldssamur takmarkar áhættuna. Varkár manneskja heldur spilunum nærri sér. Til að vekja athygli gætirðu þurft að gera pottinn sætari.

Lífið er lukka – Gengur lífið vel? Þú ert þá í stuði. Við bjartsýnustu aðstæður lendirðu í lukkupottinum. Þú gætir meira að segja sprengt bankann. Aðeins einstaka sinnum getur fólk sagt að lukkan sé þeim hliðholl. Oftar þó er lífið teningakast; þar ræður hending og allt sem þú getur þá gert er að láta spilin lenda þar sem þau falla. Fékkstu neitun eða brást eitthvað? Skítakast. Tungutak kasínóanna huggar okkur við erfiðustu aðstæður, eins og þegar spilin hafa fallið, öll veðmál eru búin og það er nauðsynlegt að láta slag standaog leggja allt undir.

Líf úr dauðum leikjum – Mörg vinsæl orðtök eiga rætur sínar að rekja til löngu gleymdra leikja. Faró var vinsælasti kasínóleikur Bandaríkjanna á seinni hluta nítjándu aldar. Þú gast gengið inn á hvaða knæpu sem var og rekist á Wyatt Earp eða Doc Holliday að gefa spil í faró. (Það að leggja undir gegn grófum, vafasömum aðilum gæti hafa gert út um leikinn.) Fjölmörg hugtök úr faró hafa lifað talsvert lengur en leikurinn sjálfur, um a.m.k. heila öld: playing both ends against the middle (spila báða enda gegnum miðjuna), breaking even (standa á sléttu), shoestring (eiga lítinn pening), in hock (skuld), string along (draga á asnaeyrum), case the joint (skoða staðinn náið), take a tiger by the tail (grípa um hala tígursins), punters (spilarar), keeping tabs (fylgjast náið með) og stool pigeon (stóldúfa/kjaftaskur) er allt þekkt í málinu

Önnur hugtök eiga svo uppruna sinn að rekja til kasínóleikja sem fáir kasínóspilarar myndu þekkja: left in the lurch (úr franska borðspilinu Lourche eða Lurch), rigmarole (úr miðaldarleiknum Rigmarole), riffraff (líka úr leiknum Rigmarole og svipuðum leikjum), hazard (úr leiknum Hazard).

Vinsæl kasínóhugtök fyrir rúllettu

Rúlletta: Rúlletta þróaðist í Frakklandi og dregur nafn sitt af franska hugtakinu „lítið hjól“. Þekkti vísindamaðurinn og stærðfræðingurinn Blaise Pascal gæti jafnvel hafa átt þátt í að þróa rúllettu. Leit hans að eilífðarvélinni átti sinn þátt í þróun leikhjólsins sem snýst næstum án viðnáms. Gamlir enskir leikir með svipuðum þáttum og rúllettan hafa t.d. verið með Roly Poly, Ace of Hearts og Even-Odd. Gamlir ítalskir leikir með svipuðum leikþáttum, sem suma var jafnvel minnst á í minningum Casanova, eru m.a. Biribi og Hoca.

Amerísk vs. evrópsk rúlletta: Þrátt fyrir áráttu Bandaríkjamanna við að leggja línurnar í öllu mögulega hefur þeim greinilega mistekist hrapallega þegar kemur að rúllettu. Ameríska útgáfan, þar sem 00 er bætt við evrópsku útgáfuna með tölum á bilinu 0-36 þar sem útborganir eru á annan hátt nákvæmlega eins og í þeirri evrópsku, gefur kasínóum óyfirstíganlegt forskot sem flestir spilarar koma strax auga á. Evrópski leikurinn hefur meira að segja þróað með sér aukalegan ávinning fyrir leikmenn, eins og veðmálin en prison og le partage, sem vernda þá enn frekar fyrir hinum ógnvekjandi núllum. Bandarísk kasínó þróuðu með sér þann sið að gefa hverjum spilara spilapeninga í ólíkum lit, sem er óþarfa siður fyrir óvinsælan leik. Jafnvel hér, þá hafa Frakkar notað nafnið „ficheur“ (kastarinn) á vélbúnaðinn sem er notaður til að flokka lituðu spilapeningana.

Rússnesk rúlletta: Ekki leikur, ekki rúlletta, ekki rússneskt. Hugtakið vísar til þess beinlínis að setja kúlu í skammbyssu, snúa skothylkinu (eins og rúllettuhjóli) og taka í gikkinn. Nokkur nítjándu aldar skáld lýstu þessu athæfi og sögurnar fóru á flug eftir heimsstyrjöldina fyrri um kærulausa (eða miskunnarlausa) hegðun rússneskra herforingja sem áttu að hafa prófað þetta. Þrátt fyrir fá áreiðanleg gögn sem finnast um að fólk hafi spilað rússneska rúllettu hefur hún öðlast víðfrægð í skáldsögum, kvikmyndum og öðrum vísunum í stríð. Aðallega hefur hugtakið þó þrifist í poppmenningunni sem myndlíking um grimm örlög.

Vinsæl kasínóhugtök fyrir blackjack

Leikurinn sem gengur nú undir nafninu blackjack eða 21 hefur verið spilaður undir mismunandi reglum og nöfnum í yfir 600 ár. Það finnast skrifaðar vísanir í spænska leikinn trente-un (31) allt aftur til 1440.

Miguel de Cervantes, höfundur Don Kíkóda frá Mancha, lýsti reglunum almennt í skáldsögu frá árinu 1613. Afbrigði í öðrum löndum eru m.a. quinze í Frakklandi, ventiuna á Spáni, sette e mezzo á Ítalíu og bone ace á Englandi. (Bone ace gæti verið fyrsti leikurinn til að telja ásinn sem annað hvort einn eða ellefu.)

Ráðandi afbrigðið meðal þessara leikja varð vingt-et-un (21), sem blómstraði í Frakklandi í upphafi 19. aldar að hluta vegna þess áhuga sem Napoleon Bonaparte sýndi honum. Snemma á 20. öldinni reyndu nokkrir staðir í Bandaríkjunum að auka vinsældir leiksins 21 með því að greiða spilurum tífaldan bónus fyrir náttúrulegan 21 með spaðagosanum. Sá siður hefur fyrir löngu verið aflagður en nafnið festist.

Vinsæl kasínóhugtök fyrir teningaspil

Teningaspil (e. Craps): Nútímateningaleikurinn í kasínóum er kallaður teningaspil/craps. Í flestum löndum gengur hann undir þessu nafni. Í mörgum tungumálum er nafn leiksins það sama og þýðingin á orðinu yfir tening eða hugtakið teningaleik/spil: dado (spænska), Würfelspiel (þýska), kosci (pólska), zaruri (rúmenska). Eins og með marga kasínóleiki er uppruni og orðsifjar leiksins óljós og umdeildur. Teningaleikur af Arabíuskaganum, azzahr, varð vinsæll sem hazard á Englandi. Lægsta teningakastið var kallað crabs. Aðrar sögur benda til að nafnið sé dregið af franska nafninu crapaud (karta) af því það var spilað á götum og gangstéttum, þar sem spilarar húktu á hækjum sér og teygðu sig eftir teningnum.

Teningur: Beinarúllið er manndómsvígsla kasínóanna. Elstu leikjahlutir sem fornleifafræðingar hafa fundið eru teningar, gerðir úr völubeini (beinið fyrir ofan hælbeinið, líka kallað teningsbein). Elsti sex hliða teningurinn sem fundist hefur við uppgröft í Mesópótamíu (Írak norðanvert) er talið frá um 3000 f.Kr. Teningar eru merktir með dílum í stað númera því staðlar á tölutáknum teninga (1300 f.Kr.) er eldra en Hidó-arabíska númerakerfið (sem byrjaði um 700 f.Kr.).

Vinsæl kasínóhugtök fyrir spilakassa

Hefðbundni spilakassinn á rætur að rekja til áranna frá 1870 til um 1900. Myntvélarnar urðu fljótt þekktar á ensku sem „raufarvélar“, því þær höfðu rauf til að setja í mynt. Á Englandi voru vélarnar kallaðar ávaxtavélar vegna vinsælda ávaxtamyndanna sem snérust á hjólum. Elstu vélarnar voru með vélræn hjól en þar þurfti staðarhaldarinn að greiða spilaranum. Fyrsti vinsæli nútímalegi spilakassinn var Liberty Bell sem var sköpun Charles Fey og var vél frá því rétt fyrir aldamótin 1900. Hjól Liberty Bell stöðvuðust í röð og söfnuðu mynt spilaranna í safntrekt/kassa (e. hopper) og greiddu þeim svo út sjálfkrafa í fötu. Glymurinn í smámyntinni eða spilapeningunum sem glumdi í járninu, sérstaklega þegar útborgunin valt niður í fötuna, varð að einkennishljóði kasínóanna sem gerðu vélarnar vinsælar. Auðvitað drógu svo vélarnar nafn sitt af handfanginu sem notað var til að ræsa leikinn hverju sinni og vélarnar víðast hvar kallaðar einhentir bandíttar.

Vinsældir spilakassa hafa staðið af sér breytingar á næstum öllum grunnþáttum leiksins. Stafrænar útprentanir og tölvur hafa nú komið í stað vélrænna hjóla. Hnappar hafa komið í stað eða til hliðar við stangarhandföngin. Meira að segja hljóðið í smámyntinni er næstum alveg þagnað; spilarar setja hljóðlaust inn aðra gjaldmiðla. Þeir fá greitt út með miðum sem er svo hægt að leysa út í gjaldkerabúrinu eða í hraðbönkum á staðnum. Sú auðkennandi sýn „kassaknapanna“ með sérstaka spilahanska og risastórt plastmál sem áður var er næstum alveg horfin.

Vinsæl kasínóhugtök fyrir baccarat

Baccarat: Nafnið er dregið af ítalska leiknum baccarà og flestar útgáfur leiksins hafa haldið tryggð við upprunalega nafnið. Punto banco vísar til spilarans og bankarans, aðilanna tveggja í baccarat en þó er orðið banco stundum notað af spilaranum sem leggur undir allan sinn pening. Þetta er einn fárra spila- og kasínóleikja sem hefur haldið nafni sínu í margar aldir spilunar.

Orðið baccarat vísar í raun til verstu handarinnar í leiknum, þeirrar sem er samtals núll. Frönsk hugtök eru í leiknum, eins og La Grande sem er náttúruleg nía sem er gefin í fyrstu tveimur spilunum og La Petite er náttúruleg átta. Svo er bankarinn gjafarinn í höndinni (kallaður croupier í Frakklandi), sá sem fer með stjórn á leiknum og spilunum og bankinn (stundum kallaður skytta/shooter) fær gefin spil síðast og gerir síðast. Sá sem kallast callman stýrir stundum leiknum. Paletta er tréverkfærið sem er notað til að færa spilin og skórinn hýsir spilin. Þegar spilari og bankari eru jafnir er sú hönd stundum kölluð standoff.

Hjátrú og hefðir kasínóa

Happatölur og óhappatölur

Allir kasínóleikir hafa einhverja tengingu við tölur. Þess vegna eru kasínóspilarar með hjátrú tengda flestum tölum.

Sex: Talan 6 er talin vera óhappa vegna tengsla hennar við tölu djöfulsins (666) Opinberunarbók Biblíunnar 13:18. Í asískri menningu er talan hins vegar tengd öllu því sem „gengur auðveldlega fyrir sig“. Sá sem spilar rúllettu vílar ekki fyrir sér að takast á við þessa hjátrú: summa allra talnanna á borðinu er 666.

Sjö: Goðsögnin um „lukkutöluna 7“ kemur úr ólíkum menningum. Forngrikkir töldu 7 vera happatölu. Píþagóras taldi 7 vera hina fullkomnu tölu. Sjö var líka fjöldi rómverskra guða, egypskra guða, undra hins forna heims, fornra Búdda og japanskra gæfuguða. Gamla testamentið taldi sjöunda daginn vera hvíldardag guðs. Ísraelítarnir veltu niður veggjum Jeríkó með því að marsera um þá 7 sinnum. Nýja testamentið talar um innsiglin 7 í Opinberunarbókinni, 7 himneskar dyggðir og 7 sakramenti. Þessar hugmyndir stangast á við kínverskar, víetnamskar og tælenskar hefðir sem telja 7 vera óheillatölu.

Átta: mesta gæfutalan samkvæmt kínverskri hefð. Röð af tölunni 8 er enn betri, vegna þess að hljóðið í mandarínska orðinu fyrir áttur hljómar mjög líkt orðinu fyrir velgengni. Á kantónsku hljómar 8 eins og orðið yfir auðæfi. Átta er óhappa á Indlandi af því að hún tengist orðinu sem táknar „brjótandi“.

Þrettán: Óttinn við töluna 13 ber sitt eigið nafn, triskaidekafóbía. Þessi hjátrú sprettur af Biblíugoðsögninni um að Júdas hafi verið 13. gesturinn í síðasta kvöldverðinum, sá fyrsti til að fara og að hann féll fyrir eigin hendi.

Í raun má segja að margar aðrar tölur séu happa eða óhappa allt eftir því hvert þjóðerni þitt er eða menning. Þrír er happa í Svíþjóð og á Ítalíu, óhappa í Víetnam og Japan. Fjórir er happa í Þýskalandi, óhappa í Kína, Tævan, Singapúr, Malasíu, Japan, Kóreu og Víetnam. Níu er happa í Noregi og óhappa í Japan. Sautján er happa á Ítalíu.

Meðlimur í kirkjusöfnuði nærri Monte Carlo kasínóinu yfirgaf sunnudagsmessu einn daginn og lagði undir á töluna 36, vegna hugboðs. Hann hafði nýlokið við að syngja sálm 36. Hann vann, sagði vinum sínum frá og þeir mættu allir til messu næsta sunnudag. Eftir að guðsþjónustunni lauk með sálmi 27 gekk einstaklega þakklátur og innblásinn hópur í kasínóið og lagði undir á töluna 27. Þó að talan hafi ekki unnið, hópuðust hinir vongóðu aftur í messu vikuna á eftir. Klerkinn tók að gruna að hann væri orðinn sölumaður fyrir rúllettuhjólið, svo hann kallaði eftir sálmum með númerum sem voru hærri en 36, sem er hæsta talan á rúllettuborðinu. Stuttu síðar minnkaði kirkjusóknin aftur niður í upprunalega stærð.

Heillagripir

Monaco and Monte Carlo (1912) eftir Adolphe Smith lýsti fjölmargri hjátrú sem hann hafði séð í Casino de Monte Carlo. Ein kona laumaði fimm franka mynt í athöfn með páfanum og lét blessa peninginn. Hún tók svo blessaða peninginn í kasínóið og vann í rúllettu. Vinur hennar, sem var með henni, tapaði hins vegar í rúllettu og kvartaði svo sáran að konan leyfði honum að halda á happapeningnum. Einhvern vegin tókst vininum að leggja samstundis undir og tapaði peningnum. Smith lýsir eldri konu sem sýndi honum leðurblökuhjarta sem hún geymdi í veskinu sínu og lét hún peningana snerta happagripinn áður en hún lagði þá undir í rúllettunni.

Gengið inn í spilahöllina

Sumir kasínóspilarar telja það vera ólán að nota aðalinngang spilahallanna áður en þeir spila. Þegar MGM Grand opnaði í Las Vegas, í Nevada í Bandaríkjunum, árið 1993 ýtti það enn frekar undir óheillatáknið með því að hanna aðalinnganginn þannig að hann líktist risastóru gylltu ljónshöfði. (Merki MGM var öskrandi ljón) Hvort sem það var svo almenna ímyndin um að spilarar væru að fleygja sér í gin ljónsins eða asíska hjátrúin um að kettir væru óheillatákn – eða af einhverri annarri ástæðu – endurhannaði kasínóið innganginn aðeins fimm árum síðar.