Eftirlitsnefnd fjárhættuspila á eynni Mön

PokerStars er með leyfi frá eftirlitsnefnd fjárhættuspila á eynni Mön.

Eftirlitsnefndin er óháð stofnun sem upphaflega var sett á laggirnar 1962. Í henni eiga sæti formaður og fjórir nefndarmenn.

Auk leyfisumsjónar og setningar reglna um starfsemi tengdri fjárhættuspilum á landi, svo sem spilavítið, spilakassa, veðbanka og happdrætti, er nefndin einnig reglugerðaraðili fyrir alla starfsemi tengda fjárhættuspilum á netinu.

Eyjan Mön er hjálenda Bresku krúnunnar og liggur milli Englands og Írlands í Írlandshafi. Á eynni er elsta þing í heimi sem starfað hefur samfellt, kallað Tynwald, og það setur eynni lög.

Helstu markmiðin með reglugerðum þeim sem nefndin setur eru;

  1. að halda starfsemi tengdri fjárhættuspilum lausri við glæpi,
  2. að vernda ungmenni og viðkvæmt fólk, og
  3. að tryggja að sú þjónusta sem leyfishafar bjóða sé heiðarleg og að spilarar fái í raun vinninga sína.

Leyfi til starfsemi tengdri fjárhættuspilum á netinu eru aðeins veitt fyrirtækjum sem hafa staðist strangt rannsóknarferli. Lögin um starfsemi tengda fjárhættuspilum á netinu frá 2001 kveða á um að eftirlitsnefnd fjárhættuspila skuli ekki gefa neinu fyrirtæki leyfi nema hún telji fullvíst:

(a) að fyrirtækið sé undir stjórn heiðarlegs einstaklings eða einstaklinga;

(b) hvar eignarhald á hlutafé í fyrirtækinu liggur;

(c) að hlutabréfin í fyrirtækinu séu undir stjórn heiðarlegs og hæfs einstaklings eða einstaklinga; og

(d) að fyrirtækið hafi nægilegt fjárhagslegt bolmagn til að sjá um þá starfsemi tengda fjárhættuspili á netinu sem hér um ræðir.

Samningur þinn við PokerStars lýtur lögsögu eyjarinnar Manar. Lög eyjarinnar Manar (*)kveða á um að samningur sem gerður er í tengslum við netfjárhættuspil sé ekki ógildur eða óframkvæmanlegur eingöngu vegna þess að hann sé samningur sem snýst um spil eða veðmál. Af þessu leiðir að skuldir vegna fjárhættuspila á netinu eru aðfararhæfar að lögum á eynni Mön.

*23. grein laganna um fjárhættuspil á netinu frá 2001

Nánari upplýsingar eru á vefsvæði eftirlitsnefndar fjárhættuspila: www.gov.im/gambling

Ábyrg spilun

Responsible Gaming

Við leggjum mikla áherslu á ábyrga spilun og við gerum okkar besta til að tryggja að spilaupplifunin þín sé ánægjuleg og jákvæð.

Um þjónustu

FAQ

Þjónustuliðið okkar hefur útbúið lista með spurningum sem því berst oft frá spilurunum, og þeim er öllum svarað.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.