Úttekt í gegnum beina bankamillifærslu

Direct Bank Transfer

Hvað er bein bankamillifærsla (e. Direct Bank Transfer)?

Bein bankamillifærsla er úttektarleið sem leyfir þér að fá vinninginn þinn þannig að hann er lagður beint inn á bankareikninginn þinn.

Hvernig get ég tekið út með beinni bankamillifærslu?

Allt sem þú þarft að gera er að stofna úttektina hjá gjaldkeranum (e. Cashier). Eftir að þú hefur slegið inn upphæðina sem þú vilt taka út, velurðu einfaldlega Direct Bank Transfer-valmöguleikann á úttektarskjánum (e. Withdraw). Þú þarft svo að slá inn upplýsingar um bankareikninginn þinn. Eftir að þú hefur klárað það ertu þarftu að staðfesta bankaupplýsingarnar þínar áður en við sendum inn beiðnina um úrvinnslu færslunnar.

Athugaðu að sá sem er skráður fyrir bankareikningnum verður að vera sá sami og er skráður fyrir Stars Account-aðganginum.

Athugaðu að það getur tekið allt að 72 klukkustundir að senda úttektarbeiðnina þína til úrvinnslu. Eftir að unnið hefur verið úr úttektarbeiðninni þinni gæti það tekið 2-5 virka daga þar til færslan sést á bankayfirlitinu þínu.

Hvaða bankaupplýsingar þarf að hafa til þess að vinna úr beinni bankamillifærslu?

Hvernig virkar kerfið fyrir skiptigengi gjaldmiðla?

Við styðjumst við ráðandi miðmarkaðsgengi sem gefið er upp af XE (ásamt smávægilegri þóknun ef við á) til að umreikna innistæðuna í úttektargjaldmiðilinn. Fyrir frekari upplýsingar um þetta skaltu vinsamlegast kynna þér Skilmála og skilyrði fyrir millifærslu og gjaldmiðlaskipti raunverulegra peninga.

Hvaða takmarkanir eru á beinum bankamillifærslum?

Vinsamlegast kíktu í gjaldkeragluggann (e. Cashier) til að skoða gildandi úttektartakmarkanir.

Hvað kostar það mig að nota beina bankamillifærslu?

Það eru engin gjöld tekin fyrir að nota beina bankamillifærslu. Spilarar bera sjálfir ábyrgð á þeim gjöldum sem bankar þeirra gætu lagt á þá. Fyrir upplýsingar um þær reglur sem gilda hjá bankanum þínum um móttöku beinnar bankamillifærslu skaltu hafa samband beint við bankann þinn.

Ef þú hefur einhverjar fleiri spurningar skaltu vinsamlegast hafa samband við þjónustuliðið.