Símagjaldkeri

Með Símagjaldkeranum (e. Mobile Cashier) getur þú kíkt á höfuðstólinn og lagt raunpeninga inn á Stars Account-reikninginn þinn með snjalltækinu þínu. Hann hentar fullkomlega til að nota samhliða PokerStars Mobile pókerappinu okkar og gerir það að verkum að það verður enn auðveldara að spila póker á flakkinu, hvar og hvenær sem er!

Spilarar með Android™ og iOS-tæki geta komist í Símagjaldkerann í gegnum PokerStars Mobile appið.

Símagjaldkerinn notaður í snjalltækjum:

  • Skráðu þig inn í appið með venjulega Stars ID-auðkenninu þínu og lykilorði.
  • Farðu í "Cashier" (Gjaldkerann).
  • Þú getur svo notað símann/spjaldtölvuna til að leggja inn með einhverjum að þeim innleggsmöguleikum sem eru í boði.
  • Ef þetta er í fyrsta sinn sem þú leggur inn á Stars Account-reikninginn þinn þarftu að fylla út svokallað "Real Money Form" eyðublað sem kemur upp í Símagjaldkeranum. Þetta skref hjálpar þér við að skila inn mikilvægum upplýsingum sem vantar eins og er á Stars Account-aðganginn þinn. Engar áhyggjur, við pössum upp á allar upplýsingarnar þínar með nýjustu tækni og engum upplýsingum verður nokkurn tímann deilt með neinum þriðju aðilum.
  • Til að taka út fjármuni ferðu í Gjaldkerann og velur Withdraw. Fylgdu svo vinsamlegast leiðbeiningunum á skjánum til að klára beiðnina.

Athugið: Skoðaðu vinsamlegast Símagjaldkerann til að sjá lista yfir mögulegar greiðsluleiðir á þínu svæði.

Hafðu samband við þjónustuliðið ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú notar Símagjaldkerann í tækinu þínu.