Upplýsingar um úttektir á reikninga með beinni bankamillifærslu (Direct Transfer Account)

Beinar bankamillifærslur eru gerðar frá banka á staðnum (e. local bank) yfir á reikninginn þinn og bankinn þinn gæti rukkað þig um mjög smávægilega þóknun. Fyrir upplýsingar um þær reglur sem gilda hjá bankanum þínum um móttöku beinnar bankamillifærslu skaltu hafa samband beint við bankann þinn.

Vertu viss um að þú gefir upp eftirfarandi upplýsingar:

  • Nafn reikningseiganda (e. Bank Account Holder Name) - Þetta ætti að vera nafnið þitt. Það er fyllt út fyrir þig og því er ekki hægt að breyta.
  • Nafn banka (e. Bank Name) - Þetta er fullt nafn á bankanum þínum. Vinsamlegast gefðu upp fullt nafn bankans en ekki bara auðkennisstafi hans.
  • IBAN-númer (e. IBAN Number) - Alþjóðlegt bankareikningsnúmer (e. International Bank Account Numer - IBAN) er alstafakóði sem auðkennir á einstakan hátt reikningsnúmer viðskiptavinar í banka sama hvar hann er í heiminum en hefur eins og er aðeins verið tekinn upp í Evrópulöndum. Þetta er skylda í Evrópulöndum og valkvætt fyrir öll önnur lönd. Ef þú ert ekki viss um IBAN-númerið þitt skaltu hafa samband við bankann þinn áður en þú heldur áfram með úttektina.
  • Swift-kóði (e. Swift Code) - Auðkenniskóði banka (e. Bank Identification Code - BIC) er einstakur auðkenniskóði tiltekins banka. Þetta þarf að hafa til að senda peninga milli landa. BIC-kóði samanstendur af átta eða ellefu samfelldum stöfum sem saman standa af: Bankakóða - 4 alfastafir sem auðkenna tiltekinn banka, landskóða sem er 2 stafa ISO landskóði, staðsetningarkóða sem er 2 alfastafir (fyrir utan núll) sem auðkenna staðsetningu stofnunar innan tiltekins lands, útibúskóða sem er 3 alfastafir, (valkvætt) sem auðkenna tiltekið útibú eða einingu

Til að fá nánari upplýsingar um úttektir í gegnum beina bankamillifærslu skaltu smella hér.