Meðferð persónuupplýsinga á PokerStars og Full Tilt

Almennar persónuverndarreglur

Til að skoða nánari upplýsingar um almennu persónuverndarreglurnar (e. GDPR) og hvernig þær gætu haft áhrif á þig, skaltu vinsamlegast kíkja á algengar spurningar.

Gagnaábyrgðaraðilinn. Með hliðsjón af þessari persónuverndarstefnu („Persónuverndarstefna“), er „gagnaábyrgðaraðilinn“ (þ.e. persónan sem ber ábyrgð á að fanga, vista og nota persónuupplýsingarnar þínar) TSG Interactive Gaming Europe Limited („TSG“), sem hægt er að hafa samband við að Villa Semina, 8, Sir Temi Zammit Avenue, Ta‘ Xbiex, XBX, 1011, Malta eða með tölvupósti til þjónustuborðs. Í þessari persónuverndarstefnu, þegar við segjum „PokerStars“, „PokerStars Casino“, „PokerStars Sports“, „Full Tilt“, „við“ eða „okkur“ erum við að vísa til TSG, dótturfyrirtækja þess og allra fyrirtækja í eignarhaldi TSG eða dótturfélaga slíks eignarhaldsfélags.

Allar vísanir í „Sky Bet“, eða „Sky Betting and Gaming“, þýða fyrirtæki innan Sky Betting and Gaming Group samstæðunnar sem inniheldur Bonne Terre Limited (sem kallast í viðskiptum m.a. „Sky Bet“, „Sky Vegas“, „Sky Casino“, „Sky Bingo“ og „Sky Poker“), Hestview Limited (sem kallast í viðskiptum m.a. „Sky Games“, „Sky Sports Super 6“, „Sky Sports Fantasy Football“, „Fantasy Six a Side“, „Sky Bet Italia“ og „Sportinglife“), Cyan Blue International Limited, Cyan Blue Odds Limited (sem kallast í viðskiptum „Oddschecker“) og Core Gaming Limited, sem allt eru aðilar sem eru í fullri eigu The Stars Group Inc.

Vísanir í „samstæðu/Group“ þýða saman TSG, Sky Betting and Gaming Group, eignarhaldsfélög TSG, Sky Betting and Gaming Group, öll dótturfélög slíkra eignarhaldsfélaga og dótturfélög TSG eða Sky Betting and Gaming Group ásamt öllum fyrirtækjum sem tengjast fyrirtækjasamstæðunni sem þekkt er sem The Stars Group. 

Athugaðu að gögnunum þínum gæti verið deilt innan samstæðunnar í þeim tilgangi sem getið er um í þessari persónuverndarstefnu (sem og þriðju aðilum sem veita samstæðunni þjónustu til að uppfylla slíkan tilgang) - til dæmis markaðsfærslu, gildingu auðkennis, gerð tilkynninga vegna grunsamlegrar virkni, gerð og framkvæmd aðgerða gegn svikum, aðgangsgreining til að þróa þáttuð viðskiptamannatilboð eða sérsniðnar vörur, lotuprófanir fyrir nýjar vörur eða þjónustu, varnir gegn glæpsamlegu athæfi, þróun og/eða notkun á vélrænum námstólum til að hjálpa til við að vinna gegn skaða sem spilun getur valdið. Hins vegar skal framkvæmd réttar þíns í tengslum við þessa persónuverndarstefnu ekki ná yfir eða gilda um Sky Betting and Gaming Group sem hefur sína eigin persónuverndarstefnu fyrir sínar vörur og þjónustu og hægt er að nálgast hér.

Skuldbinding okkar gagnvart friðhelgi einkalífs spilaranna okkar. Við erum eigandi og rekstraraðili vefsíðanna sem er að finna á www.pokerstars.eu, www.pokerstarscasino.eu, www.pokerstarssports.eu, www.fulltilt.eu, www.pokerstars.com, www.pokerstarscasino.com, www.pokerstarssports.com og www.fulltilt.com („Síðurnar“). Við skuldbindum okkur til að viðhalda trúnaði persónuupplýsinga sem við söfnum, notum fremstu upplýsingaöryggishugbúnað sem völ er á og ferli, í samræmi við staðla Evrópusambandsins um gagnavernd og skilyrði eftirlitsaðila með fjárhættuspilaleyfi okkar.

Tilgangur þessarar persónuverndarstefnu. Tilgangur þessara persónuverndarstefnu er að þú öðlist skilning á hvernig við söfnum, geymum, notum og verjum persónuupplýsingarnar þínar og að þú skiljir réttindi þín í tengslum við þær upplýsingar og notkun þeirra.

Lagalegar skyldur okkar. Við munum fara að skilmálum viðeigandi gagnaverndarlaga fyrir tilheyrandi leyfi sem þú notar til að hafa aðgang að og nota þjónustu okkar (eins og reglum sem gætu tekið breytingum frá einum tíma til annars), þar á meðal sérstaklega, almennar persónuverndarreglur (GDPR) Evrópusambandsins nr. 2016/679 um vernd almennra persóna þegar kemur að úrvinnslu persónuupplýsinga og um frjálst flæði slíkra upplýsinga („GDPR“) og annarra gildra og viðeigandi laga (vísað er saman til GDPR og allra slíkra laga framvegis hér sem „Gildandi/viðeigandi lög“), þegar unnið er úr persónuupplýsingunum þínum. Við gætum einnig unnið úr persónuupplýsingum þínum eða aðrir aðilar í samstæðu okkar, aðilar tengdir okkur, fulltrúar okkar og þriðju aðilar sem bjóða þjónustu fyrir okkar hönd, í lögsagnarumdæmum utan við Mön (e. Isle of Man), Möltu og Evrópska efnahagssvæðið (e. EEA). Í þeim tilvikum förum við að skilmálum viðeigandi gildandi laga sem tryggir að persónuupplýsingar eru aðeins sendar til lagaumdæma sem fara að hinum ýmsu hæfisskilyrðum um gagnavernd sem eru rakin í viðeigandi lögum eða eru annars heimil samkvæmt gildandi lögum.

Hvað þýða skilgreind hugtök með stórum upphafsstaf? Nema þeim sé gefin tiltekin merking í þessari persónuverndarstefnu skulu hugtök sem skilgreind eru með stórum upphafsstaf bera þá merkingu sem þeim er gefin í þjónustuskilmálunum okkar sem hefur gildi umfram öll ósamrýmanleg ákvæði í þessari persónuverndarstefnu.

Samþykki þitt á persónuverndarstefnunni

 1. Samkomulag: Með því að nota þjónustuna samþykkir þú („Notandi“ eða „þú“) skilmála þessarar persónuverndarstefnu sem gæti verið uppfærð af okkur öðru hverju, að frátöldum þeim skiptum sem við spyrjum þig sérstaklega, þegar þú gefur okkur upp upplýsingar um þig hvort þú samþykkir að fá kynningarefni frá: (a) okkur; og líka (b) þriðju þjónustuaðilum sem við gætum deilt upplýsingunum þínum með. 

  Breytingar: Við áskiljum okkur rétt til að breyta eða bæta þessa persónuverndarstefnu öðru hverju. Breytingar öðlast strax gildi eftir að tilkynnt hefur verið um slíkar breytingar á síðunum. Því hvetjum við þig til að skoða þessa persónuverndarstefnu öðru hverju til að ganga úr skugga um að þú þekkir til útgáfunnar sem er í gildi og til þeirra breytinga sem við gætum gert.

^ Aftur efst á síðuna

Hvaða upplýsingum er safnað og í hvaða tilgangi

 1. Skráningarupplýsingar: Sem hluti af því ferli sem opnun Stars Account-aðgangs notanda á síðunum fylgir og til að við getum veitt þér þjónustu, munum við biðja þig um að gefa okkur upp tilteknar persónuupplýsingar, svo sem nafn þitt, fæðingardag, póstnúmer, símanúmer, tölvupóstfang og lykilorð ásamt því að fá staðfestingu á því að þú sért a.m.k. 18 ára eða eldri í þeim lögsögum þar sem lágmarksaldur til að nota þjónustuna er hærri en 18. Nafn það sem þú skráir hjá okkur verður að vera þitt eigið nafn. Því til viðbótar er mjög mikilvægt að þú klárir að fylla út allar upplýsingar á reikningnum með gildum upplýsingum, þar sem þær verða notaðar síðar til að staðfesta og fullgilda millifærslur fjármuna og annarra gjörninga sem nefndir eru í þessari persónuverndarstefnu. Þú verður að tilkynna okkur um allar viðeigandi breytingar á persónuupplýsingum þínum eins og þú hefur gefið okkur upp og við samþykkjum enga bótaábyrgð fyrir skaða sem þú gætir orðið fyrir vegna þess að þú hafir gleymt að tilkynna okkur um breytingar á persónuupplýsingunum þínum sem þú hefur gefið okkur upp. Fjárhættuspilun í símtækjum: Ef þú vilt nota þjónustuna í gegnum tæki (eins og er skilgreint í ákvæði 16 hér neðar) þarftu að gangast undir að nota þjónustu okkar sem byggir á staðsetningu (e. Location-Based Services) (eða í gegnum þriðju aðila sem koma fram fyrir okkar hönd) eða aðrar hugbúnaðarupplýsingar sem afleiddar eru af tækinu þínu, til að skynja landfræðilega staðsetningu þína. Ef þú heimilar ekki að staðsetning þín sé þekkt, getum við ekki veitt þér þjónustuna til að nota í tækinu þínu. Áframhaldandi gagnaföngun: Þessu til viðbótar, þegar þú notar þjónustuna geymum við tilteknar persónuupplýsingar, þar á meðal upplýsingar um virkni þína á síðunum og upplýsingar sem geymdar eru í tækjum þínum sem þú notar, til þess að bæta þá þjónustu sem við bjóðum þér. Við notum líka „dúsur“ (eða „vefkökur“) og dúsustefnan okkar er útskýrð hér neðar. Varðveisla gagna: Við varðveitum persónuupplýsingarnar þínar eins lengi og þarf til þess tilgangs sem settur er fram í þessari persónuverndarstefnu sem inniheldur sögulega gagnavarðveislu sem gæti verið krafist af okkur samkvæmt reglum. Við söfnum ekki meiri persónuupplýsingum um notendur okkar en þörf er á í þeim tilgangi sem við höfum sett fram og stefnur okkar um gagnastýringu innihalda ákvæði um gagnaeyðingu þeirra upplýsinga sem við þurfum ekki lengur á að halda. Ef þú ákveður að loka (eða ef við ákveðum að loka) Stars Account-aðgangi þínum hjá okkur (en að frátöldu því þegar aðgangurinn þinn er með sjálfsútilokun), geymum við persónugögn þín í 6 (sex) ár til að við getum staðið við skuldbindingar okkar gagnvart lögum og rekstrarleyfi okkar og varið okkur gagnvart kröfum. Persónuupplýsingum sem eru óþarfi í þessum tilgangi verður eytt að loknu þessu tímabili. Athugaðu að upplýsingum sem tengjast aðgöngum með sjálfsútilokun verður ekki eytt og þeim er haldið mun lengur en tímabilið sem getið er um hér að framan til að standast þau skilyrði sem okkur eru sett í lögum. Tilgangur: Við, aðilar í fyrirtækjasamstæðu okkar, þjónustufyrirtæki okkar og þriðju aðilar sem veita þér þjónustu fyrir okkar hönd munu nota persónuupplýsingar þínar í rekstrarlegum tilgangi og til að veita þér þjónustu. Sérstaklega inniheldur þetta eftirfarandi tilgang en við áskiljum okkur rétt til að nota persónuupplýsingarnar þínar í hvaða öðrum tilgangi sem er sem við teljum nægilega tengdum þeim rekstri að sjá þér fyrir netspilunarþjónustu):
  • til að staðfesta fjármunafærslur;
  • til að greina greiðslu- og svikaáhættu og til að staðfesta auðkenni þitt hjá þriðja aðila, þar á meðal fjármálastofnunum, auðkenningarþjónustum og lánshæfisstofnunum;
  • til að meta fjárhættuspilavirkni þína vega ábyrgrar spilunar;
  • til að staðfesta hvort þú hafir skráð þig hjá einhverjum skilyrtum sjálfsútilokunarmiðlum (eins og við gæti átt), vegna ábyrgrar spilunar;
  • til að geta boðið þér þjónustuna;
  • til staðfestingar persónuupplýsinga, auðkenna og sannreyningar;
  • til töfræðiúrvinnslu og rannsókna;
  • til rannsókna og þróunar;
  • til markaðsfærslu, markaðsrannsókna og þjónustuskilgreiningar á viðskiptavinum;
  • til greiningar tölfræðigagna;
  • til að framfylgja reglum starfsleyfis okkar og skilyrðum í reglum;
  • til að klasaprófa skjöl áður en tól sem fengin eru frá þriðja aðila eru notuð;
  • til að berjast gegn öryggisáhættu og sviksamlegri virkni; og
  • til að staðfesta landfræðilega staðsetningu þína.

^ Aftur efst á síðuna

Skilmálar úrvinnslu persónuupplýsinga

 1. Skilmálar: Við vinnum úr persónuupplýsingum þínum af ýmsum ástæðum, sem hverri er lýst í tilheyrandi upplýsingaverndarlögum.

  Samþykki

  Úrvinnsla okkar á persónuupplýsingum þínum er aðallega nauðsynleg fyrir okkur til að við getum veitt þér þjónustuna. Annað slagið gætum við beðið þig um að samþykkja að unnið sér úr persónuupplýsingum þínum þar sem fyllstu varúðar er gætt, í þessu tilfelli væri unnið úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við slíkt samþykki og þú getur dregið samþykki þitt til baka hvenær sem er. Sem dæmi, þá er þörf á samþykki þínu til þess að senda þér markaðs- og kynningarefni.

  Athugaðu að við munum ekki deilda gögnunum þínum með fyrirtækjum utan samstæðunnar okkar svo þau geti notað þessi gögn í sínum eigin markaðstilkangi. Þessar takmarkanir gilda ekki um Sky Betting and Gaming þar sem við gætum deilt gögnunum þínum með því fyrirtæki og það gæti haft samband við þig varðandi vörur þess og þjónustu sem fellur undir sameiginlega samstæðu okkar. Kjósir þú að fá ekki markaðsefni fyrir neina af vörum eða þjónustu sem veitt er að TSG þá hefur það ekki áhrif á markaðsstillingar þínar hjá Sky Betting and Gaming.

  Fullgilding samnings, hlíting á lagalegum skyldum.

  Við gætum þurft að vinna úr persónuupplýsingum þínum þar sem þess þarf til að uppfylla samkomulag (eins og þjónustuskilmálana þegar þú stofnar Stars Account) eða til að við getum farið að þeim ýmsu lagalegu og/eða eftirlitslegu skyldum sem okkur eru settar, þar á meðal en ekki takmarkað við, að fara að skilyrðum rekstrarleyfis okkar um fjárhættuspil og að fara að reglum sem eiga að koma í veg fyrir peningaþvætti.

  Lögmætir hagsmunir

  Að lokum, við gætum líka unnið úr persónuupplýsingunum þínum þar sem við teljum að slík úrvinnsla gæti varðað lögmæta hagsmuni okkar (eða þriðja aðila) og að því gefnu að slík úrvinnsla gangi ekki gegn hagsmunum þínum, réttindum eða frelsi. Dæmi um úrvinnslu okkar í samræmi við lögmæta hagsmuni gæti m.a. innihaldið: (i) þar sem við gefum upp persónuupplýsingarnar þínar til fyrirtækja í samstæðu okkar eftir að til endurskipulagningar kemur í innri tilgangi eða rekstrarlegum; (ii) þar sem við bendum á tiltekin fyrirtæki sem geta boðið þér aukaleg fríðindi sem tengjast þjónustu okkar eða veitt okkur verðmætar upplýsingar sem tengjast þeim sem gættu átt í vandræðum með ábyrga spilun. Athugaðu að ef þú notar sjálfsútilokun á þig á einhverri af síðunum okkar vegna mála sem tengjast ábyrgri spilun munu slíkar takmarkanir sjálfkrafa ná áfram eða verða endurskapaðar á aðgöngum sem þú gætir átt hjá Sky Betting and Gaming (eins og við á). Við gætum deilt upplýsingum um stöðu sjálfsútilokunar þinnar innan samstæðunnar til að aðstoða við að auðkenna einstaklinga sem gætu verið í hættu á að þróa með sér spilaáráttu og gætum gripið aðgerða við hæfi þegar þarf; (iv) vinnsla til þess að tryggja netverks- og upplýsingaöryggi, þar á meðal að koma í veg fyrir óheimilan aðgang að rafrænum samskiptakerfum okkar; (v) vernda heilindi íþrótta með því að berjast gegn grunsamlegri veðmálahegðun og mynstrum sem og að tilkynna og deila upplýsingum sem tengjast slíkum mynstrum; (vi) fara að skilyrðum í reglum og lögum; (vii) útbúa sérsniðið kerfi fyrir spilara.

^ Aftur efst á síðuna

Deiling, upplýsingagjöf og móttakendur upplýsinga

 1. Sérhæfð upplýsingagjöf. Við gætum gefið upp persónuupplýsingar þínar eins og hér segir:
  • Við hvern móttakanda ef þess er krafist í lögum eða af lagalegu yfirvaldi;
  • við hvert lögboðið yfirvald eða framkvæmdavaldi reglugerða eða yfirvaldi;
  • við þriðju aðila til þess að geta lokið uppgjöri eða framkvæmt greiðslur í tengslum við það sem lagt hefur verið undir;
  • við þriðju aðila sem bjóða þjónustu okkar eða þjónustu af okkar hálfu;
  • við þriðju aðila vegna markaðsfærslu, að því gefnu að þú hafir samþykkt eða ekki mótmælt, eins og við á, eins og lýst er í ákvæði 11 hér neðar;
  • við hvert greiðslumiðlunar- eða skuldainnheimtufyrirtæki sem við eigum í samskiptum við til að annast greiðslur eða innheimtuferla til og frá notendum okkar;
  • við þriðju aðila sem kaupir okkur eða fyrirtæki okkar eða einhvern hluta af okkar fyrirtæki;
  • við lánshæfismatsstofnanir;
  • ef við álítum í góðri trú um að slík aðgerð sé nauðsynleg:
   i.að fara að lögum eða fara að lagalegri málsmeðferð sem okkur er falið að fara eftir;
   ii. til að vernda og verja réttindi okkar eða eigur;
  • með þínu samþykki;
  • til þess að bjarga sér aftur eftir stórslys eða hamfarir; eða
  • eins og kemur fram í ákvæði 5 hér fyrir neðan.
 1. Almenn upplýsingagjöf: Til viðbótar við sértæka upplýsingaskyldu eins og hún er skýrð hér að ofan gætum við valið að gefa upp persónuupplýsingar þínar til starfsmanna okkar, starfsmanna annarra fyrirtækja í samstæðu okkar, eða fulltrúum okkar og þriðju aðila þjónustufyrirtækjum sem nota persónuupplýsingar þínar til að bjóða þér þjónustu í tengslum við að þú sér notandi þjónustu okkar.
 1. Samvinnsla persónuupplýsinga: Við gætum samnýtt persónuupplýsingar þínar sem við söfnum við notkun þína á þjónustunni í samræmi við þessa persónuverndarstefnu með öðrum upplýsingum sem við söfnum þegar þú notar aðra þjónustu sem starfrækt er af samstæðunni (þar á meðal síður og þjónustu „Sky Betting and Gaming“ og „Full Tilt“) sem og öllum vörum sem eru tengdar eða hnýttar við þær, þar á meðal snjalltækja- og félagsmiðlaþjónustur. Við munum vinna með þessar sameinuðu upplýsingar í samræmi við og í þeim tilgangi sem rekinn er í þessari persónuverndarstefnu.
 1. Upplýsingar um lánshæfi: Ef þér mistekst að endurgreiða okkur bakfærslur, neitun um eða viðsnúningi á innleggi sem þú gætir gert, gætum við gefið út upplýsingar um reikninga þína og hvernig þú stjórnar þeim til lánshæfisstofnana/greiðslumatsfyrirtækja (CRA- Credit Reference Agencies). Greiðslumatsfyrirtækið mun skrá hjá sér útistandandi skuldir. Þessar upplýsingar gætu verið gefnar upp við aðrar einingar eða stofnanir og gögn munu geymast í skrám CRA í allt að 6 ár frá því að endurgreiðsla, neitun eða viðsnúningur á greiðslu fór fram. Upplýsingarnar þínar verða notaðar af CRA til að koma í veg fyrir glæpi, svik, peningaþvætti, til staðfestingar á persónuauðkennum þinum, félaga þínum eða maka, öðrum aðilum á heimili þínu, fyrirtæki þínu eða fjármunatengdum aðilum í umhverfi þínu, til að hafa eftirlit með reikningum sem þú gætir átt, til að byggja á ákvarðanir um greiðslugetu/skuldaþol, skuldastöðu þinni, til að rekja ferðir þínar, til að endurheimta það sem þú gætir skuldað, til gagnagreiningar og kerfisprófana.

Úrvinnsla við innlegg og úttektir

 1. Þegar innlegg fer fram þarftu að gefa upp upplýsingar um innleggsaðferð (dæmi: greiðslukortanúmerið þitt). Þessar upplýsingar ásamt öðrum persónuupplýsingum þínum gætu verið notaðar til að sanngilda og fullvinna millifærslu fjármuna á milli þín og síðanna okkar. Þér ber skylda til að láta okkur vita um breytingar sem gætu orðið á persónuupplýsingum þínum.

^ Aftur efst á síðuna

Trúnaður

 1. Hvað gerum við? Við höfum gripið til yfirgripsmikilla aðgerða til að tryggja trúnað við þig og persónuauðkenni þín, valmöguleika og aðrar upplýsingar sem við gætum hafa safnað um einstaka notendur og munum ekki viljandi gefa aðgang að þessum upplýsingum neinum utan samstæðu okkar, öðrum en notandanum eða eins og lýst hefur verið í þessari persónuverndarstefnu. Við höfum gert miklar fjárfestingar í tölvuþjónum okkar, gagnagrunni, varagögnum, eldveggjum og dulkóðunartækni til að vernda þær upplýsingar sem við höfum safnað og unnið úr. Þessi tækni er notuð í samræmi við nýjustu tækni í öryggishögun. Sjá nánari upplýsingar hér.

Hvað getur þú gert? Þú ættir líka að gera allt sem þú getur til að tryggja öryggi þinna persónuupplýsinga. Innskráningarupplýsingarnar þínar eru trúnaðargögn og þér ber að tryggja að innskráningarupplýsingarnar þínar séu leyndar öllum stundum og að gera allt sem þú getur til að tryggja öryggi þeirra og leynd.

Efst á síðuna

Takmörk á trúnaði

 1. Upplýsingagjöf sem krafist er með lögum. Vegna lagalegs, reglugerðarlegs og öryggislegs umhverfis sem við störfum í gætum við orðið, háð tilteknum kringumstæðum, að gefa upp persónugreinanlegar upplýsingar um notendur okkar og við gætum verið í þeirri aðstöðu að mega ekki tilkynna þér um að við höfum gert slíkt. Við grípum til eðlilegra ráðstafana til að takmarka slíka upplýsingagjöf við eftirfarandi: (a) þar sem við teljum okkur í góðri trú að okkur beri skylda til þess til að svara stefnu, heimild eða öðrum lagalegum ferlum eða skyldum sem á okkur hvíla; eða (b) þegar það gæti verið nauðsynlegt til að bera kennsl á, hafa samband við eða ná lögum yfir persónur eða aðila til að vernda og/eða framfylgja réttindum okkar. Enn fremur getum við, og þú heimilað okkur, að gefa upp notandaupplýsingar þínar, nafn, fæðingardag, húsnúmer, borg, land, póstnúmer, símanúmer, tölvupóstfang, reikningsvirkni, fjámunafærslur, millifærslur til annarra og samskipti við aðra notendur, ásamt upplýsingum um fjármunatæki sem notuð eru til að leggja inn eða taka út, við þriðju aðila okkur tengdum eða opinberar stofnanir sem við, að okkar eigin sjálfdæmi, teljum nauðsynleg eða við hæfi í tengslum við rannsóknir á peningaþvætti, svikum, brotum á hugverkarétti, ólöglegri nýtingu eða annarri ólögmætri virkni eða virkni sem gæti gert okkur lagalega ábyrgt.
 2. Markaðsfærsla samstæðu. Við megum nota nafn þitt, tölvupóstfang og símanúmer til þess að geta fært þér fréttir, kynningar og önnur markaðstilboð frá fyrirtækjum í samstæðu okkar. Ef þú vilt ekki lengur fá þessi samskipti, fréttabréf og markastilboð, geturðu frávalið að fá slíkt efni annað hvort þegar þú skráir þig upphaflega hjá okkur, eða með því að síðar fylgja frávalsleiðbeiningum (e. opt-out) sem finna má í öllum samskiptum frá okkur. Þú átt líka rétt á að láta okkur hvenær sem er vita að þú viljir ekki fá neitt kynningarefni frá okkur og þú getur gert það með því að hafa samband við þjónustuborð.
 3. Vörur og þjónusta þriðja aðila. Þar sem þú hefur veitt okkur samþykkir fyrir því, munum við líka deilda tölvupóstfangi þínu og símanúmeri með þriðju aðilum svo þeir geti sent þér tilboð um vörur sínar og þjónustu. Þú mátt hvenær sem er biðja um að fá ekki lengur slík tilboð send með því að senda auð skilaboð með orðið „Remove“ skrifað í efnisorðslínuna til þjónustuborðs. Ef þú ákveður að fá ekki lengur þessi tilboð munum við fjarlægja upplýsingar um þig úr dreifingarlistum fyrir markaðsefni okkar og af öðrum listum sem við gætum gert í framtíðinni og við gætum deilt með samstarfsaðilum okkar í markaðsfærslu. Hins vegar gætir þú þurft að segja þig úr áskrift sérstaklega frá þeim markaðstilboðum sem send eru af samstafsaðilum okkar sem hafa fengið þessar sambandsupplýsingar um þig áður en þú baðst um að láta fjarlægja þig af þessum listum.
 4. Birting. Við munum aðeins nota nafn þitt og upplýsingar í kynningarefni að fengnu skriflegu samþykki þínu.

Efst á síðuna

Réttindi þín í tengslum við upplýsingar um þig

 1. Réttur til að óska eftir upplýsingum um þig. Við ætlum okkur að halda upplýsingum okkar um þig eins réttum og hægt er. Þú getur hvenær sem er haft samband við okkur til að endurskoða, breyta, fá afrit af upplýsingunum þínum eða láta lagfæra eða breyta til samræmis við réttindi þín samkvæmt lögum. Í þessum tilvikum óskum við eftir fullnægjandi sönnun á auðkenni þínu áður en við framkvæmum það sem beðið er um. Til að hafa samband við okkur til að nýta þau réttindi sem þú gætir átt og eru sett fram í þessu ákvæði 14, skaltu vinsamlegast hafa samband við þjónustuborð. Við gætum, í sumum tilfellum, þurft að innheimta örlítið gjald til að greiða fyrir kostnað við umsýslu sem orðið gæti til vegna slíkrar beiðni þinnar eða til að vinna úr beiðni þinni til samræmis við gildandi lög.
 2. Aukaleg réttindi. Þú átt eftirfarandi réttindi í tengslum við persónuupplýsingarnar þínar, hins vegar skaltu athuga að sum þessara réttinda eru ekki algild og gætu enn frekar verið takmörkuð eða tekið breytingum samkvæmt gildandi lögum:
  1. rétt á að vita hvaða upplýsingar við geymum um þig í formi gagnabeiðni;
  2. rétt á að biðja um breytingar á upplýsingum sem koma fram á reikningi þínum þar á meðal að leiðrétta villur og að uppfæra ókláraðar upplýsingar;
  3. rétt til eyðingar sem heimilar þér að biðja okkur um að hætta að vinna úr öllum þínum gögnum og óska eftir að öllum þínum gögnum sem tengjast þínum Stars Account sé eytt;
  4. rétt til mótmæla þar sem beiðni frá þér til að hætta úrvinnslu hefur verið hafnað;
  5. rétt til að mótmæla ákvörðunum sem teknar eru með sjálfvirkum hætti; og
  6. rétt til flutningsmöguleika gagna sem gerir það kleift að senda persónugögnin þín rafrænt til þriðja aðila óskir þú eftir því.

Ef þú ert ekki viss um réttindi þín eða hefur áhyggjur af því hvernig unnið er úr persónuupplýsingunum þínum ættirðu að hafa samband við embætti upplýsinga- og gagnaverndar (e. Office of the Information and Data Protection Officer, sjá ákvæði 17). Ef þú hefur samband við okkur í tengslum við réttindi þín gerum við okkar besta til að svara beiðninni þinni eða mótmælum. Athugaðu samt vinsamlega að ekki öll réttindi eru alger.

^ Aftur efst á síðuna

Dúsur

 1. Dúsur, eða „vefkökur“, eru litlir textastrengir með upplýsingum sem er hlaðið í borðtölvuna þína, fartölvu eða símtæki (vísað til alls sem „Tæki“) þegar þú ferð inn á vefsíðu. Þær eru svo sendar aftur til þess vefsvæðis sem þær komu frá í hvert sinn sem komið er á síðuna, eða á aðra vefsíðu sem þekkir dúsurnar. Vinsamlegast skoðaðu: www.allaboutcookies.org til að fá upplýsingar um hvað dúsur/vefkökur eru og hvað þær gera.

  Dúsur eru mjög gagnlegar og eru notaðar í mismunandi tilgangi. Meðal þess sem hægt er að nota þær í er að leyfa þér að færast á skilvirkan hátt á milli síða, að muna stillingarnar þínar eða að bæta almennt notandaupplifunina þína. Stundum eru dúsur notaðar til að auðvelda við að tryggja að þær auglýsingar sem þú sérð á netinu séu markvissar og tengist þínum áhugamálum. Við notum dúsur til að fylgjast með hvaðan umferð kemur inn á vefsíður okkar, til að muna eftir stillingunum þínum, til að gera vefsvæði okkar snjalltækjavænt og til að útbúa ópersónugreinanleg tölfræðigögn sem við notum svo til að bæta upplifun notenda af síðunum okkar. Við notum líka dúsur til að mæla skilvirkni auglýsingaherferða okkar, til að takmarka fjölda skipta sem þú sérð auglýsingu, til að muna að þú hafir heimsótt heimasíðu og til að birta auglýsingar sem tengjast betur áhugamálum þínum.

  Ítarlegar upplýsingar um dúsur og hvernig við notum þær á síðunum má finna í dúsustefnunni okkar, sem lýsir líka hvernig þú getur slökkt á dúsum eða stjórnað hvaða dúsur eru lagðar á tækið þitt (sjá sérstaklega hlutann sem kallast „Hvernig á að stjórna dúsustillingunum“).

^ Aftur efst á síðuna

Nánari upplýsingar

 1. Við veitum þér með ánægju nánari upplýsingar um hvernig við verndum og notum persónuupplýsingarnar þínar. Hafðu vinsamlegast samband við þjónustuborð. Þú getur líka nálgast mjög gagnlegar upplýsingar um persónuvernd og friðhelgi einkalífs hjá embætti upplýsinga- og gagnaverndar.

^ Aftur efst á síðuna

Persónuverndarstefna síðast uppfærð: 3. apríl 2020

Ábyrg spilun

Responsible Gaming

Við leggjum mikla áherslu á ábyrga spilun og við gerum okkar besta til að tryggja að spilaupplifunin þín sé ánægjuleg og jákvæð.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn í fyrsta sinn í raunverulegum peningum og byrjaðu að spila núna. Innlegg eru fljót og örugg.