Öryggi lykilorða

Öryggi lykilorða á netinu

Við notum mörg rammgerðustu og öruggustu öryggiskerfin til að vernda heilindi reikningsins þíns.

Hins vegar er reikningurinn þinn aðeins eins öruggur og veikasti hlekkur hans, sem hjá mörgu fólki er lykilorðið þeirra. Þessar upplýsingar eiga ekki bara við um þennan reikning, heldur líka aðrar þjónustur á netinu sem eru verndaðar af lykilorðum og þú gætir verið að nota.

Það að vernda lykilorðið þitt er á þína ábyrgð og tryggir um leið örugga stjórnun á netaðganginum. Við getum eiginlega ekki lagt nægilega mikla áherslu á þetta. Þú ættir að umgangast reikninginn þinn eins og bankareikning - þetta eru þínir peningar og við viljum aðstoða þig við að passa upp á fjármunina þína.

Það eru þrjár meginleiðir sem lykilorðið þitt gæti glatast eða komist í hættu.

 1. Einhver gæti komist yfir lykilorðið þitt ef þú segir honum það.

  Besta leiðin til að koma í veg fyrir það er að segja aldrei neinum lykilorðið þitt. Ekki segja vinum þínum það, ekki segja fjölskyldunni og ekki láta neinn sjá þig nota reikninginn þinn.
 2. Einhver gæti giskað á lykilorðið þitt ef þú notar orð eða setningu sem er auðvelt að giska á.

  Ekki nota einföld lykilorð eins og „lykilorð“ eða „qwerty“ eða notandanafnið þitt eða nafnið þitt. Ef þú hefur gert eitthvað víðfrægt - eins og að vinna tiltekið pókermót - ekki nota það sem lykilorðið þitt.
 3. Einhver gæti „netveitt/fiskað“ eftir lykilorðinu þínu með því að setja upp falska vefsíðu, eða með því að setja upp óværuhugbúnað á tölvunni þinni.

  Eini staðurinn sem þú ættir að slá inn lykilorðið þitt er þegar þú skráir þig inn í spilabiðlarann. Við munum aldrei biðja þig um að senda okkur lykilorðið þitt og þú ættir aldrei að senda það til okkar eða nokkurs annars. Það er engin lögmæt vefsíða (sem þú kemst á í gegnum vafrann þinn) sem biður um þetta lykilorð.
  Þú ættir að tryggja að stýrikerfi tölvunnar þinnar sé uppfært og að þú notir hágæðahugbúnað til að tengjast netinu, þar á meðal vírusskanna, eldveggi og annað þess háttar.

Svona geturðu ástundað gott lykilorðaöryggi

Hér koma nokkur góð ráð um hvernig þú getur forðast að lenda í vandræðum með lykilorð:

 1. Ekki skrifa lykilorðið þitt niður þar sem einhver getur fundið það.
 2. Ekki skipta oft um lykilorð.
 3. Ekki skilja aðganginn þinn eftir þannig að hann sé innskráður ef aðrir hafa aðgang að tölvunni þinni.
 4. Ekki nota möguleikann „Muna lykilorð“ á innskráningarskjánum ef aðrir hafa aðgang að tölvunni þinni. Þetta er sérlega mikilvægt á skrifstofum og á heimavistum háskóla.
 5. Ekki láta svik og pretti blekkja þig þar sem aðrir reyna að fá aðgang að reikningnum þínum. Ef eitthvað tilboð hljómar of gott til að vera satt, er það líklega þannig.

Ráðleggingar fyrir sterk lykilorð

Sem vörn gegn hakkara sem ætlar sér að ráðast á þig, eru bestu lykilorðin þau sem hakkari getur ekki komist að. Hér koma nokkur góð ráð til að aðstoða þig við að útbúa sterk lykilorð:

 1. Ekki gera lykilorðið þitt að einhverju augljósu sem væri auðvelt að giska á. Ekki nota nafnið þitt, fæðingardag, eða einfalda setningu.
 2. Láttu það vera langt. Því lengra sem lykilorð er, því traustara er það. Styrkur lykilorða hækkar óendanlega eftir því sem lykilorðið er lengra. Lykilorðið þitt ætti að vera 8 eða fleiri stafir að lengd, 14 stafir eða lengra er enn betra.
 3. Við leyfum þér að búa til lykilorð sem eru allt að tuttugu stafir - nógu löng til að mynda setningu sem er með mörgum orðum („lykilorðasetning“). Það er oft einfaldara að muna lykilorðasetningu en einfalt lykilorð og einnig er erfiðara og tekur lengri tíma að giska á hana.
 4. Sameinaðu bókstafi, tölur og tákn. Því fjölbreyttari stafir sem þú notar í lykilorðinu, því erfiðara er að giska á það. Lykilorð með 15 stöfum sem samanstendur eingöngu af bókstöfum og tölum af handahófi er um 33.000 sinnum sterkara en 8 stafa lykilorð sem samanstendur af stöfum af öllu lyklaborðinu. Ef þú getur ekki búið til nógu sterkt lykilorð sem inniheldur tákn þarftu að gera það þeim mun lengra til að fá sambærilega vörn. Fullkomið lykilorð sameinar bæði lengd og fjölbreyttar gerðir tákna.
 5. Notaðu allt lyklaborðið, ekki bara algengustu stafina. Tákn sem eru skrifuð með því að halda niðri „Shift“ og ýta á tölu eru mjög algeng í lykilorðum Lykilorðið þitt verður mun sterkara ef þú velur úr öllum táknunum á lyklaborðinu, þar á meðal greinarmerki sem er ekki að finna í efri röðum lyklaborðsins.
 6. Notaðu orð og setningar sem þú átt auðvelt með að muna en er erfitt fyrir aðra að giska á. Einfaldasta leiðin til að muna lykilorð og lykilorðasetningar er að skrifa þau niður. Ólíkt því sem flestir trúa þá er ekkert að því að skrifa niður lykilorð, en þau þurfa að vera nægilega vel vernduð til að haldast örugg og virka rétt.
 7. Almennt er erfiðara að lykilorð sem skrifuð eru á blað komist í rangar hendur hendur á netinu heldur en lykilorðastjórar (e. password manager), vefsíður, eða aðrar geymslur sem byggja á hugbúnaði, eins og lykilorðastjórar.

Búðu til sterkt minnisstætt lykilorð í 6 skrefum

Fáðu þér sæti og gefðu þér nokkrar mínútur í að búa til sterkt lykilorð. Þú átt eftir að nota lykilorðið í hvert sinn sem þú ætlar inn í hugbúnaðinn, svo það er tímans virði að gera þetta almennilega.
Notaðu þessi skref til að þróa öflugt lykilorð (í boði Microsoft):

 1. Hugsaðu upp setningu sem þú getur munað. Þetta myndar grunninn að sterka lykilorðinu þínu eða lykilorðasetningunni. Notaðu minnisstæða setningu, eins og „My son Aiden is three years old.“
 2. Ef setningin er 20 stafir eða styttri geturðu notað lykilorðasetninguna (með bilum á milli stafa).
 3. Ef hún er of löng skaltu breyta henni í lykilorð. Taktu fyrsta stafinn í hverju orði setningarinnar sem þú útbjóst til að búa til nýtt bullorð. Með því að nota dæmið hér fyrir ofan færðu: „msaityo“.
 4. Bættu flækjustigið með því að blanda saman lágstöfum og hástöfum og tölum. Það er mikilvægt að skipta út sumum stöfum eða jafnvel að nota stafsetningarvillur líka. Til dæmis, með lykilorðasetningunni hér fyrir ofan gætir þú íhugað að stafsetja nafn Aiden vitlaust, eða skipta út orðinu „three“ fyrir töluna 3. Það eru margar mögulegar leiðir til að skipta út og því lengri sem setningin er, því flóknara verður lykilorðið þitt. Lykilorðasetningin þín gæti því orðið „My SoN Ayd3N is 3 yeeRs old.“ Ef þú vilt nota styttra lykilorð gæti þetta gefið þér lykilorð eins og „MsAy3yo“.
 5. Að lokum skaltu skipta inn nokkrum sérstöfum. Þú getur notað tákn sem líta út eins og bókstafir, sameinað orð (fjarlægt bil) og notað aðrar leiðir til að gera lykilorðið flóknara. Ef við notum þessar brellur getum við búið til lykilorð sem er „MySoN 8N i$ 3 yeeR$ old“ eða lykilorð (sem nota fyrsta staf hvers orðs) „M$8ni3y0“.
 6. Prófaðu nýja lykilorðið þitt með Password Checker-tólinu okkar. Password Checker er nýr eiginleiki í hugbúnaðinum okkar sem aðstoðar þig við að ákvarða styrk lykilorðsins þíns á meðan þú skrifar það inn

Aðferðir sem ætti að forðast með lykilorð

Það er mikilvægt að forðast lykilorð sem hakkarar geta giskað á. Nokkur ráð til að koma í veg fyrir lykilorð sem auðvelt er að giska á:

 1. Ekki endurtaka sama stafinn eða töluna aftur og aftur og forðastu einfaldar runur. Dæmi eins og „12345678“, „222222“, „abcdefg“, eða nærliggjandi stafir á lyklaborðinu þínu hjálpa þér ekki við að búa til traust lykilorð.
 2. Ekki bara nota útskiptingar með svipuðu útliti tákna og tölustafa. Fólk sem er að reyna að stela lykilorðinu þínu er nógu gáfað til að láta ekki blekkjast af algengum útskiptingum með svipað útlit, eins og að skipta „i“ með „1“ eða „a“ með „@“ eins og í „P@ssw0rd“. Hins vegar getur þetta hjálpað til í samvinnu við aðrar ráðstafanir, eins og löng lykilorð eða að stafsetja viljandi ranglega orð til að bæta styrk lykilorðsins þíns.
 3. Ekki nota notandanafnið þitt eða hluta af nafninu þínu, afmælisdag og þess háttar. Ef þú átt síðu eða prófíl á félagsmiðlum (eins og Facebook, eða MySpace) skaltu ekki nota neinar upplýsingar þaðan í lykilorðið þitt.
 4. Ekki nota orð sem eru í orðabók á neinu tungumáli. Ein algeng tækni sem glæpamenn nota er að giska á lykilorð sem byggjast á orðum í orðabókum.
 5. Ekki nota sama lykilorð fyrir reikninginn þinn og þú ert að nota á öðrum stað líka. Ef þú ert með sama lykilorðið á reikningnum þínum og á pókerspjallborði til dæmis og einhver hakkar sig inn á spjallborðið, þá verður reikningurinn þinn líka að augljósu skotmarki.

Responsible Gaming

Responsible Gaming

We are committed to responsible gaming, and are dedicated to an enjoyable and positive gaming experience.

Special Offers

Special Offers

PokerStars has special offers running all year round, with cash prizes, seats to the best live events and much more.

Playing for Real Money

Chip Stack

Make your first real money deposit and start playing at PokerStars. Deposits are fast and secure.