Innskráningarskjár símgreiðslureiknings - lýsing reita

Gjöld: Við tökum á okkur öll gjöld sem eru innheimt af bankanum sem sendir en bankinn þinn gæti rukkað þig um gjöld fyrir að taka á móti símgreiðslunni. Upphæð gjaldsins sem er rukkað af bankanum sem tekur við greiðslunni er vanalega um $30,00. Fyrir nánari upplýsingar um þær reglur sem gilda hjá bankanum þínum um móttöku símgreiðslna skaltu hafa samband beint við bankann þinn.

Vertu viss um að þú gefir upp eftirfarandi upplýsingar:

  • CLABE-númer (e. CLABE-Number) - Þetta er CLABE-númerið þitt. CLABE (Clave Bancaria Estandarizada, Spanish for Standardized Bank Code) er bankastaðall til að númera bankareikninga í Mexíkó. CLABE-reikningsnúmer er með 18 tölustafi. Tölustafirnir 18 í CLABE eru með þessari uppbyggingu: Bankakóði (e. Bank Code): 3 tölur, útibúsnúmerakóði (e. Branch Office Code): 3 tölur, reikningsnúmer (e. Account Number): 11 tölur, stjórntala (e. Control Digit): 1 tala
  • Nafn reikningseiganda (e. Bank Account Holder Name) - Þetta ætti að vera nafnið þitt. Það er fyllt út fyrir þig og því er ekki hægt að breyta.
  • Heimilisfangið þitt sem er skráð á bankareikninginn þinn - Þetta er heimilisfangið sem er skráð á Stars Account-aðganginum þínum og er fyllt út fyrir þig. Ef heimilisfangið sem þú ert með skráð á bankareikningnum er annða skaltu vinsamlegast uppfæra heimilisfangið þitt og gefa upp heimilisfangið sem þú ert með skráð hjá bankanum þínum. Við heimilum aðeins símgreiðslur á bankareikninga sem eru í búsetulandinu þínu.
  • Símanúmer (e. Phone Number) - Þetta er símanúmerið þitt. Ef þú hefur áður gefið okkur upp símanúmerið þitt verður það fyllt út fyrir þig.
  • IBAN-númer (e. IBAN Number) - Alþjóðlegt bankareikningsnúmer (e. International Bank Account Numer - IBAN) er alstafakóði sem auðkennir á einstakan hátt reikningsnúmer viðskiptavinar í banka sama hvar hann er í heiminum en hefur eins og er aðeins verið tekinn upp í Evrópulöndum. Þetta er skylda í Evrópulöndum og valkvætt fyrir öll önnur lönd. Ef þú ert ekki viss um IBAN-númerið þitt skaltu hafa samband við bankann þinn áður en þú heldur áfram með úttektina.
  • Swift-kóði (e. Swift Code) - Auðkenniskóði banka (e. Bank Identification Code - BIC) er einstakur auðkenniskóði tiltekins banka. Þetta þarf að hafa til að senda peninga milli landa. BIC-kóði samanstendur af átta eða ellefu samfelldum stöfum sem saman standa af: Bankakóða - 4 alfastafir sem auðkenna tiltekinn banka, landskóða sem er 2 stafa ISO landskóði, staðsetningarkóða sem er 2 alfastafir (fyrir utan núll) sem auðkenna staðsetningu stofnunar innan tiltekins lands, útibúskóða sem er 3 alfastafir, (valkvætt) sem auðkenna tiltekið útibú eða einingu
  • Fullt nafn banka (e. Bank Full Name) - Þetta er fullt nafn á bankanum þínum. Vinsamlegast gefðu upp fullt nafn bankans en ekki bara auðkennisstafi hans.
  • Heimilisfang útibús (e. Bank Branch Address - Þetta fullt heimilisfang fyrir bankaútibúið þitt.
  • Athugasemdir (e. Comments) - Þessi reitur er valfrjáls og hann má vera auður.

Til að fá nánari upplýsingar um úttektir í gegnum beina mexíkóska bankamillifærslu skaltu vinsamlegast smella hér.