Sagan af rúllettu

Rúlletta í bókmenntum og kvikmyndum

Rúlletta er uppáhaldsleikur margra sagnameistara. Handahófið og nær endalaus spenna við hvern snúning hjólsins á við um bókmenntaþemu eins og óvissu, áhættu og örlög. Rússnesku rithöfundarnir Leo Tolstoy og Fyodor Dostoevsky voru báðir mjög hrifnir af rúllettu og kölluðu við ólík tækifæri til sín Ivan Turgenev í þýskar spilahallir til þess að hjálpa þeim að rífa sig burtu frá leikjunum.

Rúlletta í bókmenntum

Fyodor Dostoevsky, Fjárhættuspilarinn (1866) – Víðfrægi rússneski rithöfundurinn Dostoevsky þurfti að ljúka við þessa sögu í snarhasti – til þess að greiða kasínóskuldirnar sínar. Sagan felur í sér skuld við aðra og í henni koma fyrir fjölmörg atriði sem gerast við rúllettuborðið.

Daniel Deronda eftir George Eliot (1876) – Sagan af Daniel Deronda og Gwendolen Harleth hefst á að frú Harleth tapar öllum sínum peningum við rúllettuborðið. Hún leggur hálsmen að veði til að geta spilað lengur en Deronda kaupir það aftur og skilar því til hennar.

Casino Royale eftir Ian Fleming (1953) – Fyrsta skáldsagan um James Bond hefst á því að Bond er að spila rúllettu. Rúllettuborðið kemur oft fyrir í sögunum um Bond og áhugamenn um leikinn hafa meira að segja þróað James Bond-kerfið sem byggist á herkænsku ofurnjósnarans.

The Eudaemonic Pie eftir Thomas Bass (1985) – Raunsönn saga af útskriftarhópi stúdenta sem byggja tástýrðar tölvur til að spá fyrir um úrslit á rúllettuborðum spilahallanna.

Rúlletta í kvikmyndum

Casablanca (1942) – Stærsti hluti myndarinnar gerist á Rick's Café Américain, sem er með rúllettuhjóli með svindlbúnaði eigandanum til góða (Rick, leikinn af Humphrey Bogart). Rick segir nýkvæntum manni, sem er að reyna fá peninga fyrir vegabréfsáritunum til að komast til Ameríku og flýja stríðið, að leggja undir á 22 á rúllettuhjólinu. Hann gerir það og vinnur.

To Catch a Thief (1955) – Kvikmynd Alfred Hitchcock með Cary Grant og Grace Kelly í aðalhlutverkum, gerist í villum, kasínóum og hótelum á frönsku rivíerunni. Grant leikur John Robie, fyrrum skartgripaþjóf sem er leigður til að elta Frances Stevens (Kelly), vegna gruns um að hún sé í rauninni skartgripaþjófur. Í einu atriðanna í spilahöll missir Robie (Grant) verðmætan spilapening niður um hálsmál kvenkyns rúllettuspilara.

To Catch a Thief (1973) – Ein frægasta kvikmyndin um leiki sem byggjast á hæfni og heppni, sem og á sjálfstraustsleikjum/prettum (e. confidence games - cons). Með Paul Newman og Robert Redford í aðalhlutverkum sem óheiðarlega spilara sem reyna að vinna peninga af jafnvel enn óheiðarlegri spilurum. Þar er atriði þar sem persóna Roberts Redford tapar hagnaði sem hann hafði áður stolið þegar hann spilar á rúllettuhjóli með svindlbúnaði.

Lost in America (1985) – Gamanmynd þar sem Albert Brooks og Julie Hagerty eru sem hjón að búa sig undir að leggja hraðfleygt líferni sitt að baki. Aðeins nokkrum dögum eftir að nýr lífstíll þeirra hefst, sem felst í að aka húsbíl þvert um landið, stoppa þau í Las Vegas og konan tapar öllum peningunum þeirra í rúllettu. Hún veðjar á 22 og ólíkt því sem fór hjá hjónunum í Casablanca þá vinnur hún aldrei.

Toy Story 3 (2010) – Vinsæla Disney Pixar myndin sýnir atriði þar sem teiknuðu leikföngin stofna kasínó. Söguleikfangið See 'n Say, er notað sem rúllettuhjól. Það sem er spilað um eru rafhlöður.

Stærðfræðileg líkön (kerfi) í rúllettu

Rúlletta hefur verið vinsæl í mörg hundruð ár. Tíminn sem það tekur boltann sem snýst að stöðva á tölu eykur svo enn á spennutímann og hugsanaganginn. Þessir tveir tímaásar – hundruðir ára, tíminn sem það tekur að skera úr um veðmál – hafa báðir verið uppfullir af "kerfum" til að slá rúllettunni við. Aðferðirnar eru ólík stærðfræðileg líkön sem eiga að segja til um upphæðir sem veðjað er með. Þessi kerfi eru í raun bara mismunandi leiðir til að veðja á líkur sem þegar eru ljósar. Hvert kasínó gefur upp slíkar líkur og sumir spilarar nota tilteknar veðmálsaðferðir til að finnast sem þeir séu að hafa betur en kerfið. Í hverju einasta tilviki hámarka kerfin sigra og lágmarka töp við tilteknar aðstæður og gera hið gagnstæða við aðrar aðstæður.

Martingale - Tvöfaldaðu upprunalegt veðmál eftir að hafa tapað. Eftir hvert tap tvöfaldarðu veðmálið aftur þar til þú hefur unnið til baka allt sem þú hefur tapað. Það er hannað til þess að leggja undir á rautt-svart, hátt-lágt, slétt-odda.

Grand Martingale - svipar til Martingale en er bætt með því að bæta einni einingu við hvert veðmál eftir tap. Haltu áfram þar til einn vinningur bætir upp fyrir allt tapið plús það sem þú þénar í hagnað af þessari einu aukaeiningu.

Labouchere - Notast við röð talna og spilari ákvarðar veðmálsupphæð á hverja tölu. Spilaðu fyrst á tölurnar á utanverðu borðinu á listanum og margfaldaðu veðmálsupphæðina með sex. Eftir að þú vinnur strikarðu yfir þær tölur og notar svo afganginn af tölunum fyrir utan. En eftir að hafa tapað bætirðu tölu við á enda raðarinnar og byrjar aftur.

D'Alambert - Tilbrigði við upprunalega Martingale-kerfið þar sem spilari hækkar veðmál um eina einingu fyrir hvert tapað veðmál.

Paroli - Þetta kerfi er andstæðan við Martingale, sem tvöfaldar veðmál eftir snúning sem skilar vinningi.

James Bond - Þessi aðferð er frekar nákvæm. Til dæmis er spilari með 70% af veðmálinu sínu í tilteknum snúningi á háu tölurnar (19-36), 25% á 13-18 og 5% á núll. Svo fylgirðu framgangsmátanum í Martingale-kerfinu. (Virkar sérstaklega vel ef, t.d. Sean Connery er að spila í ítölsku kasínói um 1963, 17 kemur upp þrjá snúninga í röð!)

Frægar útborganir í rúllettu

Joseph Jaggers (1873) - Enskur verkfræðingur sem byrjaði að leggja smátt undir á rúllettuhjólið í Monte Carlo og vann á bilinu 150.000 til 300.000 franka fyrsta daginn. Eftir þrjá daga hafði hann unnið 1,5 milljón franka. Kerfið hans varð til þess að croupierarnir (gjafararnir) fóru að snúa boltanum sérstaklega andspænis snúningi hjólsins.

Charles Wells (1891) – Á meðan frægri þriggja daga sigurgöngu hans stóð í Casino de Monte Carlo, vann hann 1 milljón franka og lokaði tímabundið nokkrum rúllettuborðum með því að tæma hjá þeim bankann. Hann varð samstundis þekktur um allan heim og gerður ódauðlegur í laginu The Man That Broke the Bank at Monte Carlo. Hann snéri svo aftur síðar í aðra vel heppnaða atlögu að rúllettunni. Í janúar 1892 kom hann svo í þriðja sinn, þá á 291 feta snekkju og tapaði miklu, þar á meðal einhverjum peningum sem hann hafði fengið frá fólki sem hélt að það væri að fjárfesta í tæki sem átti að brenna kolin þeirra á skilvirkari hátt. Hann var síðar fangelsaður í átta ár í Bretlandi fyrir svikin.

Gonzalo Garcia-Pelayo (1989) - Spænski stærðfræðingurinn skoðaði náið rúllettuhjólin í Casino Gran Madrid til að leita að misfellum í hönnun þeirra og hannaði svo tækni í kjölfarið samkvæmt niðurstöðunum. Eftir að hafa verið bannaður úr spilahöllum höfðaði hann mál og vann. Hæstiréttur Spánar lýsti yfir að aðferð hans væri "réttmæt" og "stórsnjöll".

Chris Boyd (1994) - Enskur tölvuforritari sem seldi hús sitt fyrir £147.000 og skellti sér með peningana í Binion's Horseshoe í Las Vegas. Hann veðjaði öllu á rautt, tvöfaldaði féð og flaug aftur heim til kærustunnar sinnar í High Wycombe sem hafði ekki hugmynd um áætlun hans.

Ashley Revell (2004) - Í tilraun til að endurskapa velgengni Boyd seldi annar Englendingur heimili sitt, flaug svo og heimsótti The Plaza í Las Vegas og lagði £76.500 undir á rautt. Hjólið stöðvaðist á rauðum sjö, nákvæmlega sömu tölu og lenti hjá Boyd og hann tvöfaldaði peningana sína. Hann flaug svo aftur heim til Kent og hélt lífinu áfram.

Staðreyndir af handahófi um rúllettu

Hjól með misfellum (I)

Árið 1873 byrjaði enski verkfræðingurinn Joseph Jaggers að leggja smátt undir á rúllettuhjólið í Monte Carlo og vann á bilinu 150.000 til 300.000 franka fyrsta daginn. Eftir þrjá daga hafði hann unnið 1,5 milljón franka. Kerfið hans varð til þess að croupierarnir (gjafararnir) fóru að snúa boltanum sérstaklega andspænis snúningi hjólsins.

Hjól með misfellum (II)

Árið 1889 skráði spænski stærðfræðingurinn Gonzalo Garcia-Pelayo náið mynstur í rúllettuhjólunum í Casino Gran Madrid til að leita að misfellum í hönnun þeirra og hannaði svo tækni í kjölfarið samkvæmt niðurstöðunum. Fyrst vann hann £350.000 á einum degi og svo yfir £700.000 á milli 1992 og 1994. Eftir að hafa verið bannaður úr spilahöllum höfðaði hann mál og vann. Hæstiréttur Spánar lýsti yfir að aðferð hans væri "réttmæt" og "stórsnjöll".

Maðurinn sem sprengdi bankann í Monte Carlo

Charles Wells (1891) – Árið 1891 varð uppfinningamaðurinn Charles Wells heimsfrægur kasínóspilari í Casino de Monte Carlo. Á meðan frægri þriggja daga sigurgöngu hans stóð vann hann 1 milljón franka og lokaði tímabundið nokkrum rúllettuborðum með því að tæma hjá þeim bankann. Hann varð samstundis þekktur um allan heim og gerður ódauðlegur í laginu The Man That Broke the Bank at Monte Carlo. Hann snéri svo aftur síðar í aðra vel heppnaða atlögu að rúllettunni. Í janúar 1892 kom hann svo í þriðja sinn, þá á 291 feta snekkju og tapaði miklu, þar á meðal einhverjum peningum sem hann hafði fengið frá fólki sem hélt að það væri að fjárfesta í tæki sem átti að brenna kolin þeirra á skilvirkari hátt. Hann var síðar fangelsaður í átta ár í Bretlandi fyrir svikin.

Tvöfalt eða ekkert (I)

Árið 1994 seldi enski tölvuforritarinn Chris Boyd hús sitt fyrir £147.000 og tók með sér í Binion's Horseshoe í Las Vegas, Nevada í Bandaríkjunum. Hann veðjaði öllu á rautt. tvöfaldaði féð þegar hjólið lenti á rauðum sjö og flaug aftur heim til kærustunnar sinnar í High Wycombe sem hafði ekki hugmynd um áætlun hans.

Tvöfalt eða ekkert (II)

Ashley Revell hafði heyrt að afreki Chris Boyd. Árið 2004 seldi Revell heimili sitt og eigur og flaug til Las Vegas. Hann kom þá í The Plaza í miðbænum í leigðum smóking, eftir að hafa selt öll fötin sín. Hann lagði allt undir - £76.500 - á rautt. Hjólið stöðvaðist á rauðum sjö, nákvæmlega sömu tölu og lenti hjá Boyd og hann tvöfaldaði peningana sína. Hann einfaldlega tók saman vinninginn sinn og snéri aftur til Englands og hélt áfram að lifa sínu lífi.

Sean Connery gegn James Bond

Sean Connery er þekktur fyrir glæsilegan leikferil sinn, sérstaklega þó túlkun sína á James Bond. Skömmu eftir fyrsta hlutverk sitt sem Bond, 1962, heimsótti hann Casino de la Vallee í Saint-Vincent á Ítalíu. Hann lagði tvisvar undir á 17 og tapaði. Hann veðjaði svo í þriðja sinn á 17 og náði þá að fá umtalverða upphæð greidda. Hann lét svo þann vinning flakka áfram á borðinu og 17 lenti aftur og svo í þriðja sinn. Hann gekk út með £10.750 í vinning. Árið 1971, í sjöttu Bond-mynd Connerys, Diamonds are Forever, spilar James Bond rúllettu í Las Vegas og veðjar á 17.

Samkomulag við skrattann

Farsælasta spilahöll 19. aldarinnar var Casino de Monte Carlo Francois Blancs. Hann færði Monte Carlo nýjungina sem hann þróaði með bróður sínum í Bad Homburg, sem var að bjóða rúllettuhjól með aðeins einu núlli. Blanc var þekktur sem Töframaðurinn af Monte Carlo og goðsögn hans átti að felast í að hann gerði samkomulag við skrattann sem færði spilahöll hans velgengni í rúllettu. "Sönnunin" fyrir þessari goðsögn var að summa talnanna á rúllettuhjólinu er 666.

PokerStars Casino App

PokerStars Casino App

Spilaðu PokerStars Casino leiki á flakkinu með appinu, sem er hægt að sækja fyrir iOS og Android.

Instant bónus í Casino

Casino Games FAQ

Kíktu á síðuna um Instant bónus í Casino til að sjá hvernig Instant bónusinn þinn virkar og hvernig þú átt að nota hann.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.