Sagan af spilakössum

Spilakassar í dægurmenningunni

Flestir kasínóleikir hafa komið fyrir í dægurmenningunni þar sem vísað er til þeirra í tónlist, kvikmyndum, leikritum og sjónvarpsþáttum. Þetta á líka við um spilakassa en hefur líka farið í hina áttina: spilakassar sem byggjast á tilvísunum í dægurmenninguna.

Árið 1997 hóf International Game Technology (IGT) að gera það sem síðar varð mjög vinsælt, að byggja spilakassana með þemu úr dægurmenningunni. Wheel of Fortune vélarnar þeirra keyptu leyfi til að nota þennan vinsæla bandaríska leikjaþátt í sjónvarpi og bónusleikirnir í kassanum voru með innbyggðar myndir og hljóð úr þættinum. Fyrirtækið byrjaði líka að greiða fyrir leyfi til að nota ímyndir frægra með röð sinni af Elvis spilakössum, sem hófst 1998.

Spilakassar kasínóa um allan heim sækja margar vinsælustu tilvísanirnar í menningu fræga fólksins. Wheel of Fortune greiddi leið spilakassa sem byggðu á leikjaþáttum í sjónvarpi eins og Jeopardy, American Idol, Amazing Race, Price is Right, Who Wants to be a Millionaire og Deal or No Deal. Kvikmyndir gátu líka af sér sína eigin spilakassa, þar á meðal ólíka titla eins og Forrest Gump, The Good the Bad and the Ugly, Sex in the City, Scarface, Star Trek, Star Wars, Legally Blonde, Rocky og Avatar. Fræga fólkið hefur svo fetað í fótspor Elvis í spilakassana, þar á meðal Marilyn Monroe, Elton John, Dolly Parton, Michael Jackson, Andre the Giant og Bruce Lee. Sigrar ítalska knapans Frankie Dettori, "stórfenglega sjöan" einn daginn á Ascot gátu svo af sér vélina Frankie Dettori Magic Seven. Það eru líka Hulkamania kassar, kassar með The Hoff (David Hasselhoff) og kassar sem byggjast á spjallþáttastjórnandanum Ellen DeGeneres.

Tækni spilakassanna

Hefðbundir vélrænir kassar

Spilakassar virkuðu í rauninni eins frá því að þeir voru fundnir upp í lok 19. aldarinnar og fram til áranna rétt eftir 1960. Spilarinn byrjaði á að inn setja mynt. Sú mynt opnaði fyrir handfangið á hlið vélarinnar. Næst togaði spilarinn í handfangið, sem lét hjólin þá byrja að snúast. Hjólin, sem voru með myndum og táknum, stöðvuðust því næst hvert á eftir öðru. (Ein fyrsta uppfinningin var að stöðva hjólin hvert á eftir öðru frá vinstri til hægri. Þetta sannfærði spilarana um að hjólin snérust óháð hverju öðru og jók á spennuna um hver útkoman yrði.) Holur í plötum inni í snúningshjólunum voru til samræmis við táknin. Þegar þau stöðvuðust á vinningssamsetningu röðuðust götin upp á þann hátt að það opnaði fyrir mynthólf sem greiddi vinningsupphæðina.

Hefðbundna þriggja hjóla vélin var upprunalega með 10 táknum á hverju hjóli, sem þýddi 1.000 mögulegar samsetningar. (10 sinnum 10 sinnum 10.) Önnur uppfinning sem kom snemma var 20 tákna hjólið. Með 20 stoppum á hverju hjóli, gat þriggja hjóla vél lent á 8.000 mögulegum samsetningum (20 sinnum 20 sinnum 20), voru miklu fleiri möguleikar á vinningssamsetningum sem gáfu misháa vinninga.

Rafrænar vélar

Á sjöunda áratugnum leiddi Bally Manufacturing (frá 1963 með spilakassa sem kallaðist Money Honey) framleiðendur í að hefja innreið rafrænna eiginleika í spilakössum: slembitölubirtar/gjafar (e. random number generators - RNG) í stað handsnúinna hjóla, fjölpeninga og greitt á margar línur og skjáir með vídeómyndum. Í rauninni nota nú allar vélar, þar á meðal þær sem virðast sýna hjól sem snúast, þessa tækni sem er margfalt nákvæmari. Eftir að spilari setur mynt í kassann (eða, það sem er líklegra, pappírsgjaldmiðil eða miða sem er ígildi peninga), velur hann fjölda eininga sem hann vill spila fyrir. Um leið og spilarinn ýtir á hnapp á yfirborði vélarinnar (eða togar í handfang sem sumar vélar hafa á hliðinni), þýðir örgjörvi RNG-inn og sýnir sem tákn.

Eftir að táknin birtast, hvort sem það er á vídeóskjá eða á vélrænum hjólum sem eru forrituð til að lenda til samræmis við RNG, greiðir vélin út vinningssamsetningar.

Rafrænar vélar hafa gjörbylt spilakössum, á meðan þær hafa þó áfram haldið í viðhöfnina og hefðir sem áttu stóran þátt í að gera leikinn vinsælan. Til að byrja með, þó að RNG stjórni niðurstöðunni samstundis, getur forritið endurskapað sjónræna og jafnvel hljóðræna upplifun sem fylgir hefðbundu vélunum. Svo gerir RNG kleift að nota milljarða mögulegra samsetninga, sem þýðir að framleiðendur geta boðið upp á tröllvaxna vinninga í fjölpeningaleikjum með uppsöfnuðum gullpottum eins og í Megabucks í Nevada, Bandaríkjunum. Einnig er myntin alfarið að víkja fyrir TITO (ticket-in, ticket-out). Í stað þess að ganga um með myntrúllur, fötur, hanska og handspritt, geta spilarar sett miða í vélarnar sem eru ígildi peninga ásamt seðlum. Spilakassinn safnar síðan upp og greiðir út inneignir eftir því sem á við eftir spilunina. Þegar spilarar eru svo búnir að spila fá þeir miða sem þeir geta leyst út fyrir upphæðinni sem er á þeim.

Frægir gullpottar í spilakössum

Fyrsti frægi spilakassinn var kassi Charles Fey, Liberty Bell eftir 1890. Hámarksútborgunin þar, fyrir að raða upp frelsisklukkum á öllum þremur hjólunum, var 20 peningar. Frá 1900, gátu vélarnar hannaðar af Herbert Mills greitt út allt að 100 peninga og slepptu þeim einum í einu út í gegnum rör. Fyrsti nútímalegi spilakassinn, Money Honey frá Bally Manufacturing árið 1963, var með rafeindatækni og safntrekt (e. hopper) sem gat geymt 2.500 peninga. Þróun söfnunargullpotta á níunda áratugnum jók á vinsældir spilakassa og, með því að tengja saman útborganir á milli véla, þá stækkuðu gullpottar spilakassanna. Vinsælustu spilakassarnir með söfnunargullpotta, Megabucks frá International Gaming Technology (IGT), voru kynntir til leiks 1986 og hafa verið í aðalhlutverki þegar margir af stærstu gullpottum spilakassanna hafa verið greiddir út. Þegar spilari setur þriggja peninga hámarkið í og svo stöðvast hvert hjól á Megabucks merkinu, vinnur sá spilari gullpottinn.

$5.000.000 – 1. febrúar 1987, í Harrah's Casino í Reno, Nevada í Bandaríkjunum, vann Terry Williams fyrsta Megabucks gullpottinn sem var stærri en $5 milljónir.

$4.600.000 á opnunardegi Mirage – 22. nóvember 1989, Steve Wynn opnaði Mirage í Las Vegas, Nevada í Bandaríkjunum, fyrstu nýju spilahöllina við Las Vegas Strip (aðalgötuna) í nær tvo áratugi. Opnunardaginn vann Elmer Sherwin $4,6 milljóna gullpott Megabucks. Þetta ýtti undir þá sögusögn að stórir gullpottar í spilakössum fylgja opnunum kasínóa. Í skugga þessarar sögusagnar er svo ótrúleg heppni herra Sherwins í Megabucks 16 árum síðar. Þann 19. september 2005 vann hann sinn annan gullpott í Megabucks.

$27.000.000 – 15. nóvember 1998, í Palace Station í Las Vegas, Nevada í Bandaríkjunum, vann 67 ára gömul fyrrum flugfreyja fyrsta Megabucks gullpottinn sem var yfir $20 milljónir, eða samtals $27.580.879,60. Sami spilari hafði áður unnið $680.000 í Wheel of Fortune spilakassa í Palace Station.

$34.900.000 – 26. janúar 2000, í Desert Inn í Las Vegas, Nevada í Bandaríkjunum, vann kokteilþerna í Las Vegas, Cynthia Jay, Megabucks gullpott sem var ríflega $34,9 milljónir. Sex vikum síðar slasaðist hún alvarlega (og systir hennar lést) í bílslysi. Þessi hending hefur gefið goðsögninni um "Megabucks-bölvunina" byr undir báða vængi.

$39.000.000 – 21. mars 2003, vann 25 ára gamall hugbúnaðarverkfræðingur frá Los Angeles Megabucks gullpott að andvirði $39.710.826,36 í Excalibur í Las Vegas, Nevada í Bandaríkjunum.

$21.100.000 fyrir sínum öðrum Megabucks gullpotti - 19. september 2005, vann Elmer Sherwin sinn annan gullpott í Megabucks. Sinn fyrsta vann hann á opnunardegi Mirage árið 1989, sem var $4,6 milljónir). Þarna vann hinn 92 ára gamli herra Sherwin gullpottinn í Cannery Casino í norðurhluta Las Vegas sem gaf honum $21,1 milljón í viðbót.

Staðreyndir af handahófi um spilakassa

Pokies

Í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi vísuðu menn stundum til spilakassa sem pokies. Þetta er stytting á orðinu pókervélar þó að hugtakið nái einnig yfir vélar sem ekki snúast um póker. Í Ástralíu búa nær 3% heimsbyggðarinnar og svo um það bil 20% af öllum spilakössum heims.

Ávaxtavélar

Oft er vísað til spilakassa sem ávaxtavéla. Þetta á uppruna að rekja til véla á meðal þeirra fyrstu sem voru með ávaxtatákn (kirsuber, appelsínur, sítrónur, plómur) á hjólunum. Gælunafnið hefur svo verið útvíkkað þannig að það gildir líka um spilakassa almennt, sérstaklega í Bretlandi og Evrópu. Til að brjóta á bak aftur einokun Ameríkana á spilakössum Charles Fey, þróaði Herbert Mills frá Chicago, Bandaríkjunum árið 1907, spilakassa sem voru nægilega ólíkir hinum til að fá sitt eigið einkaleyfi. Til viðbótar við vélrænan mismun, notuðu vélar hans ávaxtatákn á hjólunum í stað þess að nota spil með tölum og sortum eins og þá tíðkaðist. Á þessum tíma héldu eigendur spilakassa því fram, þegar þeir voru spurðir um lögmæti vélanna, að þær gæfu af sér tyggigúmmí. Ávaxtatáknin voru þar til að sýna bragðtegundir tyggjóa sem spilari gæti unnið.

Bandarísk hefð

Könnun Gallup frá 1938 sýndi að 23% Bandaríkjamanna hafði einhvern tímann spilað í spilakassa. Hún sýndi líka að 29% spiluðu í kirkjulottóum, 23% spiluðu gataspjaldsleiki, 19% veðjuðu á útkomu kosninga, 13% keyptu happdrættismiða og 10% veðjuðu á kappreiðar.

Einhenti bandíttinn

Fjölmörgum hefur verið eignaður heiðurinn að því að uppnefna spilakassana einhenta bandítta. Samkvæmt einni sögunni voru það bandarísku bankaræningjarnir John Dillinger og Charles "Pretty Boy" Floyd sem fundu upp á nafninu þegar þeir voru að spila í spilakassa. Dillinger sleppti 25 senta peningum í vélina og sagði á meðan, "maður þarf sko ekki neina byssu til að ræna einhvern ef þú átt einn svona sem hann getur spilað í". Floyd, sem togaði þá í handfangið, var sammála og bætti við "og þessi bandítti er bara einhentur".

Rétt framhjá

Þann 14. mars 2001 togaði Kirk Tolman í handfangið á Megabucks spilakassa í Wendover, Nevada í Bandaríkjunum og raðaði upp þremur Megabucks merkjum. Því miður fyrir hann þá fipaðist hann vegna vinar síns og spilaði því bara á tvo peninga í vélinni í stað þeirra þriggja sem þurfti til að geta unnið gullpottinn. Hann vann $10.000 en missti af gullpotti upp á $7,96 milljónir.

Tveggja manna framkvæmd

Þann 6. mars 2009, setti Marie-Helene Jarguel €50 í spilakassa í kasínói í Palavas-les-Flots í suðvestur Frakklandi. Til happa ýtti svo vinur hennar, Francis Sune, á hnappinn sem ræsti leikinn. Eftir 12 snúninga án vinnings röðuðu þau upp 7-7-7 og unnu ofurpott spilahallarinnar upp á €2.200.000. Eftir að frú Jarguel fékk vinninginn. Höfðaði herra Sune mál gegn henni. Í desember 2009 úrskurðaði dómstóll í Montpellier að Jarguel skyldi greiða Sune 20% vinningsins. Dómararnir tóku fram að engin lagaleg skilgreining væri til um vinningshafa í spilakassaleikjum.

Gin ljónsins

Eftir að MGM Grand var opnað í Las Vegas, Nevada í Bandaríkjunum í desember 1993, var einn spilakassanna með söfnunarpotti Lion's Share, 50 vélar á svæðinu sem voru tengdir í einn gullpott. Eftir því sem vélarnar urðu eldri og skipt út fyrir nýrri vélar varð níski gullpotturinn að vandamáli fyrir spilahöllina. Gullpotturinn var tæknilega peningur spilaranna, svo MGM Grand varð að halda áfram að hafa vélarnar í boði. Á endanum varð aðeins ein Lion's Share vél eftir á gólfinu og það tókst aðeins að halda henni áfram í fullum rekstri með því að nýta varahluti úr öðrum vélum. Árið 2012 fékk vélin sína eigin síðu á Facebook og eignaðist fylgismenn um allan heim. Í upphafi ársins 2014 var sagt frá þrjósku vélarinnar í Wall Street Journal og þeim költhópi fylgjenda sem hún átti. Þann 23. ágúst 2014 var par frá New Hampshire í heimsókn í Las Vegas og spilaði í Lion's Share eftir að hafa lesið sögur um vélina á netinu. Walter og Linda Misco unnu gullpottinn, samtals $2,4 milljónir sem gerði MGM Grand að lokum kleift að leggja þessa gömlu vél á hilluna.

Megabucks – Tvisvar

Peningamesti spilakassinn í Bandaríkjunum er Megabucks, söfnunarpottavél með gullpotti sem tengir saman vélar um allt ríki Nevada í Bandaríkjunum. Einn spilari hefur tvisvar unnið margra milljóna dala gullpott. Elmer Sherwin landaði $4,6 milljóna gullpotti í nóvember 1989 á opnunardeginum Mirage. Þegar hann var 92 ára vann herra Sherwin annan og miklu stærri Megabucks gullpott (yfir $21,1 milljón) næstum 16 árum síðar í Cannery Casino.