Fast Deposit

Hvað er Fast Deposit (hröð innlegg)?

Fast Deposit er hraður og þægilegur greiðslumáti sem leyfir þér að fjármagna Stars Account-aðganginn þinn samstundis án þess að yfirgefa leikinn þinn.

Fast Deposit styður við margar vinsælar innleggsaðferðir. Finndu bara Fast Deposit-merkið við hliðina á innleggsaðferð sem á við í gjaldkeranum (e. Cashier).

Hvernig set ég Fast Deposit upp?

Þegar þú notar aðferðirnar sem bjóða þennan möguleika færðu möguleika á að virkja þetta sem „Fast Deposit Account“ reikninginn þinn. Eftir að þú hefur klárað að ganga frá heppnuðu innleggi ertu klár í að nota Fast Deposit.

Hvernig nota ég Fast Deposit?

Þegar þú ert að spila í peningaleikjum (e. cash games) sérðu að Fast Deposit-hnappur er nú orðinn sýnilegur.

Þegar þú smellir á hnappinn kemur strax upp sprettigluggi þar sem þú staðfestir upplýsingar fyrir færsluna.

Eftir að þú staðfestir færsluna og smellir á Submit verður færslan þín send til úrvinnslu og þú færð tilkynningu þegar færslunni er lokið og fjármunirnir eru orðnir aðgengilegir á Stars Account-reikningnum þínum.

Get ég breytt Fast Deposit aðferðinni/leiðinni sem ég nota?

Já. Þú leggur bara inn í gjaldkeranum með nýju greiðsluaðferðinni sem þú hefur valið og þá muntu geta notað hakreitinn fyrir ofan til að gera þetta að Fast Desposit-reikningnum þínum.

Get ég slökkt á Fast Deposit?

Já. Þú smellir bara á Fast Deposit-hnappinn í gjaldkeranum og þá geturðu gert valmöguleikann óvirkann þannig að þú sérð ekki lengur hnappinn þegar þú ert að velja eða spila leik. Þú átt líka möguleika á að breyta sjálfgefnu upphæðinni sem birtist í Fast Deposit-sprettiglugganum.

Ef þú hefur einhverjar fleiri spurningar skaltu hafa samband við þjónustuborð.