Internet Gaming Council

Við erum stolt af því að vera meðlimur Internet Gaming Council.

Internet Gaming Council eru félagasamtök sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða og voru stofnuð árið 1996 í Bandaríkjunum, áður en þau fluttu svo til Vancouver í Kanada. IGC var tekið á fyrirtækjaskrá þar í mars árið 2000.

Félagasamtökin voru stofnuð til þess að vera vettvangur þar sem hægt var að koma á framfæri málefnum og viðra sameiginlega hagsmuni þeirra sem eru hluti af gagnvirka spilaiðnaðinum á heimsvísu. Einnig, til þess að leggja línurnar fyrir sanngjarna og ábyrga hegðun rekstraraðila og til þess að efla traust neytenda á vörum og þjónustu þessara aðila og enn fremur til þess að vera opinber málsaðili og upplýsingagjafi vegna regluverka og stefnumála iðnaðarins í heild.

Síðan félagasamtökin voru stofnuð hefur meðlimum í IGC fjölgað umtalsvert. IGC er stolt af því að meðlimir þess séu fyrirtæki sem koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Suður-Afríku, Ísrael, Kanada, Karíbahafi, Ástralíu, Danmörku og Svíþjóð. IGC hefur getið sér góðan orðstír fyrir traust, áreiðanleika, heilindi og trúverðuleika með því að setja háa staðla og með því að höfða til fyrirtækja um að standa á löglegan og heiðarlegan hátt að rekstri sínum.

Sem meðlimur að IGC þá höfum við heitið því að fara að þeim siðareglum sem IGC hefur sett fram.

Reglufylgni: Meðlimir IGC skulu fylgja þeim lögum sem gilda, reglum og ákvörðunum lögvarnaraðila innan þeirrar lögsögu þar sem þeir eru í rekstri og skulu fá öll tilskilin leyfi sem þarf til þess að halda úti rekstri með löglegum hætti.

Heilindi og ábyrgð: Meðlimir IGC samþykkja að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja að kerfi sín, reiknirit og rekstur starfi eins og til þess er ætlast og eins og því er haldið fram við viðskiptavini þeirra.

Vernd einkalífs neytenda og gagnavernd: Meðlimir IGC munu hanna og reka kerfi sín þannig að trúnaður viðskiptavina og einkalíf þeirra eru virt að fullu öllum stundum.

Sannsögli auglýsingaefnis: Meðlimir IGC skulu fara rétt með í öllu kynningarefni og skulu eingöngu gefa út réttar upplýsingar um rekstur sinn.

Gagnaferli: Til þess að gefa raunsanna mynd af gagnaferli og ábyrgð skulu meðlimir IGC halda ítarleg yfirlit um öll greiðsluferli sem fara í gegnum fyrirtækið og starfa samkvæmt viðteknum bókhaldsvenjum og stöðlum (GAAP) þar sem allt skal fært til bókar, flokkað og vera skoðunarhæft og tækt til endurskoðunar af löggildum aðilum sem þess gætu krafist undir ákvæðum rekstrarleyfisins, enda hafi það áður verið samþykkt af meðlimnum sjálfum.

Úrlausn ágreiningsefna: Meðlimir IGC skulu gangast undir lögsögu þess leyfisgjafa sem þeir starfa undir til þess að leysa ágreining eða með þjónustu óháðs úrlausnaraðila.

Takmarka aðgang ólögráða einstaklinga: Meðlimir IGC skulu halda úti verkfærum sem miða að því að hindra aðgang ólögráða ungmenna að spilunarkerfum sínum og skulu heldur ekki hafa ólögráða aðila í starfi innan fyrirtækisins. Þessi verkfæri skulu krefjast þess af viðskiptavinum að þeir staðfesti að þeir séu fullra lögráða á því lögsvæði þar sem þeir eru búsettir. Meðlimir skulu búa yfir einhverjum tiltækum ráðum til að fá upplýsingarnar staðfestar, t.d. en ekki takmarkað við, með því að notast við þjónustu aðila sem staðfesta aldur og auðkenni.

Stjórntæki vegna spilaáráttu / spilafíknar: Meðlimir IGC skulu gera ábyrgri spilun sannarlega hátt undir höfði og skulu, þegar það á við, bjóða stjórntæki sem miða að því að bera kennsl á og að hemja spilaáráttu / spilafíkn.

Bankaþjónusta og millifærsla fjármuna: Meðlimir IGC skulu haga bankaþjónustu sinni og fjármálagjörningum samkvæmt almennt viðurkenndum stöðlum eins og þeim er haldið fram af alþjóðlega viðurkenndum bankastofnunum.

Útborgun verðlauna: Meðlimir IGC skulu tryggja það að það séu öllum stundum nægir fjármunir tiltækir til þess að borga allar útistandandi skuldbindingar og að rekstrarfé sé nægilegt eitt og sér til þess að tryggja áframhaldandi starfsemi. Meðlimir IGC skulu greiða út vinninga og gera upp innistæður snarlega og þegar um er beðið nema ef uppi er rökstuddur grunur að svik séu í gangi, eða ef ágreiningur er uppi um upphæð vinnings eða innistæðu.

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja: Meðlimir IGC skulu sýna fram á heilindi, heiðarleika og almennt góða framkomu í störfum sínum í spilaiðnaði og skulu þeir einnig koma fram á siðsaman og ábyrgan hátt öllum stundum og skulu ekki, beint eða óbeint, gera nokkuð það eða takast sér á hendur aðgerðir sem gætu talist fara gegn almannahagsmunum og iðnaðarins, eða sem gætu á ólöglegan hátt skaðað aðra meðlimi IGC.

Upplýsingar um meðlimi: Meðlimir IGC samþykkja að IGC framkvæmi skoðanir á eftirfylgni meðlima við áður nefndar kröfur, eins og stjórn IGC þykir best fara hverju sinni eða vera aðkallandi.

Fyrir nánari upplýsingar um þetta skaltu skoða heimasíðu Internet Gaming Council.