Stars Rewards

Stars Rewards-kerfið gerir það auðvelt að vinna verðlaun sem eru sérsniðin fyrir þig, í öllum spilavörunum sem við bjóðum upp á. Þénaðu fríðindapunkta (e. reward points) í hvert sinn sem þú spilar raunpeningaleiki (háð tilteknum skilmálum). Safnaðu nægilega mörgum punktum til að klára fylla upp í mælistikuna þína og þá vinnurðu kistu sem er hlaðin verðlaunum sem þú vilt nota - þar á meðal StarsCoin og fríspilun!

Persónusniðin verðlaun

Fáðu verðlaun sem þú vilt nota í leikjum sem þér þykir gaman að spila, sérsniðin handa þér, þegar þú spilar fyrir raunverulega peninga í öllum vörunum sem við bjóðum upp á.

Fríðindapunktar (e. Reward Points)

Spilaðu fyrir raunverulega peninga og þénaðu fríðindapunkta. Punktar fylla upp mælistikuna á skjánum hjá þér - kláraðu hana til að vinna kistu sem er fyllt með persónusniðnum verðlaunum, bara fyrir þig.

Kistur

Hægt er að safna kistum og opna þær áður, á meðan eða eftir að spilalotunni þinni lýkur og þær innihalda verðlaun sem tengjast því sem þér þykir skemmtilegt að gera! Verðlaun geta verið allt frá því að vera StarsCoin sem þú getur eytt í Rewards Store, yfir í peningafslátt og ýmis konar miða og hluti sem eru sniðnir handa þér og leikina sem þér þykir gaman að spila. Það eru sex ólíkar gerðir af kistum sem vaxa að stærð og verðmætum.

Verðlaun

Level 1: Blue Chest

Þrep 1: Blá kista

$0,60

Level 2: Bronze Chest

Þrep 2: Bronskista

Frá $0,60 til $12

Level 3: Silver Chest

Þrep 3: Silfurkista

Frá $1,50 til $30

Level 4: Gold Chest

Þrep 4: Gullkista

Frá $5 til $100

Level 5: Diamond Chest

Þrep 5: Demantskista

Frá $12,50 til $250

Level 6: Black Chest

Þrep 6: Svört kista

Frá $35 til $700

Þú getur stjórnað öllum verðlaununum þínum á My Stars-svæðinu á reikningnum þínum.

StarsCoin

Fáðu StarsCoin í verðlaun í kistum, sem þú notar til að spila leiki eða eyða í Rewards Store. Smelltu hér til að kynna þér þetta nánar.

Mælistika

Þénaðu nógu marga fríðindapunkta til að klára mælistikuna þína og þá færðu næstu kistu.

 • Fáðu a.m.k. Eina kistu í verðlaun á hverju rúllandi 28 daga tímabili til að halda kistustöðunni þinni við.
 • Ef þú vinnur þér inn 10 kistur innan 28 daga uppfærum við þig í stærri kistu, sem krefst þess af þér að þú þurfir að þéna fleiri punkta til að opna hana en hún inniheldur stærri verðlaun að meðaltali (sjá ofar). Mælistikan þín verður blá þegar þú ert að nálgast uppfærslu og við látum þig vita nákvæmlega hversu langan tíma þú átt eftir til að klára vinna þér hana inn.
 • Ef 28 dagar líða og þú hefur ekki enn unnið kistu endurstillist mælistikan þín og þú færist niður um þrep, þar sem auðveldara er að vinna kistur en þær innihalda lægri verðlaun að meðaltali. Ef þú hefur lokið a.m.k. 50% af núverandi mælistikunni þinni færðu kistu af nýja, lægra þrepinu þínu. Mælistikur á bláu kistuþrepi núllstillast eftir að engin virkni hefur verið í þrjá almanaksmánuði.

Skipti

Ef þú ert á hærra þrepi en bláu kisturnar geturðu skipt mælistikunni þinni í kistu á lægra þrepi.

Ef þú átt rétt á að skipta mælistikunni þinni þá sérðu að sá möguleiki verður virkur hjá þér undir „My Stars“.

Stars Rewards Spin & Go-mót

Ef þú spilar póker hjá okkur gæti kistan þín innihaldið miða til að spila í Stars Rewards Spin & Go-móti.

Eins og í hefðbundnum Spin & Go-mótum eru þessi þriggja spilara mót með litlum byrjunarstöflum, blindir hækka hratt og sigurvegarinn fær allan verðlaunapottinn sem er ákvarðaður af snúningshjóli áður en leikurinn hefst.

Hér eru verðlaunin sem þú getur unnið, sem og líkurnar á að lenda í hverju verðlaunþrepi:

VerðlaunLíkur
$5.000 1 af 1.000.000
$100 30 af 1.000.000
$50 75 af 1.000.000
$10 2.500 af 1.000.000
$5 15.000 af 1.000.000
$3 100.000 af 1.000.000
$2 511.712 af 1.000.000
$1 370.682 af 1.000.000

Taktu eftir: í Stars Rewards Spin & Go-mótum áskiljum við okkur rétt til að gera breytingar á verðlaunauppbyggingunni til að bjóða miða sem eru jafnvirði peningaverðlauna sem eru þar fyrir.

Hvernig á að vinna sér inn fríðindapunkta (e. Reward Points)

Punktaskilyrði verðlauna fara eftir tegund þeirrar kistu sem þú stefnir á í spiluninni, en þau eru líka sérsniðin að þínum prófíl. Nokkrir þeirra þátta sem hafa áhrif á punktaskilyrðinguna eru nýleg virkni, tegund leiks og nettótala innleggja.

Þú vinnur þér inn fríðindapunkta á mismunandi hraða, allt eftir því hvað þú ert að spila:

 • Casino: Fríðindapunktar vinnast inn á þeirri stundu sem lagt er undir (e. point of wagering). Smelltu hér til að sjá nánari sundurliðun á í hvaða hlutföllum þú vinnur þér þá inn eftir gerð leikja, ásamt því að sjá hvernig þú þénar endurheimtarpunkta með því að spila í Casino-leikjum (til að leysa út bónusa).
 • Póker: Spilarar vinna sér inn 45 fríðindapunkta fyrir hvern $1 USD sem er greiddur í þóknanir í mótum á dagskrá og 100 fríðindapunkta fyrir hvern $1 USD sem er greiddur í tekju (e. rake) í Zoom eða peningaleikjum (e. cash games) eða önnur mótagjöld (130 fríðindapunkta fyrir hvert £1, 80 punkta fyrir hvern $1 CAD og 110 punkta fyrir hverja €1).
  • Spilarar þéna ekki neina fríðindapunkta á borðum með pott-takmörk og án-takmarks með blindfé upp á $5/$10 eða hærra, á borðum í 8-game með $20-$40 undir eða hærra, eða öðrum leikjum með takmarki (e. limit) með $20-$40 undir eða hærra.
 • Sport: Fríðindapunktar vinnast inn á þeirri stundu sem veðmál er gert upp. Fyrir einföld veðmál (e. singles) þéna spilarar 1,1 fríðindapunkta fyrir hvern $1 sem er lagður undir. Fyrir margfaldara-/uppsafnaraveðmál þurfa spilarar að þéna 3,1 fríðindapunkta fyrir hvern $1 sem er lagður undir.
  • Veðmál sem fara fram í gjaldmiðli öðrum en USD er breytt í USD miðað við miðmarkaðsgengi skiptigengis (samkvæmt XE.com) til að reikna fríðindapunkta.
  • Fríðindapunktar eru ekki veittir fyrir veðmál sem eru greidd út ef virði útgreiðsluupphæðar er jafnt upprunalegu veðmálsupphæðinni.
   • Dæmi: ef þú veðjar $10 og tekur út (e. cash out) $10, þá vinnurðu þér inn núll fríðindapunkta. En ef þú veðjar $10 og tekur út fyrir meira eða minna en $10 þá vinnurðu þér inn fríðindapunkta.
Verðlaunalíkur fyrir verðlaunakistur
Upplýsingar um endingartíma (e. expiration)

Skilmálar

Stars Rewards-kerfið - Afsláttur og verðlaun („Afsláttar- og verðlaunaskilmálar")

Þátttaka þín í Stars Rewards-kerfinu („Stars Rewards-kerfið“), eins og það er lagt fram af The Stars Group, er tekin sem fullt samþykki þitt á afsláttar- og verðlaunaskilmálunum.

 1. Þátttaka í Stars Rewards-kerfinu fellur undir afsláttar- og verðlaunaskilmála sem eru kynntir hér fyrir neðan. Við áskiljum okkur rétt til þess að breyta, bæta við eða breyta eða þessum afsláttar- og verðlaunaskilmálum hvenær sem er og áframhaldandi þátttaka þín í kerfinu skal teljast sem samþykki þitt og viðurkenning á að þú sért bundinn af þessum ásláttar- og verðlaunaskilmálum. Við hvetjum þig til þess að kynna þér þessa afsláttar- og verðlaunaskilmála sem og Stars Rewards-síðurnar allar reglulega til þess að sjá hvort við höfum gert breytingar á fyrirkomulaginu.
 2. Aðild að Stars Rewards-kerfinu er ókeypis og stendur einstaklingum til boða sem dvelja í þeim löndum sem heimila slíka aðild. Aðild og þátttaka gæti verið bönnuð með lögum í sumum löndum með lögum sem þar gilda.
 3. Spilarar byrja ekki að vinna sér inn fríðindapunkta eða verðlaun fyrr en þeir hafa staðfest þátttöku í Stars Rewards-kerfinu í gegnum „Byrja núna“-hnappinn (e. Start Now) sem má nálgast í gegnum Start-hnappinn í hugbúnaðinum – þú finnur hann í aðalanddyrinu eða undir My Stars-valseðlinum.
 4. Stars Rewards-kerfið býður tryggum viðskiptavinum okkar peningaendurgreiðslur og tækifæri til að vinna aukaleg verðlaun fyrir spilun fyrir raunverulega peninga. Athugaðu að aðild þín að Stars Rewards-kerfinu gæti verið endurkölluð ef hún er misnotuð á einhvern hátt. Allar slíkar ákvarðanir um neitun á aðild er að fullu sjálfdæmi The Stars Group og þeim er ekki hægt að áfrýja eða taka til endurskoðunar.
 5. Endurgreiðslu/afslátt og verðlaun (saman ásamt fríðindapunktum sem má safna upp í tengslum við þetta kerfi) er ekki hægt að millifæra, láta í vöru- eða þjónustuskiptum, selja eða skipta á annan hátt. Endurgreiðslur og verðlaun er aðeins hægt að vinna og fríðindapunktum er aðeins hægt að safna upp með spilun fyrir raunverulega peninga – þegar fríðindapunktamarkmiði er náð vinna spilarar verðlaun af handahófi í skiptum fyrir þessa punkta, eins og er farið yfir nánar hér fyrir ofan. Stars Rewards geta innihaldið peninga/reiðufé, inneign í leikjum eða StarsCoin (sýndargjaldmiðill okkar sem er hægt að skipta í tilteknar vörur í gegnum Rewards Store).
 6. Sumum verðlaunum sem vinnast í Stars Rewards gætu fylgt kvaðir um að þau þurfi að spila í gegn (e. play-through).
 7. Með því að taka þátt í Stars Rewards-kerinu viðurkennir þú að við gætum vísað til notandanafns þíns ef það gerist að þú vinnir til umtalsverðra verðlauna. Hins vegar munum við ekki nota nafn þitt, ímynd og líkneskju til kynningarstarfa og markaðsfærslu ef þú færð hærri verðlaun en $9.999 án skriflegs samþykkis frá þér. Einnig munum við sækjast eftir samþykki þínu ef við óskum þess að þú mætir í viðtöl (án þess að greiðsla komi í staðinn) við útvalda fjölmiðla sem við gætum valið, í tengslum við sigur þinn.
 8. Sérhver misnotkun á Stars Rewards-kerfisins (hvort sem það er með samráði, svindli eða eftir öðrum misjöfnum leiðum) eða misbrestur á að fylgja afsláttar- og verðlaunaskilmálunum getur orsakað það að aðild þín verði afturkölluð og að öll uppsöfnuð verðlaun, fríðindapunktar og StarsCoin falli niður eða verði sótt til þín.
 9. Allir veðmálagjörningar sem fara fram með sviksömum hætti eða eru tilraun til þess að fá verðlaun án þess að spila með raunverulega peninga fela í sér sviptingu allra verðlauna sem af hljótast. Notendaskilmálarnir okkar gilda einnig um Stars Rewards-kerfið.
 10. Við áskiljum okkur rétt til þess að sækja aftur til þín eða snúa við allri veitingu Stars Rewards til hvers þess spilara þar sem ákvörðun um veitingu verðlauna eða verðlaunaupphæða sem eru lagðar inn á spilara eru afleiðing villu, svika, tæknilegrar bilunar eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum.
 11. Aðild að Stars Rewards-kerfinu og fríðindum er úthlutað algjörlega að sjálfdæmi okkar og við áskiljum okkur rétt til þess að slíta og/eða gera breytingar á aðild að Stars Rewards-kerfinu (og fríðindum þess) hvenær sem er.
 12. Ákvarðanir starfsfólks og stjórnenda um allt sem viðkemur Stars Rewards-kerfinu eru endanlegar og þeim er ekki hægt að áfrýja eða krefjast endurskoðunar.

Síðast endurskoðað í september 2020.

Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu kíkja á hjálparmiðstöðina okkar þar sem það er fljótlegasta og skilvirkasta leiðin til að fá spurningunum sínum svarað.