Spilaðu fyrir raunverulega peninga með Apple Pay

Apple Pay

Hvað er Apple Pay?

Apple Pay er stafrænt veski sem leyfir þér að gera þægilegar, einfaldar og öruggar greiðslur inn á þinn Stars Account. Athugaðu að Apple Pay er aðeins í boði í tilteknum tækjum, þar á meðal: iPhone 6/6 Plus (eða nýrri), iPad Air 2, iPad Pro, Apple Watch Series 1 og 2 (eða nýrra).

Hvernig fjármagna ég Apple Pay-reikninginn minn?

Það eru margar leiðir til að fjármagna Apple Pay-reikninginn þinn. Smelltu hér til að kynna þér meira um fjármögnunarleiðir sem eru í boði.

Hvernig get ég lagt inn með Apple Pay?

Vinsamlegast nýttu þér einhverja af þjónustunum hér fyrir neðan sem mögulega eru í boði fyrir þig.

App: Til að leggja inn þarftu að skrá þig inn á reikninginn þinn, velja Real Money-flipann í anddyrinu, svo smellirðu á Deposit-hnappinn. Næst skaltu ýta Apple Pay-hnappinn og fylgja leiðbeiningunum á skjánum.

Vefnotendur: Til að leggja inn þarftu bara að skrá þig inn á reikninginn þinn og smella á Deposit-hnappinn. Næst skaltu smella Apple Pay-hnappinn og fylgja leiðbeiningunum á skjánum.

Get ég gert hröð innlegg (e. Fast Deposit) með Apple Pay?

Fast Deposit-valmöguleikinn er í boði fyrir innlegg með Apple Pay. Fast Deposit er fljót og örugg leið fyrir þig til þess að leggja peninga inn á reikninginn þinn með þeirri aðferð sem þér hentar best.

Kynntu þér meira um hröð innlegg.

Hver eru innleggstakmörkin fyrir Apple Pay?

Vinsamlegast kíktu í gjaldkeragluggann til að skoða núverandi innleggstakmarkanir á reikningnum þínum.

Hvað með úttektirnar mínar?

Þú mátt taka fjármuni út af Stars Account-reikningnum þínum inn á Apple Pay-reikninginn þinn að því gefnu að þú hafir áður gert ein kaup með Apple Pay undanfarna 12 mánuði.

Kíktu vinsamlegast á reglur okkar um úttektir til að fá nánari upplýsingar.

Hvernig virkar kerfið fyrir skiptigengi gjaldmiðla?

Við styðjumst við ráðandi miðmarkaðsgengi, sem gefið er upp af XE (ásamt smávægilegri þóknun ef við á), til þess að umreikna innleggin þín og úttektir í gjaldmiðilinn á reikningnum þínum. Fyrir frekari upplýsingar um þetta skaltu vinsamlegast kynna þér Skilmála og skilyrði fyrir millifærslu og gjaldmiðlaskipti raunverulegra peninga hjá okkur.

Hvað kostar það mig að nota Apple Pay?

Við innheimtum engin gjöld fyrir að nota Apple Pay. Spilarar bera sjálfir ábyrgð á þeim gjöldum sem Apple Pay gæti lagt á þá.

Ef þú hefur einhverjar fleiri spurningar skaltu hafa samband við þjónustuborð.

Aftur á aðalsíðu raunpeninga.