Öryggislykill fyrir Stars Account

Verndaðu reikninginn þinn með RSA öryggislykli úr Rewards Store!

PokerStars Casino er traustasti og öruggasti staðurinn til að spila á netinu, með nýjustu tækni sem hjálpar þér að vernda aðganginn þinn og að varðveita heilindi leikjanna okkar. Það borgar sig samt alltaf að vera á varðbergi og þú getur aukið öryggið á reikningnum þínum enn frekar með RSA öryggislykli úr Rewards Store.

Að nota RSA lykil er ein besta leiðin til að tryggja öryggi þitt á meðan þú spilar á netinu á PokerStars Casino. Þetta er þægilegt tæki sem útbýr auka lykilorð sem þú notar til að skrá þig inn í biðlarann. Hvert lykilorð er aðeins sýnt á skjánum í nokkrar sekúndur. Eftir það er búið til nýtt lykilorð, og það gamla rennur þá úr gildi. Þetta gefur reikningnum þínum "tvíþætt" auðkenningarferli sem hámarkar öryggi reikningsins. Það er meira að segja hægt að festa lykilinn við lyklakippu, svo það er ekkert mál að vera með hann á flakkinu.

Þegar RSA öryggislykillinn er orðinn virkur er hann einstakur og bundinn við þinn Stars Account og ekki er hægt að nota hann með neinum öðrum aðgangi. Það er heldur ekki hægt að nota hann með forriti frá þriðja aðila sem notar einnig RSA öryggislykil og þriðji aðili getur ekki gefið þér upp neina lykla sem er hægt að nota með þínum Stars Account. Um leið og RSA öryggislykillinn hefur verið virkjaður fyrir reikninginn þinn þarftu að slá inn RSA öryggiskóðann (e. security Passcode) þinn í hvert einasta sinn sem þú skráir þig inn.

RSA öryggiskóðinn er settur saman úr tveimur þáttum:

 1. Fjögurra stafa RSA PIN öryggisnúmer sem þú átt, sem er svo fylgt eftir af
 2. Tölunum sex sem eru þá stundina sýnilegar í glugganum á RSA öryggislyklinum þínum.

Taktu eftir að RSA PIN öryggisnúmerið er ekki í neinum tengslum við BetStars PIN númerið þitt.

Hvernig á að panta og setja upp RSA öryggislykil

Það eru þrjú skref í þessu ferli:

 1. Pantaðu RSA öryggislykilinn þinn úr Rewards Store
 2. Virkjaðu RSA öryggislykilinn þinn í hugbúnaðinum (þú þarft að segja hugbúnaðinum að þú hafir móttekið lykil)
 3. Virkjaðu RSA öryggislykilinn þinn til að nota hann við innskráningu

RSA öryggislykill pantaður

Ef þú hefur fengið RSA öryggislykilinn þinn þarftu að virkja hann.

 1. Skráðu þig inn á reikninginn þinn
 2. Smelltu á Account, veldu svo Settings og RSA Security Token.
 3. Smelltu á Activate RSA Security Token og fylgdu svo leiðbeiningunum sem koma á skjáinn
 4. Sláðu inn raðnúmerið á RSA öryggislyklinum þínum þar sem það á við og smelltu svo á Next. Raðnúmerið er það sem er aftan á lyklinum og er með níu tölustafi, sem byrjar á 20.......:
  Raðnúmer öryggislykilsins er prentað á límmiða og er líka grafið í lykilinn.
 5. Lestu útskýringarnar um öryggiskóðann (e. Passcode) og smelltu svo á Next.
 6. Búðu til fjögurra stafa PIN-númer. Þetta er fyrri helmingur öryggiskóðans (e. Passcode). Smelltu svo á Next.
 7. Sláðu inn öryggiskóðann - þetta er fjögurra stafa kóðinn sem þú varst að búa til hér beint fyrir ofan, sem er svo fylgt eftir af sex stafa tölunni sem er sýnileg akkúrat þá stundina í glugganum framan á RSA öryggislyklinum þínum:
  Heildarlengdin á öryggiskóðanum (e. Passcode) er tíu tölur:
  (RSA öryggis PIN) + (Kóðinn á lyklinum) = (RSA öryggiskóði)
  (Leynilegi PIN kóðinn þinn) + (Tölurnar sem eru í glugganum á lyklinum) = (RSA öryggiskóði)
  (4 tölur) + (6 tölur) = (10 tölur)
  1234 + 590616 = 1234590616
  Smelltu á Next eftir að þú hefur slegið inn kóðann á lyklinum þínum.
 8. Til hamingju! Nú hefur þú vakið RSA öryggislykilinn þinn. Nú hefurðu sagt netþjóninum (e. server) að þú sért með RSA öryggislykil og þú þarft þá núna að segja netþjóninum að biðja um hann þegar þú skráir þig inn.

RSA öryggislykilinn þinn virkjaður til að nota við innskráningu

Eftir að þú hefur sagt hugbúnaðinum að þú hafir móttekið lykilinn þinn þarftu að segja hugbúnaðinum að byrja krefjast þess að hann sé notaður við innskráningu.

 1. Skráðu þig inn á reikninginn þinn
 2. Smelltu á Account, veldu svo Settings og RSA Security Token.
 3. Hakaðu í gátreitinn við hliðina á Enable RSA Security Token.
 4. Gefðu upp upplýsingarnar sem beðið er um í glugganum. Þetta kemur í veg fyrir að einhver geti slökkt eða kveikt á Account Security Enhancments (auknum öryggisstillingum) án þíns leyfis.
 5. Bíddu eftur staðfestingu frá hugbúnaðinum um að nýju innskráningarstillingarnar þínar séu orðnar virkar. Þú færð tölvupóst sem staðfestir að innskráningarstillingunum þínum hafi verið breytt.

RSA öryggislykill gerður óvirkur

Til að gera eiginleikann óvirkann, fylgdu þá leiðbeiningunum hér að neðan.

 1. Skráðu þig inn
 2. Smelltu á Account.
 3. Veldu Settings og RSA Security Token.
 4. Veldu Disable RSA Security Token.

Hver lykill takmarkast aðeins af lengd RSA leyfisins, sem er 3 ár. Síðasti notkunardagur lykilsins, dagurinn sem hann rennur úr gildi, er grafinn í bakhlið lykilsins. Í lok líftíma lykilsins geturðu svo pantað þér nýjan lykil úr Rewards Store.

Ef þú ert með einhverjar spurningar um hvernig þú kaupir eða notar RSA öryggislykil skaltu vinsamlegast skoða hjálparmiðstöðina eða hafa samband við þjónustuborð.

Ábyrg spilun

Responsible Gaming

Við leggjum mikla áherslu á ábyrga spilun og við gerum okkar besta til að tryggja að spilaupplifunin þín sé ánægjuleg og jákvæð.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.