Hvað er Casino Instant-bónus?

Casino Instant-bónus er leið til að spila leiki í Casino um raunverulega peninga.

Með því að spila í gildum Casino-leikjum geturðu breytt bónusfjármununum þínum í peninga. Þú gætir þurft að vinna þér inn tiltekinn fjölda af endurheimtarpunktum (e. redemption points) eða leggja undir tiltekinn fjölda af veðmálum.

Hvernig virkar Casino Instant-bónus?

Casino Instant-bónusa er hægt að fá greidda fyrir innlegg eða hleðslutilboð, eða sem verðlaun fyrir tilboð og kynningar. Casino Instant-bónusar eru veittir fyrir að spila suma eða alla Casino-leiki.

Ef Casino Instant-bónus er veittur fyrir innlegg mynda bónusfjármunirnir (e. Bonus Funds) tiltekið hlutfall af bónuspakkanum og framlagðir fjármunir (e. Contributed Cash) mynda svo afganginn af bónuspakkanum.

Instant-bónusar

Innistæðan í framlögðum fjármunum er svo alltaf tiltæk til úttektar hvenær sem er. Ef þú hins vegar gerir það gefurðu frá þér eftirstöðvar bónusfjármuna sem gætu verið til.

Ef þú hefur fengið Casino Instant-bónus án þess að hafa lagt neitt inn mynda bónusfjármunirnir 100% bónuspakkans.

Svona virkar Instant-bónus

Veðmál/boð sem hafa verið gerð og vinningar/töp af bónuspakkanum eru þá í sama hlutfalli og bónuspakkinn sjálfur. Til dæmis ef spilari fær bónuspakka fyrir 100% innleggstilboð, sem samanstendur af $50 í bónusfjármunum og $50 af framlögðum fjármunum:

Instant-bónusar

Þessi spilari gerir $10 veðmál/boð með Casino Instant-bónusnum sínum, þar af eru teknir $5 af bónusfjármununum og $5 eru teknir af framlögðu fjármununum:

Svona virkar Instant-bónus

Þeir vinna $10 í þessu veðmáli/boði og innistæðan í bónusfjármunum hækkar um $5. Innistæðan í framlögðum fjármunum hækkar líka um $5.

Instant-bónusar

Veðmál, vinningar og töp verða öll með sama hlutfall bónusfjármuna gagnvart framlögðum fjármunum og eru í bónuspakkanum sjálfum. Til dæmis ef spilari er með bónuspakka fyrir 20% hleðslutilboði á $100 innlegg, þá inniheldur hann $100 í framlögðum fjármunum og $20 í bónusfjármunum.

Ef þessi spilari veðjar/leggur undir $12 þá eru $10 framlagðir fjármunir og $2 eru bónusfjármunir. Nettóvinningur upp á $30 hækkar þá innistæðuna í framlögðum fjármunum um $25 og bónusinnistæðuna um $5.

Svona virkar Instant-bónus

Hvernig á að breyta Casino Instant-bónus

Í flestum tilvikum þarftu að vinna þér inn tiltekinn fjölda endurheimtarpunkta með því að spila í gildum leikjum með Casino Instant-bónusnum þínum.

Mismunandi leikir veita mismunandi fjölda af punktum. Þú getur kynnt þér nánar hversu marga punkta þú vinnur þér inn í Casino-leikjum með því að heimsækja síðuna okkar PokerStars Rewards.

Eftir að þú hefur staðist veðmálsskilyrðin er innistæðunni þinni í bónusfjármunum skipt í peninga og bætt við raunpeningainnistæðuna þína ásamt innistæðunni í framlögðu fjármununum þínum.

Í þeim tilvikum þar sem er Casino Instant-bónus án þess að hlutar hans séu framlagðir fjármunir (100% bónusfjármunir) er allri bónusupphæðinni á þeim tíma sem bónusinn er kláraður skipt í peninga og bætt við raunpeningainnistæðuna þína um leið og veðmálsskilyrðin hafa verið uppfyllt.

Hvernig á að stýra Casino Instant-bónus

Fjöldi endurheimtarpunkta sem þú þarft til að breyta Casino Instant-bónus í raunverulega peninga verður sýndur þegar bónusinn er boðinn, á borðunum í gildum Casino-leikjum, en upplýsingarnar verður hægt að skoða á vefnum, í tölvubiðlaranum eða snjalltækjaappinu í gegnum „My Rewards“ valseðilinn.

Svona virkar Instant-bónus

Þú finnur nánari upplýsingar þar, eins og um innistæðu framlagðra fjármuna, gilda leiki og hvenær bónusar renna út (e. expiry dates).

Þú getur líka stýrt í hvaða röð hver Casino Instant-bónus er notaður, ef þú átt marga tiltæka bónusa – þú getur aðeins notað einn Casino Instant-bónus í einu. Eftir að þú hefur útleyst bónusinn, gert hlé á honum, gefist upp eða tapað fyrsta bónusnum þínum verður næsti Casino Instant-bónus sem þú átt sjálfkrafa í boði.

Hlé og uppgjöf á Casino Instant-bónus

Valseðillinn „My Rewards“ gefur líka möguleika á að gefast upp á bónusnum þínum eða gera hlé á honum.

Með því að gera hlé á núverandi bónus er hann fjarlægður frá inneign sem þú átt tiltæka í gildum leikjum og frekari veðmál teljast ekki með upp í að útleysa hann. Þú getur valið að „halda áfram“ (e. resume) með bónus sem gert hefur verið hlé á hvenær sem er, fram að þeim tíma sem hann rennur út.

Ef þú gefst upp á bónuspakkanum (e. surrender) verður innistæðan þín í framlögðum fjármunum strax tiltæk, en þú gefur þá frá þér tilkall til bónusfjármunanna. Ef bónusinn þinn samanstendur 100% af bónusfjármunum og engum framlögðum fjármunum verður bónusinn fjarlægður af reikningnum þínum.

Hvernig á skoða leikjainnistæðuna þína með virkum Casino Instant-bónus

Ef Casino Instant-bónus er í boði í ákveðnum leik verður innistæða sem er tiltæk í þeim leik sýnd með sameinaðri heildarupphæð raunpeningainneignarinnar þinnar, ásamt þeim Casino Instant-bónus sem hefur verið settur fremst í forgangsröðina.

Þegar lagt er undir veðmál verða fjármunir teknir úr innistæðu þess Casino Instant-bónuss sem er í boði þá stundina og svo úr raunpeningainnistæðinni þinni þar á eftir.

Ef innistæða í Casino Instant-bónus er undir þeirri upphæð sem þú vilt leggja undir þá mun afgangur innistæðunnar verða sameinaður þeim raunpeningafjármunum sem þú hefur gert tiltæka til veðmálsins.

Ef þú ert með einhverjar spurningar um Casino Instant-bónus skaltu vinsamlegast skoða Hjálparmiðstöðina.