Kasínóspilarar í gegnum aldirnar

Kasínóspilarar: Fyrstu árin
Keisararnir
, keisarar, Róm til forna - Júlíus (100-44 f.Kr.) tók þátt í fjárhættuspilum á almannafæri á meðan hin vikulanga Satúrnalíuhátíð stóð yfir og lýsti yfir, eins og frægt er þegar hann fór yfir fljótið Rubicon, "alea iacta est" (teningunum er kastað). Ágústus (63 f.Kr.-14 e.Kr.) spilaði alea (forna útgáfu af kotru) og hélt hlutaveltur til að gefa veislugestum gjafir. Kládíus (10 f.Kr.-54 e.Kr.) átti sérstakt borð sem var gert til að spila á teningaspil þegar hann ferðaðist í völtum vögnum. Hann var svo ástríðufullur spilari að hann kallaði stundum menn fyrir til að spila við sig, hafandi gleymt því að hann hafði áður látið taka þá af lífi. Kaligúla (12-41 e.Kr.) veðjaði á vagnkappakstur og teningaleiki, breytti keisarahöll sinni í fjárhættuspilahús til að safna fjármunum í ríkissjóð og spilaði teningaspil daginn sem systir hans var jörðuð. Neró (37-68 e.Kr.) elskaði allar gerðir íþrótta og leikja, ásamt því að veðja á slíkt, en hann vildi að fjárhættuspil væri spilað í keisarahöllinni allt árið og lagði fjallháar upphæðir að veði á teningaköst.

Kasínóspilarar: 15.-18. öld
Lorenzo de' Medici
, ræðismaður, Ítalía (1449-1492) - pólitíkus á endurreisnartíma flórenska ríkisins sem studdi við listir og styrkti listamenn. Hann hélt mikið upp á spilaleiki og bjó til suma þeirra og minntist oft á kasínóleikina la bassetta og il frusso í ljóðum. Hann varð þekktur sem fær spilari í spilum.

Kasínóspilarar: 18.-19. öld
William Penn
, stofnandi Pennsylvaníu, England - Norður-Ameríka (1644-1718) – Kvekari sem stofnaði nýlendu í Norður-Ameríku sem varð síðar þekkt sem Pennsylvanía í Bandaríkjunum. Afsal fyrir landinu var mögulega veitt til að setja upp í ógreidda £16.000 spilaskuld sem einhver skuldaði föður Penn, Sir William Penn.

Voltaire, rithöfundur, Frakkland (1694-1778) – Sögumaður frönsku upplýsingaaldarinnar var mikill fjárhættuspilari. Þegar franska ríkisstjórnin setti á stofn lottó sem einungis þeir sem keyptu ákveðin skuldabréf máttu taka þátt í, útbjó hann aðferð sem gerði honum kleift að nýta sér þátttökureglurnar með því að nálgast skuldabréf sem leyfðu hámarksþátttöku. Hann og fjárfestar hans unnu stóran hluta lottópeninganna sem var greiddur út á þessum tíma. Ríkisstjórnin reyndi að koma sér hjá því að greiða honum en hann vann í réttarsalnum. Hann spilaði oft faró (leikur með spilum) og biribi (rúllettulegur leikur þar sem númer eru dregin úr poka).

Giacomo Casanova, ævisöguritari-elskhugi, Feneyjar, Ítalíu (1725-1798) – Ævintýramaður sem spilaði reglulega fjárhættuspil, helst þá faró. Hann tapaði eitt sinn 5.000 gullpeningum á tveimur dögum í Feneyjum. Casanova var líka alræmdur flagari sem notaði töfra sína til að draga vellauðugar konur á tálar til að greiða spilaskuldir sínar. Hann skrifaði um fjárhættuspil í endurminningum sínum, þar á meðan um spilatíma í Il Ridotto, álmu í San Moisè-höllinni í Feneyjum.

John Montagu, 4. jarlinn af Sandwich, England, Bretlandi (1718-1792) – Hann var ákafur leikjamaður og fjárhættuspilari sem spilaði maraþonlotur á White's í London. Um 1765 á White's fann hann upp (eða gerði vinsæla) þá iðju að borða kjöt á milli tveggja brauðsneiða, sem byrjaði sem venja til að halda höndunum hans hreinum til að skíta ekki út spilin og varð þetta síðar þekkt sem sandwich, eða samloka.

George Washington, hershöfðingi/forseti, Bandaríkin (1732-1799) - Hélt ítarlega dagbók um sigra sína og töp í spilum.

Kasínóspilarar: 19.-20. öld
Thomas Jefferson
, forseti, Bandaríkin (1743-1826) – Spilaði reglulega fjárhættuspil á meðan hann ritaði Sjálfstæðisyfirlýsinguna. Hann skráði sigra og töp í leikjum eins og kotru, lottóum, cross/pile (haus/skjaldarmerki) og ýmsum leikjum með spilum.

Jane Austen, höfundur, Bretland (1775-1817) - Rithöfundur sem oft notaði spilaleiki í skáldsögum sínum til að varpa ljósi á persónur og persónueinkenni. Skáldsögur eins og Hroki og hleypidómar og Von og vonbrigði vísaði í lottómiða, quadrille, vingt-un, vist og piquet-leiki.

Napoleon Bonaparte, hershöfðingi/keisari, Frakkland (1769-1821) – Þessi frægi hershöfðingi mat færnisleiki mikils, aðferðir sem hann svo nýtti sér í orustum. Hann var stuðningsmaður spilahalla í Frakklandi og átti þátt í að gera vingt-un vinsælan. Frændi hans, Lucien, varð frægur fjárhættuspilari.

George "Beau" Brummell, tískuforsprakki, Bretland (1778-1840) – Vinur Georgs IV konungs og virtur frumkvöðull spilaði reglulega fjárhættuspil og tapaði. Hann var í vinsæll hjá ríka fólkinu og safnaði miklum skuldum og flúði að lokum til Calais þar sem hann bjó í fátækt til æviloka.

Rússneskir skáldsöguhöfundar - Alexander Pushkín (1799-1837) eyddi sínum yngri dögum í að drekka og spila og safnaði hann svo upp miklum skuldum að hann þurfti að hann reyndi að láta taka annað verð í þýi/þrælum konunnar sinnar. Hann skrifaði Spaðadrottninguna um fjárhættuspil.

Fjodor Dostojevskí (1821-1881) skrifaði Fjárhættuspilarann til að greiða spilaskuldir sínar og hann byggði söguna sérstaklega á hinum mjög elskuðu spilahöllum í Baden-Baden.

Kasínóspilarar: 20.-21. öld
Leo Tolstoy
(1828-1910) gekk í rússneska herinn til að losna undan spilaskuldum sem hann stofnaði til við útgefanda þegar þeir spiluðu billjarð. Hann lét að lokum handritið að Kósökkunum frá sér sem greiðslu.

Ivan Túrgenev (1818-1883) höfundur Smoke, bókar um spilahallir í Baden-Baden. Í ótengdum atvikum var Túrgenev kallaður til að bjarga Tolstoy og Dostojevskí frá miklum tapheimsóknum í kasínóin.

Wyatt Earp, fjárhættuspilari/löggæslumaður, Bandaríkin (1848-1929) & John "Doc" Holliday, fjárhættuspilari/löggæslumaður/tannlæknir, Bandaríkin (1851-1887) – þessir tveir flökkuspilarar hittust í Texas þegar Earp bjargaði lífi Hollidays og þeir urðu þá vinir og löggæslumenn. Báðir voru þekktir fyrir að gefa (ábatasamt og svikult) í faró. Mörgum árum eftir fræga byssubardagann í O.K. Corral, og dauða Holliday úr berklum, lék Wyatt Earp umdeilt hlutverk sem dómari í svokölluðum verðlaunabardaga aldarinnar árið 1896 milli Bob Fitzimmons og Tom Sharkey. Fitzsimmons, sem var talinn talsvert sigurstranglegri og réði öllu í bardaganum, var dæmdur úr leik af dómaranum Earp fyrir högg undir beltisstað. Fáir sáu höggið sem honum var vísað úr leik fyrir og fréttir bárust síðar af því að um samsæri hafi verið að ræða til að hagræða úrslitum bardagans. Fitzsimmons höfðaði mál til að reyna fá úrslitunum hnekkt, sem varð til þess að dómari í Kaliforníu sem vildi koma sér hjá því að úrskurða um slíkt mál úrskurðaði frekar að bardagar um peninga væru ólöglegir í Kaliforníuríki.

HRH Játvarður VII, prins af Wales, Bretland (1841-1910) - Konungur Bretlands og bresku nýlenduríkjanna og keisari Indlands sem hafði gaman af kasínóum. Prinsinn af Wales fór tíðar ferðir til Monte Carlo og ferðaðist þá undir dulnefninu Barón Renfrew.

Winston Churchill, forsætisráðherra, Bretland (1874-1965) - Breskur pólitíkus og goðsagnakenndur leiðtogi á stríðstímum sem trúði á gildi þess að taka áhættuna í spilahöllum, í leikjum eða í stríði. Churchill tók reglulega þátt í leikjum eins og póker, bezique, majong og pinochle. Hann tapaði eins og frægt er umtalsverðum fjárhæðum í póker gegn Harry Truman, forseta Bandaríkjanna og ráðgjöfum.

Alvin "Titanic Thompson" Thomas, fjárhættuspilari, Bandaríkin (1893-1974) – farandspilari sem var þekktur fyrir að leggja undir á golf, teningaleiki, spil, billjarð, skeifukast og ýmis hliðarveðmál (e. prop bets). Thompson var innblásturinn að persónu rithöfundarins Damon Runyon, Sky Masterson, götusnjöllum spilara. Persónan varð síðar grunnurinn að söngleiknum og kvikmyndinni Guys and Dolls (Gæjar og píur).

John "Bet a Million" Gates, iðnjöfur, Bandaríkin (1855-1911) - Frumkvöðull gaddavírsins sem spilaði póker fyrir háar upphæðir og baccaratleiki. Hann var uppnefndur "Bet a Million" eftir vinningsveðmál hans í kappreiðum árið 1900 á Englandi upp á $600.000 hafandi lagt undir $70.000, þó sögur segi að hann hafi unnið $1 milljlón.

Nick "the Greek" Dandolos, fjárhættuspilari, Krít - Bandaríkin (1883-1966) - Fæddur í auðuga fjölskyldu og sendur til Bandaríkjanna með framfærslufé, sem tók miklar áhættur og lagði undir á kappreiðar. Dandalos vann og tapaði heilu auðæfunum á spil, teninga og hesta. Hann dó allslaus á jóladag 1966, þó goðsögnin um hann hafi vaxið eftir dauða hans. Svo nú er hann einn frægasti kasínóspilari allra tíma.

James Bond (Ian Fleming & Sean Connery), skálduð persóna, Bretland (1953) – Breskur leynilegur útsendari skapaður af höfundinum og (fyrrum leynilegum útsendara) Ian Fleming í fjölmörgum skáldsögum. Kvikmyndaútgáfur, sem byrja með Dr. No árið 1962, hafa gert James Bond að einu arðbærasta vörumerki kvikmyndanna. Bond tekur þátt í kasínóleikjum þar sem mikið er að veði í mörgum bókum og kvikmyndum. Fyrsta skáldsagan um Bond, Casino Royale, hefst við rúllettuborðið. Í fyrstu kvikmyndinni um Bond, Dr. No, spilar hann baccarat. James Bond spilaði á svartan 17 í rúllettu í Diamonds are Forever. Það er vinsæl saga – líklegast sönn en erfitt að trúa á tímaröðina – að Sean Connery hafi árið 1963 í Casino de la Valle á Ítalíu lagt tvisvar undir veðmál sem töpuðust á svartan 17. Hann veðjaði á svartan 17 í þriðja sinn, vann og létt allt flakka áfram. Boltinn lenti aftur á svörtum 17. Hann lét alla upphæðina aftur flakka og boltinn lenti á svörtum 17 þriðja sinn í röð. Hann yfirgaf kasínóið með um £10.000 í vinningsfé. Það sem er ótrúverðugasti þátturinn í sögunni eru ekki stjarnfræðilega litlu líkurnar á að sama talan lendi þrjá snúninga í röð; heldur að hann hafi náð þessum vinningi árið 1963, átta árum áður en Bond-persónan gerði veðmálið á svartan 17 frægt í Diamonds are Forever.

Póker forseta - Warren Harding (forseti, Bandaríkin, 1865-1923) þáverandi forseti Bandaríkjanna spilaði póker tvisvar í viku við aðila í ríkisstjórninni í mjög kappsömum leikjum og hann á að hafa tapað postulíni Hvíta hússins í leik upp á hæsta spilið. Franklin D. Roosevelt (forseti, Bandaríkin, 1882-1945) var smábitaspilari í stud-póker sem hélt reglulega leiki síðasta kvöld þingsins þar sem lýst var yfir sigurvegara við þingslitin. Harry S. Truman (forseti, Bandaríkin, 1884-1972) var rómaður fimm spila stud spilari, sem hélt maraþonlangar pókerlotur með blaðamönnum á meðan hann íhugaði kjarnorkusprengjuárásir á Japan í heimsstyrjöldinni síðari. Hann spilaði við Winston Churchill á þeim tíma sem ræðan um járntjaldið var flutt. Dwight Eisenhower (forseti, Bandaríkin, 1890-1969) lærði að spila póker og bridds í West Point. Hann átti að hafa gert hosur sínar grænar fyrir tilvonandi eiginkonu sinni, Mamie, með pókervinningunum sínum. Richard Nixon (forseti, Bandaríkin, 1913-1994) lærði póker þegar hann þjónaði í sjóher Bandaríkjanna og var talinn fær spilari; hann notaði vinningsféð til að fjármagna fyrstu herferðina sína fyrir sæti á fulltrúaþinginu.

William Lee Bergstrom, fasteignir, Bandaríkin (1951-1985) - Fasteignasali sem kallaður var "The Suitcase Man" og "Phantom Gambler" vegna þess að hann sást frekar handahófskennt og lagði háar upphæðir undir á teningaspil. Þann 24. september 1980 kom hann í Binion's Horseshoe í Las Vegas og staðfesti stefnu Benny Binions um að spilarar mættu setja sér sín eigin kasínótakmörk með fyrsta veðmálinu sínu. Hann mætti með tvær ferðatöskur: eina fyllta með $777.000 og hina tóma. Hann veðjaði $777.000 á fyrsta kastið í teningaspilinu, vann, lét Ted Binion hjálpa sér við að fylla hina töskuna og fór úr bænum. Þann 24. mars 1984, þremur og hálfu ári síðar, snéri hann aftur og lagði undir eitt veðmál upp á $538.000 á teningaspilið, vann veðmálið og hvarf svo aftur. Hann snéri aftur í þriðju tilraunina 16. nóvember 1984, með ferðatöskuna fyllta með $1 milljón í seðlum, gullpeningum og gjaldkeraávísunum. Hann veðjaði allri milljóninni á teningaspil og tapaði. Þegar hann kom aftur í fjórða sinn, 2. febrúar 1985, reyndi hann að spila í kasínóinu með ávísun upp á $1,3 milljónir sem var augljóslega fölsuð Næsta kvöld, á Marina Hotel við aðalgötuna í Las Vegas, tók hann sitt eigið líf. Samkvæmt orðsendingu sem hann skildi eftir til vina sinna var ástæða vandamála hans ástarsamband sem hafði slitnað.

Akio Kashiwagi, viðskiptamaður, Japan (1938-1992) - Fasteignafjárfestir sem spilaði baccarat fyrir háar upphæðir í kasínóum í Ameríku og lagði oft $100.000 eða $200.000 undir á hverja hönd. Hann lenti í útistöðum við kasínó Donalds Trump í Atlantic City og Aladdin í Las Vegas vegna þess að kasínóin höfðu ekki staðið við sínar skuldbindingar í veðmálunum en Kashiwagi tapaði $10 milljónum. Hann var myrtur við Fuji-fjall á heimili sínu og skildi eftir sig milljónir í spilaskuldum. Morðið er enn óleyst. 

Archie Karas, fjárhættuspilari, Grikkland-Bandaríkin (fæddur 1951) – Frægur stórbokki sem hóf ferilinn sem pool- og pókerspilari. Karas byggði upp $2 milljóna höfuðstól við pókerborðin en tapaði honum öllum í Los Angeles árið 1992. Archie fór eins og frægt varð á gott skrið og breytti $50 í yfir $40 milljónir í Las Vegas í upphafi árs 1995. Síðar sama ár hafði hann tapað öllu spilandi póker, teningaspil og baccarat.

Elmer Sherwin, fyrrum Bandaríkjahermaður, Las Vegas, Nevada í Bandaríkjunum (1913-2007) - Eftirlaunaþegi sem fékk $4,6 milljóna gullpott í Megabucks spilakassa opnunardaginn á The Mirage í Las Vegas árið 1989. Sextán árum síðar, 2005, vann hann sinn annan Megabucks gullpott þá 92 ára gamall í Cannery Casino upp á $21,1 milljón.

Kerry Packer, viðskiptamaður, Ástralía (1937-2005) – Fjölmiðlabaróninn sem var þekktur fyrir að hafa stofnað World Series of Cricket átti einnig hlut í Crown Casino í Melbourne.. Packer, fjárhættuspilari sem spilaði fyrir háar upphæðir, tókst að setja dæld í ársreikninga MGM Casino í Las Vegas árið 1997 þegar hann vann $20 milljónir. Hann tapaði líka $30 milljónum í eitt sinn hjá veðmangara í Sydney. Sumir þekkja hann sem "þungavigtarmanninn í baccarat".

Don Johnson, stjórnandi stórfyrirtækis og kasínóspilari, Bandaríkin (1962 - nútímans) – Forstjóri fyrirtækis sem hannar hugbúnað fyrir kappreiðar. Frá 2010-2011, vann hann $15 milljónir í blackjack af þremur spilahöllum í Atlantic City og New Jersey.

Kasínófrumkvöðlar í gegnum aldirnar

Kasínófrumkvöðlar: Fyrstu árin
Alfonso X
, konungur Castillu og León, Spánn (1221-1284) – Höfundur fyrsta þekkta leiðarvísisins fyrir fjárhættuspil, 98 síðna bókarinnar Book of Games. Hún var að mestu helguð skák og borðspilaleikjum en lýsti einnig teningaspilaleikjum, þar á meðal hazard sem var einn undanfara tengingaspils (e. craps).

Marco Polo, könnuður, Feneyjum - Ítalíu (1254-1324) – farandkaupmaður sem kynnti Evrópumönnum menningarheima Asíu. Marco Polo er gefinn heiðurinn (líklega ranglega) að því að hafa kynnt kínversku uppfinninguna spilastokkinn fyrir Feneyjum, þaðan sem þessi spil breiddust um Evrópu.

Kasínófrumkvöðlar: 15.-18. öld
Galileo Galilei
, stjörnu- og stærðfræðingur, Flórens - Ítalíu (1564-1642) – Frægastur fyrir framlag sitt á endurreisnartímabilinu eins og fyrstu akademísku greinina sem fjallaði um mismunandi líkur samsetninga þegar teningi er kastað þrisvar. Hann tókst á við efnið að beiðni velgjörðarmanns síns, stórhertogans Cosimo II, af Toskana.

Giralamo Cardano, stærðfræðingur og uppfinningamaður, Ítalía (1501-1576) – Afkastamikill rithöfundur um margvísleg efni og áhugasamur fjárhættuspilari. Næstum öld eftir dauða hans uppgötvaðist og var gefið út ritið Liber de Ludo Aleae (The Book of Games of Chance), árið 1663, framlag til líkindafræði og skilnings á líkum.

Blaise Pascal, stærðfræðingur og vísindamaður, Frakkland (1623-1662) – Blaise Pascal þróaði fyrstu reiknivélina. Á svipuðum tíma reynir hann að finna upp eilífðarvélina sem gæti hafa leitt til þess að fyrsta rúllettuhjólið varð til. Pascal slóst í félagsskap með Pierre de Fermat til að þróa líkindafræði sem grein innan stærðfræði og félagsvísinda. Bréfaskriftir við Fermat hófust sem afleiðing af spurningum Chavalier de Mere um fjárhættuspil.

Kasínófrumkvöðlar: 18.-19. öld
Francis White
, spilahallarstjóri, Bretland – Fæddur sem Francesco Bianco á Ítalíu en hann stofnaði það sem síðar varð einn elsti og virtasti herraklúbbur London, árið 1693. Upprunalega svipaði staðnum til nokkurs konar kaffihúss sem var kallað Mrs. White's Chocolate House. White's flutti á þann stað sem hann er nú á 37-38 St. James Street árið 1755. Þar hélt staðurinn úti veðmalabók á 18. og 19. öld sem var þekkt fyrir að taka ýmsum óvanalegum hliðarveðmálum (e. propositional bets). Á því tímabili spiluðu meðlimir einnig faró og hazard á staðnum.

Edmund Hoyle, rithöfundur, Bretland (1672-1769) – Hoyle var sérfræðingur í fjárhættuspilum sem skrifaði A Short Treatise on the Game of Whist, staðal fjölmargra leikja með spilum í mörg hundruð ár. Hann skrifaði síðar einnig bækur um kotru, skák og aðra leiki. Hann var mjög virtur fyrir þekkingu sína á leikjum, sem gat síðar af sér orðtækið "samkvæmt Hoyle".

Richard "Beau" Nash, veislustjóri (e. MC) í Bath, Bretland (1674-1761) hafði forystu um að búa til stöðuna kasínógestgjafi. Richard Nash var veislu- eða viðhafnarstjóri í heilsulindarbænum Bath frá 1704 og þar til hann lést árið 1761.

Kasínófrumkvöðlar: 19.-20. öld
Jacques Benazet
, spilahallarstjóri, Frakkland - Þýskaland (1778-1848) – Hann rak fjölmarga fjárhættuspilaklúbba í Frakklandi og Þýskalandi, frægasta í Baden-Baden árið 1838. Undir stjórn hans, svo síðar sonar hans Edwards og frænda, jukust vinsældir Baden-Baden sem áfangastaðar fyrir kasínó- og heilsulindarfara og er enn í dag einn helsti áfangastaður fjárhættuspilara.

Antoine Chabert, spilahallareigandi og stjórnandi, Frakkland - Þýskaland (1774-1850) – Átti Palais Royale í París áður en hann tók við Conversation House í Baden-Baden, þar sem hann tvöfaldaði gestafjölda þess. Chabert rak einnig fjölmargar þýskar spilahallir yfir ævina.

François Blanc, spilahallarstjóri, Þýskaland - Mónakó (1806-1877) – Ásamt tvíburabróður sínum Louis Blanc (1806-1854) varð François frægasti og farsælasti spilahallarstjóri 19. aldarinnar. Blanc bræðurnir opnuðu Kursaal í Bad Homburg árið 1843, kynntu rúllettu með einu núlli og Francois opnaði Casino de Monte Carlo í Mónakó árið 1868. François var svo farsæll að hann gekk undir viðurnefninu töframaðurinn af Monte Carlo og saga fór á kreik að hann hafi gert samkomulag við djöfulinn til að hljóta allt þetta lán sitt.

Kasínófrumkvöðlar: 20.-21. öld
Charles Fey
, uppfinningamaður, Bandaríkin (1862-1944) – Þýskfæddur uppfinnandi véla sem notaði rafmagnstæki sín til að finna upp fyrstu vélrænu þriggja hjóla spilakassana árið 1895. Liberty Bell vél hans greiddi út gullpott upp á 20 peninga fyrir að raða þremur bjöllum í röð.

Herbert Mills, uppfinningamaður, Bandaríkin (1872-1929) – Keppinautur sem þróaði spilakassa sem útbjó sína eigin Liberty Bell vél árið 1905 með annars konar eiginleikum og umbótum. Mills Novelty Company fjöldaframleiddi þá vélina í miklu magni.

Benny Binion, spilahallareigandi og stjórnandi, Bandaríkin (1904-1989) – Benny Binion rak fjárhættuspilastaði í Texas áður en hann hann kom sér í kasínóbransann í miðbæ Las Vegas eftir 1940. Hann endurnefndi einn staðinn the Horseshoe og varð einn helsti spilahallarstjórinn. Binion kynnti líka vinsælar nýjungar til leiks eins og að gefa spilurum ókeypis drykki og aðra greiða (e. comps) ásamt því að bjóða hagstæðar reglur og takmörk á veðmálum. Ásamt sonum sínum Jack Binion (fæddur 1937) og Lonnie "Ted" Binion (1943-1998), stofnaði hann World Series of Poker árið 1970.

Howard Hughes, uppfinningamaður og spilahallareigandi, Bandaríkin (1905-1976) - Sérvitur flugkappi, uppfinninga- og kvikmyndagerðarmaður sem varð mesti spilahalla- og landeigandi í Las Vegas upp úr 1960. Hann átti Desert Inn, Castaways, Frontier, Landmark, Sands og Silver Slipper spilahallirnar. Hughes er almennt eignaður heiðurinn að því að færa kasínóin í Las Vegas úr höndum mafíósa í stjórnartauma stórfyrirtækja.

Benjamin "Bugsy" Siegel, mafíósi, Bandaríkin (1906-1947) – Þessi frægi landasali og fjárhættuspilari skapaði og annaðist byggingu fyrstu stóru spilahallarinnar í Las Vegas, Flamingo, sem var opnað fyrir almenningi árið 1946.

William "Si" Redd, uppfinningamaður, Bandaríkin (1911-2003) – Fór frá Bally, þar sem hann var annaðist dreifingu leikja- og skemmtitækja, árið 1978. Keypti fyrirtækið sem síðar varð International Gaming Technology (IGT) og þróaði fyrstu vídeópóker vélarnar árið 1979. IGT varð leiðandi á heimsvísu í spilunar- og lottóvélum og kerfum. Undir leiðsögn Redds kynnti IGT einnig til sögunnar spilakassa með söfnunargullpotta (eins og Megabucks) og spilakassa sem voru með leyfi til að nota vinsælt myndefni eins og Wheel of Fortune og Elvis.

Kirk Kerkorian, fjárfestir og spilahallarstjóri og eigandi, Bandaríkin (fæddur 1917) - Fjárfestir sem fyrst keypti eignir í Las Vegas 1962, leigði til byggjenda Caesars Palace og seldi land fyrir $9 milljóna hagnað 1968. Hann keypti Metro-Goldwyn-Mayer (MGM) kvikmyndaverið 1969, opnaði MGM Grand Hotel and Casino í Las Vegas mörgum árum síðar, en seldi seinna eignir árið 1986 fyrir $594 milljónir.

Inge Telnaes, verkfræðingur, Bandaríkin (1930-2012) – Noregsfæddur uppfinningamaður, verkfræðingur og hugbúnaðarþróandi sem bjó til slembitölubirtihugbúnað (RNG) sem gerði spilakössum mögulegt að virka stafrænt. Þessi þróun jók talvert á mögulegar hámarksupphæðir til útgreiðslu úr spilakössum, sem höfðu áður takmarkast við fjölda mögulegra útkoma á vélrænum hjólum. Telnaes fékk einkaleyfi á Electronic Gaming Device Utilizing a Random Number Generator for Selecting the Reel Stop Positions árið 1984 (rafrænt leiktæki sem notar slembitölubirtibúnað til að velja stoppstöður hjóla), sem var keypt af International Game Technology.

Sheldon Adelson, uppfinningamaður og spilahallareigandi og stjóri, Bandaríkin (fæddur 1933) - Frumkvöðull sem varð fljótt ungur milljónamæringur með fasteignabraski og viðskiptaþróun. Hann keypti Sands Hotel and Casino í Las Vegas árið 1988 og byggði Sands Expo and Convention Centre (ráðstefnu- og sýningarmiðstöð Sands) þar við hliðina. Adelson lét svo síðar rífa og endurbyggja Sands Hotel and Casino sem Venetian (og síðar Palazzo) og hann byggði einnig Venetian Macau Resort og spilahallir í Pennsylvaníu og Singapúr.

Sol Kerzner, uppfinningamaður og spilahallareigandi og stjóri, Suður-Afríka (fæddur 1935) - Kerzner keypti og byggði fjölmörg hótel og áfangastaði um allan heim. Hann byggði eignir í vesturheimi eins og Mohegan Sun í Connecticut, Bandaríkjunum og Atlantis Resort á Paradísareyju á Bahama.

Steve Wynn, uppfinningamaður og spilahallareigandi og stjóri, Bandaríkin (fæddur 1942) - Bandarískur spilahallarstjóri og byggjandi sem ber ábyrgð á að hafa sprautað nýju lífi í miðborg Las Vegas þegar hann endurnýjaði Golden Nugget á áttunda áratugnum. Wynn byggði fyrsta kasínóið við aðalgötu Las Vegas í tvo áratugi árið 1989, The Mirage. Hann byggði einnig Bellagio, Wynn, Encore og aðrar spilahallir í Bandaríkjunum, ásamt Wynn Macau.

Donald Trump, fasteignamógúll og spilahallareigandi og stjóri, Bandaríkin (fæddur 1946) – Tók við bygginga- og viðskiptaþróun fjölskyldunnar og varð mesti byggjandi og eigandi spilahalla í Atlantic City á níunda áratugnum. Meðal eigna voru Trump Plaza Hotel and Casino, Trump Marina og Trump Taj Mahal Casino.

Bækur þar sem kasínó og leikir koma fyrir

Book of Games eftir Alfonso X, konung Castillu og León (1283) – Fyrsti leiðarvísir um fjárhættuspil. Inniheldur lýsingar á leikjum eins og hazard, forvera tengingaspils (e. craps).

Rinconete & Cortadillo eftir Miguel de Cervantes (1613) – Stutt saga þar sem fyrir kemur ein elsta lýsing leiksins trente-un (31), fyrirrennara blackjack.

The Compleat Gamester eftir Charles Cotton (1674) – Áhrifamikill leiðarvísir að leikjum með spil og teningaleikjum.

Spaðadrottningin eftir Alexander Pushkin (1834) – Stutt saga um Hermann, þýskan verkfræðing hjá Keisaraher Rússlands, sem verður sturlaður eftir að hafa reynt að læra leyndardóma fjárhættuspila af aldraðri greifynju. Grunnurinn að óperu Tjækovskí frá 1890 með sama nafni.

Fjárhættuspilarinn eftir Fjodor Dostójevskí (1866) – Víðfrægi rússneski rithöfundurinn Dostójevskí þurfti að ljúka við þessa sögu í snarhasti – til þess að greiða kasínóskuldirnar sínar. Í sögunni kemur fyrir skuld við aðra og í henni eru fjölmargar senur þar sem spilað er fjárhættuspil á rúllettuborðum til að drepa tímann, leysa úr vandamálum og losa persónur undan skuldum.

Daniel Deronda eftir George Eliot (1876) – Sagan af Daniel Deronda og Gwendolen Harleth hefst á að frú Harleth tapar öllum sínum peningum við rúllettuborðið. Hún leggur hálsmen að veði til að geta spilað lengur en Deronda kaupir það aftur og skilar því til hennar.

Casino Royale eftir Ian Fleming (1953) – Fyrsta skáldsagan um James Bond hefst á því að Bond er að spila rúllettu. Rúllettuborðið kemur oft fyrir í sögunum um Bond og áhugamenn um leikinn hafa meira að segja þróað James Bond-kerfið sem byggist á herkænsku ofurnjósnarans.

Beat the Dealer eftir Dr. Edward O. Thorp (1962) – Metsölubók um grunnaðferðir í blackjack, talningu spila og reynslu Dr. Thorp af því að prófa akademískar kenningar sínar í spilahöllum þar sem hann, í fylgd reyndra kasínóspilara, gaf ráð og fjármagnaði rannsóknina.

Fear and Loathing in Las Vegas eftir Hunter Thompson (1972) – Byggir á ferðum sem höfundur tók til Las Vegas og birti í tveimur löngum greinum í Rolling Stone árið 1971. Hún telst sem stóráfangi í gonzo-blaðamennsku, þar sem tækni úr skáldskap, blaðamennsku og undirmeðvituðum athugunum er blandað saman.

The Big Player eftir Ken Uston (1977) – Fyrsta bókin sem sýnir almenningi leynilegan heim spilateljaranna og liðsspilunar í Blackjack. Þar sameinast aðferðir og greiningar Ustons ævintýrum spilahallanna.

Fools Die eftir Mario Puzo (1978) – Framhaldsskáldsaga eftir höfund The Godfather. Gerist í Las Vegas á skáldaða hótelinu Hotel Xanadu.

The Eudaemonic Pie eftir Thomas Bass (1985) – Raunsönn saga af útskriftarhópi stúdenta sem byggja tástýrðar tölvur til að spá fyrir um úrslit á rúllettuborðum spilahallanna.

Man with the $100,000 Breasts and Other Gambling Stories og Telling Lies and Getting Paid eftir Michael Konik (1999, 2001) – Tvö söfn af sögum eftir Michael Konik um fjárhættuspil, fjárhættuspilara, leiki og kasínó.

Bringing Down the House eftir Ben Mezrich (2002) – Metsölubók byggð á reynslu Blackjackliðs MIT. Almennt ekki talin til skáldverka en hún inniheldur þó breytt nöfn, uppspunnin samtöl, samsettar persónur og viðburðalýsingum er breytt til að aðlaga þær sögugerðinni. Bringing Down the House var grunnurinn að kvikmyndinni 21.

Roll the Bones eftir David Schwartz (2006) – Ítarleg og lifandi saga fjárhættuspila um allan heim.

Guys and Dolls and Other Writings eftir Damon Runyon (2008) – Samanasafn af smásögum og sannsögulegum skrifum eftir Damon Runyon á þriðja og fjórða áratug 20. aldarinnar. Safnið inniheldur smásögur sem mynda grunninn að söngleiknum og kvikmyndinni Guys and Dolls og segja frá Al Capone og Arnold Rothstein.

Kvikmyndir þar sem kasínó og leikir koma fyrir

Casablanca (1942) – Stærsti hluti myndarinnar gerist á Rick's Café Américain, sem er með rúllettuhjóli með svindlbúnaði eigandanum til góða (Rick, leikinn af Humphrey Bogart). Rick segir nýkvæntum manni, sem er að reyna fá peninga fyrir vegabréfsáritunum til að komast til Ameríku og flýja stríðið, að leggja undir á 22 á rúllettuhjólinu. Hann gerir það og vinnur.

Guys and Dolls (1955) – Byggt á Broadway söngleiknum sem var svo aftur byggður á nokkrum sögum Damon Runyon og kvikmyndaða útgáfan skartaði Marlon Brando í aðalhlutverki sem fjárhættuspilarinn Sky Masterson. Frank Sinatra, sem Nathan Detroit, söng Luck Be a Lady.

To Catch a Thief (1955) – Kvikmynd Alfred Hitchcock með Cary Grant og Grace Kelly í aðalhlutverkum, gerist í villum, kasínóum og hótelum á frönsku rivíerunni. Grant leikur John Robie, fyrrum skartgripaþjóf sem er leigður til að elta Frances Stevens (Kelly), vegna gruns um að hún sé í rauninni skartgripaþjófur. Í einu atriðanna í spilahöll missir Robie (Grant) verðmætan spilapening niður um hálsmál kvenkyns rúllettuspilara.

Meet Me in Las Vegas (1956) – Kúreki sem er fjárhættuspilari uppgötvar að hann er heppinn í rúllettu ef hann heldur í hendur dansara sem heitir Marie. Hins vegar vill Marie ekki leiða hann til að byrja með.

Ocean's 11 (1960) – Upprunalega útgáfan var með Frank Sinatra í aðalhlutverki sem Danny Ocean, sem lagði á ráðin um að ræna fimm spilahallir í Las Vegas á einu kvöldi. Í myndinni kom fyrir kjarninn úr "rottugenginu" fá Hollywood: Sammy Davis, Jr., Dean Martin, Peter Lawford, Angie Dickinson og Joey Bishop. Peter Lawford keypti upprunalega réttinn að sögunni. Þegar hann kynnti söguþráðinn fyrir Frank Sinatra, sagði Sinatra honum í gríni að "gleyma þessari mynd. Gerum þetta frekar í alvöru!" Á meðan kvikmyndatökur stóðu yfir í Las Vegas kom Sinatra fram á kvöldin í Copa Room á Sands Hotel & Casino ásamt Martin, Davis og Lawford.

Honeymoon Machine (1961) – Þrír menn í kafbát nota tölvu bátsins síns til að reikna feril rúllettuboltans í Venice Casino. Málin flækjast svo þegar aðmírállinn þeirra mætir í kasínóið.

Diamonds are Forever (1971) – James Bond mynd byggð á skáldsögu eftir Ian Fleming með Sean Connery í hlutverki James Bond. Hluti sögunnar gerist í Las Vegas í (uppskálduðu) Whyte House, sem var í eigu milljarðamæringsins einræna, Willard Whyte. Bond spilar teningaspil í þessari sögu. Eitt atriðanna fer fram á gólfi spilahallarinnar Circus Circus.

The Sting (1973) – Ein frægasta kvikmyndin um leiki sem byggjast á hæfni og heppni, sem og á sjálfstraustsleikjum/prettum (e. confidence games - cons). Með Paul Newman og Robert Redford í aðalhlutverkum sem óheiðarlega spilara sem reyna að vinna peninga af jafnvel enn óheiðarlegri spilurum. Þar er atriði þar sem persóna Roberts Redford tapar hagnaði sem hann hafði áður stolið þegar hann spilar á rúllettuhjóli með svindlbúnaði.

Lost in America (1985) – Gamanmynd þar sem Albert Brooks og Julie Hagerty eru sem hjón að búa sig undir að leggja hraðfleygt líferni sitt að baki. Aðeins nokkrum dögum eftir að nýr lífstíll þeirra hefst, sem felst í að aka húsbíl þvert um landið, stoppa þau í Las Vegas og konan tapar öllum peningunum þeirra í rúllettu. Hún veðjar á 22 og ólíkt því sem fór hjá hjónunum í Casablanca þá vinnur hún aldrei.

Heat (1986) – Spennumynd með Burt Reynolds í aðalhlutverki sem lífvörður í Las Vegas. Þar sést Reynolds í nokkrum atriðum vinna og tapa stórt í blackjack. Byggð á skáldsögu og kvikmyndahandriti fræga handritshöfundarins William Goldman.

Rain Man (1988) – Mikið lofuð kvikmynd með Dustin Hoffman og Tom Cruise í aðalhlutverkum sem vann til fernra Óskarsverðlauna árið 1989: besta myndin, besta frumsamda handritið, besti leikstjórinn (Barry Levinson) og besti leikarinn (Hoffman). Sagan sýnir ferðalag tveggja bræðra þvert yfir landið, þar sem Hoffman er einhverft séní sem hefur verið lokaður inni á stofnun og Cruise er sjálfselskur, ruddalegur maður sem vissi ekki fyrir af tilvist þessa bróður síns. Þeir koma við í Las Vegas, gista á Caesars Palace og Raymond (persóna Hoffmans) notar stærðfræðigáfu sína og minnistækni til að vinna í Blackjack.

Let It Ride (1989) – Gerist á kappreiðavelli og er fyndnasta mynd sem gerð hefur verið um venjur, hjátrú og persónur sem lifa og hrærast í kringum fjárhættuspil. Í aðalhlutverkum eru Richard Dreyfuss, David Johanson, Teri Garr, Robbie Coltrane og Jennifer Tilly.

Bugsy (1991) - Warren Beatty leikur Ben "Bugsy" Siegel, mafíósa frá New York sem fór til Los Angeles til að kaupa verðmálabúðir fyrir hönd stjóranna Meyer Lansky og Charlie Luciano. Ferð til Las Vegas byrjar ferilinn að baki þess að stofna fyrsta stóra áfangastað borgarinnar, Flamingo. Horfnir fjármunir og umframkostnaður leiða að lokum til þess að Siegel er myrtur. Annette Bening leikur Virginia Hill, konuna sem Siegel er ástfanginn af.

Indecent Proposal (1993) - Robert Redford leikur milljarðamæring sem ætlar að ná sér í gifta konu (sem leikin er af Demi Moore) í Las Vegas. Redford býður $1 milljón fyrir eina nótt með henni og hún tekur boðinu til að fjármagna fasteignaverkefni sitt og eiginmanns síns. Sambönd þróast og slitna áður en hún snýr að lokum aftur til eiginmannsins síns (leikinn af Woody Harrelson).

Casino (1995) - Martin Scorsese leikstýrir mynd sem beinir sviðsljósinu að mafíósunum Ace Rothstein og Nicky Santoro, sem flytja til Las Vegas til að taka yfir stjórn á ýmsum spilahöllum. Myndin gerist á áttunda og níunda áratug 20. aldar og sagan veitir smá innsýn í raunverulegt líf manna eins og Anthony Spilotro, ásamt því að sýna ástir, eiturlyf og miskunnarlausan heim mafíunnar. Stjörnuprýddur leikendahópurinn skartar fólki eins og Robert De Niro, Joe Pesci og Sharon Stone.

Croupier (1998) - Clive Owen í aðalhlutverki sem rithöfundur sem gerist gjafari í þessari bresku mynd með dökkleitum undirtónum. Kasínóheimurinn blæs lífi í hlutina og tekur stjórn á lífi hans og ástarsambandi einnig.

Run Lola Run (1998) - Þýsk spennumynd þar sem fylgst er með Lolu (leikin af Franka Potente), sem fær símtal frá kærasta sínum sem heimtar 100.000 þýsk mörk til að bjarga lífi sínu. Hún hefur 20 mínútur til að safna eða finna féð og þrjár mögulegar leiðir til að nálgast það en ein þeirra snýst um rúllettu. Hvert áhlaup að peningunum endar með ólíkum niðurstöðum.

Owning Mahowny (2003) - Philip Seymour Hoffman er í aðalhlutverki í þessari virtu mynd sem byggir á sannri sögu bankamanns í Toronto sem dregur sér yfir $10 milljónir í fjármunum á 18 mánaða tímabili til að spila í kasínóleikjum þar sem mikið er undir.

Ocean's Eleven (2001), Ocean's Twelve (2004), Ocean's Thirteen (2007) – Röð kvikmynda sem byggir á Ocean's 11 (1960) sem hefst á ránum sem fara fram samtímis í spilahöllum í Las Vegas. Í myndunum leika George Clooney, Brad Pitt, Matt Damon, Don Cheadle, Andy Garcia og Julia Roberts stór hlutverk.

21 (2008) – Mynd sem byggir á bók Bens Mezrich, Bringing Down the House, skáldlegri útgáfu af reynslu Blackjackliðs MIT.

The Hangover (2009) – Gamanmynd um steggjaveisluhelgi í Las Vegas þar sem allt gengur á afturfótunum.. Í myndinni er atriði þar sem Alan (leikinn af Zach Galifianakis), andstætt sinni almennu gamansömu hegðun, spilar snilldarlega í blackjack, telur spil og vinnur stórt. 

Toy Story 3 (2010) – Vinsæla Disney Pixar myndin sýnir atriði þar sem teiknuðu leikföngin stofna kasínó. Söguleikfangið See 'n Say, er notað sem rúllettuhjól. Það sem er spilað um eru rafhlöður.

Lög þar sem kasínó og leikir koma fyrir

Ace of Spades - Motorhead (1980) - spil, teningar

Blackjack - Ray Charles (1955) - blackjack

Casino Boogie - Rolling Stones (1972) - kasínó, Monte Carlo

Do It Again - Steely Dan (1972) - spil, Las Vegas

Draw of the Cards - Kim Carnes (1981) - spil

Gambler, The - Kenny Rogers (1978) - póker

Go Down Gamblin' - Blood, Sweat & Tears (1971) - blackjack, teningaspil, rúlletta, kasínó

The House of the Rising Sun - The Animals (1964) - fjárhættuspil

Junior's Farm - Paul McCartney (1974) - póker

Leavin' Las Vegas - Sheryl Crow (1993) - Las Vegas

Lily, Rosemary and the Jack of Hearts - Bob Dylan (1975) - kasínó, póker

Little Queen of Spades - Robert Johnson (1938) - spil, heppni

Lonesome Loser - Little River Band (1979) - spil

Luck Be a Lady - Frank Sinatra (1965) - kasínó, teningar

The Man Who Broke the Bank at Monte Carlo - Fred Gilbert (1892) - Monte Carlo, spilahöll

Poker Face - Lady Gaga – (2008) - póker

Pretty Vegas - INXS – (2005) - Las Vegas

Queen of Las Vegas - B-52s (1983) - rúlletta, spil, Las Vegas

Ramblin; Gamblin' Willie - Bob Dylan (1962) - spil, teningar, póker

Ramblin' Gamblin' Man - Bob Seger (1969) - teningar, rúlletta, fjárhættuspil

Riverboat Gambler - Carly Simon (1976) - kasínó, fjárhættuspil

Roll of the Dice - Bruce Springsteen (1992) - teningaspil, teningar

Roll the Bones - Rush (1991) - teningar

Roulette - Bon Jovi (1984) - rúlletta

Shape of My Heart - Sting (1993) - spil

Smoke on the Water - Deep Purple (1971) - kasínó

Tumbling Dice - Rolling Stones (1972) – teningar

Viva Las Vegas - Elvis Presley (1964) - Las Vegas, kasínó, blackjack, rúlletta, póker, spilakassar, teningaspil

Waking Up in Vegas - Katy Perry (2008) – Vegas

We're An American Band - Grand Funk Railroad (1973) – póker

The Winner Takes It All - ABBA (1980) - spil, teningar

Aukaveðmál (e. proposition bets)

Aukaveðmál, eða prop-veðmál, eru hliðarveðmál um hluti sem tengjast kasínóleikjum eða öðrum leikjum sem koma við sögu ekki með beinum hætti. Getraunabækur spilahalla bjóða upp á fjölmörg aukaveðmál á aukalega þætti stórra íþróttaviðburða. (Dæmi: Líkur á "safety" dómi í Super Bowl, eða að læknir hringsins stöðvi aðalbardaga um meistaratitil.) Kasínóleikir bjóða stundum ýmis aukaveðmál varðandi líkur á að tilteknar samsetingar spila eða teninga sjáist.

Einkaveðmál milli veðjenda (vanalega miklir spilarar kasínóleikja eða atvinnufjárhættuspilarar) eru sérstaklega þekktur hluti aukaveðmála. Þessi veðmál gætu oft hljómað fáránlega (og sum eru það) en aukaveðmál geta líka reynt á líkamlegan styrk spilara, þekkingu, leikfærni og keppni ásamt því að geta boðið ýmsa forgjöf. Jafnvel þó að þessi hliðarveðmál séu ekki hluti af neinum kasínóleik (og skráning verður til, ef einhver er, með munnmælum), eru aukaveðmál heillandi þáttur menningar kasínóleikja og samfélags spilara leikjanna.

Varúðarráð við að taka stórum aukaveðmálum

Almennt, ef einhver tekur stórskrítinni áskorun, er nokkuð líklegt að þeim takist að klára hana. Í The Idyll of Miss Sarah Brown, frægri smásögu eftir Damon Runyon (hún var grunnurinn að söngleiknum og kvikmyndinni Guys and Dolls), gefur faðir Sky Masterson honum þetta ráð í veganesti: "Sonur, alveg sama hversu langt þú ferðast, eða hversu gáfaður þú verður, skaltu alltaf muna þetta: Einhvern tímann, einhvers staðar, mun náungi nálgast þig og sýna þér glænýjan spilastokk sem er enn með órofið innsigli og þessi náungi á eftir að veðja við þig um að spaðagosinn muni stökkva út úr spilastokknum og sprauta drykk í eyrað á þér. En, sonur, þú skalt ekki veðja við hann, því jafn víst og þú hefur gert það muntu fá drykk sprautuðum í eyrað á þér.

Veðmálabók White's

White's var leiðandi einkaklúbbur í London á 18. og 19. öldinni, með meðlimum sem að sögn veðjuðu á allt mögulegt. Sögur af meðlimum vísa í veðmál um hvaða tveir regndropar myndu fyrst komast neðst á rúðu og hvort að særð manneskja sem féll í jörðina fyrir framan klúbbinn væri lifandi eða dauð. White's hélt úti veðmálabók sem meðlimir rituðu í aukaveðmál sín. Flest veðmálanna snérust um ágiskanir á fæðingardaga í framtíðinni, dauða og brúðkaup. Samkvæmt Claire Cock-Starkey í The Georgian Art of Gambling (British Museum, 2013), var síðasta færslan í einni bókinni veðmál á milli Montfort lávarðar og Sir Jno. Bland um líf Beau Nash (veislustjórans í Bath) og leikarans Colley Gibber: á milli Nash og Gibber, hvor myndi lifa lengur? Í bók White's stóð "bæði Lord M. og Sir Jno. Bland batt enda á líf sitt áður en skorið var úr veðmálinu".

Hinn ósökkvandi Titanic Thompson

Alvin Clarence "Titanic Thompson" Thomas var einn af upprunalegu flökkufjárhættuspilurum Bandaríkjanna í upphafi 20. aldar. Hann var raunverulegur innblástur að persónu Damon Runyons, Sky Masterson. Titanic Thompson var meistari aukaveðmálanna af því að honum tókst alltaf að finna leið til að öðlast eitthvað forskot. Í reglulegri ferð með öðrum fjárhættuspilurum til Joplin, Missouri, tók hann eftir verkamönnum sem voru að reisa "20 mílur til Joplin" skilti. Thompson réði mann til að grafa upp skiltið, færa það 5 mílum nær Joplin og kvartaði svo hástöfum um rangfærslur skiltisins að grunlausir ferðafélagar hans veðjuðu við hann og töpuðu. Hann vann veðmál um að hann gæti kastað valhnetu yfir hótelþak. (Það var þyngd valhnetuskel).

Maðurinn með $100.000 brjóstin

Michael Konik, í The Man With the $100,000 Breasts and Other Gambling Stories (1999), sagði frá sögu sem nú er orðin fræg um hvernig atvinnufjárhættuspilarinn Brian Zembic vann $100.000 veðmál/áskorun árið 1996 með því að fá sér og hafa á sér brjóstaígræðslu í heilt ár. Hann hafði brjóstaígræðsluna áfram eftir að hafa unnið veðmálið og skv. viðtali frá 2013 er hann enn með hana.

Útlegðarveðmál

Önnur fræg aukaveðmál eða áskoranir eru úthýsis- eða útlegðarveðmál, þar sem einhver samþykkir að fara eða búa einhvers staðar í tiltekinn tíma. Þessi veðmál eru almennt erfiðari fyrir atvinnufjárhættuspilara en aðra því að (a) aðalaðdráttarafl þessa lífstíls er sjálfstæði og frelsi; (b) atvinnufjárhættuspilarar eyða talsverðum tíma í kasínóum eða öðrum stöðum sem eru uppfullir af hasar og sjónrænu og hljóðrænu áreiti; og (c) fjárhættuspilari sem er farsæll en í útlegð/úthýst frá spilahöll er að gefa frá sér tekjur með því að gangast undir að vera í einhvern tíma fjarri spilahöllum.

Á tíunda áratugnum eggjaði annar atvinnuspilari Las Vegas atvinnumanninn John "Johnny World" Hennigan til að sanna að hann gæti eytt mánuði í að búa í Des Moines, Iowa, almennt byggilegum bæ sem var andstæða kunnulegustu staða Hennigans, eins og Las Vegas, Philadelphia og Atlantic City. Veðmálið hljóðaði upp á $25.000 og Hennigan varð að vera innan tiltekins svæðis í Des Moines, sem náði utan um hótelið sem hann bjó á, golfvöll þar sem hann hugðist æfa sig í golfi og einn bar sem hann bjóst við að yrði staður þar sem hann gæti eytt tímanum. Honum tókst ekki að endast í tvo daga. Hann hataði hótelið, golfvöllinn og barinn og hafi ekkert frelsi til að finna (í Des Moines eða annars staðar) betri aðstöðu. Hann hringdi í fjárhættuspilarann sem hann veðjaði við og bauðst til að samþykkja lægri greiðslu, því síðan hann hafði flutt sig til Des Moines gat hann augljóslega ekki verið þar og unnið. Á endanum varð hann að greiða umsamda upphæð til að fá að yfirgefa Des Moines á undan áætlun.

Árið 2008 veðjuðu pókerspilararnir Andrew Robl og Alec Torelli við Jay Kwik (þekktur sem "Bellagio Jay" vegna alls þess tíma sem hann eyddi í Bellagio) að hann gæti ekki verið búandi 30 daga inni á baðherbergi Bellagio í Las Vegas, Nevada í Bandaríkjunum. Takmarkanir voru á mínútulengd símtala í farsímann og enginn tölvuaðgangur var leyfður. Hann mátti fá aðgang að litlum DVD spilara og fá sendan mat. Robl og Torelli settu upp vefmyndavél til að fylgjast með baðherbergishurðinni og buðu hverjum sem er á netinu $500 fyrir að uppljóstra um brot á samkomulaginu. Eftir 20 daga greiddu þeir upphæð með afslætti (talin vera $40.000) fyrir að yfirgefa baðherbergið og enda veðmálið.

Lodden hugsar

Tveir sem eru að veðja tilnefna þriðju persónuna sem Lodden. Þeir spyrja Lodden-inn spurninga sem krefjast að svarað sé í tölum. (T.d., íbúafjöldi Ástralíu, fjöldi hálsbinda í eigu Baracks Obama, fjöldi bóka sem Lodden-inn á.) Lodden-inn svarar í trúnaði (til fjórðu persónunnar eða á pappírsmiða) og þeir sem eru að veðja koma með boð í tölu sem er yfir/undir svörum Lodden-sins. Leikurinn krefst flókinnar greiningar: hins raunsanna, hlutlæga svars (ef það er til; mats á hvað Lodden-inn heldur að svarið sé; hvað mótveðjarinn telur að sé rétta svarið eða hvað Lodden-inn heldur; og verðið sem sett er á yfir/undir boðið. Leikurinn fékk nafn sitt þegar hópur pókerspilara fann það upp við pókerborð og útnefndi atvinnuspilarann Johnny Lodden sem þá persónu hvers svör þeir veðjuðu um. Í leiknum eru yfirleitt margir þátttakendur: þeir tveir sem veðja, aukaaðilar sem veðja sem slást í leikinn, persónan sem er útnefndur Lodden-inn og aðrir sem gætu lagt til spurningar.