Gagnavernd fyrir hugbúnaðinn okkar

Öll samskipti á milli biðlarahugbúnaðarins okkar sem er í gangi á tölvu spilarans og svo vefþjónanna okkar eru dulkóðuð. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að dulkóðun getur ein og sér ekki tryggt friðhelgi einkalífs. Til dæmis, síða þar sem vasaspil allra spilara eru send til allra telst ekki vera öruggt óháð dulkóðun. Það er þess vegna sem við höfum varið miklum tíma í að hanna öryggiskerfi okkar og stefnur.

HELSTU ATRIÐI ÖRYGGIS:

Hugbúnaðarniðurhal:

Fyrsti staðurinn þar sem öryggi verður mikilvægur þáttur er þegar spilahugbúnaðinum er halað niður af síðu PokerStars. Við verðum að tryggja að spilahugbúnaðurinn sé sóttur án þess að honum sé breytt. Til að takast á við þetta skilyrði höfum við byggt eftirfarandi eiginleika inn í forritið sem setur upp hugbúnaðinn:

 • Virka skjal uppsetningarhugbúnaðarins er undirritað með RSA 2048 bita kóðaðri öryggisundirritun sem var gefin út á Rational Services Ltd og er hægt að sannprófa með VeriSign, opinber vottunaraðili sem er hægt að sannreyna í gegnum netvafrann þinn.
 • Þetta tryggir að hugbúnaðaruppsetningin kemur frá útgáfuaðila hugbúnaðarins, PokerStars.
 • Það verndar hugbúnaðaruppsetninguna frá breytingum á milli útgáfustaðar og seinni tíma uppsetningu í vélinni þinni.

Öryggi leiktíma:

Við erum með fjölmarga innbyggða eiginleika til að tryggja öryggi sjálfs leiksins.

 • Spilahugbúnaðurinn okkar notar vottunina sem er gefin út af okkar eigin vottunaraðila (e. Certificate Authority - CA) til að auðkenna netþjónana okkar.
 • Spilahugbúnaðurinn okkar notar iðnaðarstaðlaða TLS-aðferðarlýsingu. Við erum núna að nota 2048 bita RSA lykil, sem samkvæmt RSA dugir til 2030. Þar sem við endurskoðum og uppfærum einkaþjónalykla á þriggja mánaða fresti erum við langt innan öryggismarkanna. Við styðjum eftirfarandi dulmál: AES128-SHA (128 bitar) og DES-CBC3-SHA (168 bitar).
 • Engin einkagögn, svo sem vasaspil, eru nokkurn tímann send til annarra spilara (nema í samræmi við reglur leiksins).
 • Allur innsláttur í biðlara er auðgildur netþjónamegin.

SAMRÁÐ

Samráð er tiltekið form svindls þar sem tveir eða fleiri spilarar gefa merki um það sem þeir hafa í leiknum, eða á annan hátt mynda félagskap um svindl til að hafa áhrif á aðra spilara við sama borð.

Þó það sé á einhvern hátt auðveldara að koma upplýsingum á milli spilara sem vinna saman á netinu en það er í raunverulegu herbergi í raunheimum, er mikið erfiðara að ekki komist á endanum upp um svindlið, þar sem spil allra spilara er hægt að skoða eftir leikinn.

Svo það skiptir engu hversu þróað samráðið er, það verður að innihalda spilun handar sem hefði ekki verið spiluð á þann hátt án samráðs. Aðferðir okkar til að nema slíkt miðast að því að fanga óvenjuleg spilamynstur og vara þá öryggisteymið við, sem gerir þá enn ítarlegri rannsókn á málinu. Við rannsökum líka allar umkvartanir og skýrslur spilara þar sem upp hefur komið grunur um samráð.

Ef einhver spilari telst hafa tekið þátt í einhvers konar samráði gæti reikningi hans verið lokað varanlega.

STOKKUN

„Hver sá sem íhugar reikniaðferðir til að búa til tölur af handahófi er, að sjálfsögðu, að syndga á einhvern hátt.“ - John von Neumann, 1951

Við skiljum að það að nota sanngjarnt stokkunaralgrím sem ekki er hægt að spá fyrir um er lífsnauðsynlegt fyrir hugbúnaðinn okkar. Til að tryggja þetta og forðast stærstu vandamálin sem lýst er í [1], notum við tvær sjálfstæðar uppsprettur fyrir sannarleg slembigögn:

 • Innslög notenda, þar á meðal samantekt af músarhreyfingum og tímasetningum viðburða, er safnað saman í spilahugbúnaðinum.
 • Quantis [2], sannur slembitöluvélbúnaður (e. random number generator) sem þróaður er af svissneska fyrirtækinu ID Quantique, sem notast við skammtaslembing (e. quantum randomness) sem hitasuðsóreiðuuppsprettu.

Hver af þessum uppsprettum ein og sér býr til nægilega hitasuðsóreiðu til að tryggja sanngjarna og óforspáanlega stokkun.

Helstu atriði stokkunar:

 • Stokk með 52 spilum má stokka á 52! vegu. 52! er um það bil 2^225 (eða svo nákvæmni sé gætt er það á 80.658.175.170.943.878.571.660.636.856.404.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000 vegu). Við notum 249 slembibita frá báðum hitasuðsóreiðuuppsprettunum okkar (innslög notenda og skammtaslembinginn) til að ná jafnri tölfræðidreifingu sem ekki er hægt að spá fyrir um.
 • Einnig beitum við reglum íhaldssamt til að tryggja að við fáum nægileg slembigögn; til dæmis, ef innslættir notenda ná ekki að mynda nægilega mikla hitasuðuóreiðu þá byrjum við ekki á næstu hönd fyrr en við höfum náð nægilegri hitasuðuóreiðu frá slembitölubúnaði Quantis.
 • Við notum SHA-1 dulkóðunarmauksalgrím til að blanda hitasuðuóreiðuna frá báðum uppsprettunum til að gefa enn meira öryggi.
 • Við viðhöldum líka SHA-1 uppbyggðum hálfslembitölubúnaði til að færa okkur enn meira öryggi og vernd gagnvart gagnaárásum.
 • Til að breyta slembibitastreymi í tölur af handahófi innan tilskilins ramma án hlutdrægni notum við einfalt og áreiðanlegt algrím. Til dæmis, ef okkur vantar tölu af handahófi á bilinu 0-25:
  • við tökum 5 slembibita og breytum þeim í tölu af handahófi á bilinu 0-31.
  • Ef þessi tala er hærri en 25 hendum við bara öllum 5 bitunum og byrjum ferlið upp á nýtt.
 • Þessi aðferð verður ekki fyrir hlutdrægni sem tengist aðferðarstuðlum til að búa til slembitölur sem eru ekki 2n, n = 1,2,..
 • Til að framkvæma svo raunverulega stokkun notum við annað einfalt en áreiðanlegt algrím:
  • fyrst drögum við spil af handahófi úr upprunalega stokknum (1 af 52) og setjum í nýjan stokk - nú inniheldur upprunalegi stokkurinn 51 spil og nýi stokkurinn 1 spil.
  • svo drögum við annað spil af handahófi úr upprunalega stokknum (1 af 51) og setjum í nýjan stokk - nú inniheldur upprunalegi stokkurinn 50 spil og nýi stokkurinn 2 spil.
  • við endurtökum ferlið þar til öll spilin hafa verið færð úr upprunalega stokknum og yfir í nýja stokkinn.
 • Algrímið lendir ekki í „slæmri dreifingu við stokkun“ (e. Bad Distribution of Shuffles“) sem lýst er í [1].

Stokkun PokerStars

PokerStars lagði fram ítarlegar upplýsingar um framleiðslubúnað handahófskenndra talna á PokerStars (RNG) til óháðrar stofnunar. Við fólum þessari virtu stofnun að gera yfirgripsmikla greiningu á handahófi úrtaks RNG-búnaðarins og útfærslu hans við stokkun spilanna á PokerStars.

Stofnunin fékk fullan aðgang að grunnkóðanum og staðfesti handahófið/slembinginn og öryggi stokkunarinnar okkar. Skoðaðu síðu Online Random Number Generator til að fá nánari upplýsingar.

[1] "How We Learned to Cheat at Online Poker: A Study in Software Security http://www.datamation.com/entdev/article.php/616221/How-We-Learned-to-Cheat-at-Online-Poker-A-Study-in-Software-Security.htm

[2] http://www.idquantique.com/products/quantis.htm

Ábyrg spilun

Responsible Gaming

Við leggjum mikla áherslu á ábyrga spilun og við gerum okkar besta til að tryggja að spilaupplifunin þín sé ánægjuleg og jákvæð.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn í fyrsta sinn í raunverulegum peningum og byrjaðu að spila núna. Innlegg eru fljót og örugg.