Glæný PokerStars Rewards. Byggð upp með spilurunum. Fyrir spilarana.

Við gefum þér meira af því sem þú vilt: meira virði, meira gagnsæi og fleiri leiðir til að vinna verðlaun. Við kynnum glæný PokerStars Rewards.

Nú geta pókerspilarar fengið allt að 25% í verðlaun – og unnið sér inn 100 fríðindapunkta fyrir hvern/hverja $1/€1 sem er greidd/ur í tekju (e. rake) eða gjöld í mótum og peningaleikjum að meðtöldum stórbokkaleikjum (e. high stakes).

Svo geturðu líka opnað mánaðarlegar pókeráskoranir að verðmæti allt að 40% í viðbótarverðlaunum. Þetta þýðir að spilarar í hæsta þrepinu geta unnið sér inn allt að 65% til baka með PokerStars Rewards.

Spila raunpeningaleiki. Þéna fríðindapunkta. Fá persónusniðin verðlaun..

PokerStars Rewards gerir það auðvelt að vinna verðlaun sem eru sérsniðin fyrir þig. Þénaðu fríðindapunkta (e. reward points) í hvert sinn sem þú spilar raunpeningaleiki – eða þegar verðmálið þitt er gert upp.

Ef þú safnar nógu mörgum stigum til að klára mælistikurnar þínar opnarðu kistur sem eru hlaðnar persónusniðnum verðlaunum byggðum á leikjunum sem þú vilt spila – þar á meðal StarsCoin sem þú getur notað hjá okkur í Rewards Store.

Þú getur stjórnað öllum verðlaununum þínum á svæðinu „My Rewards“ á reikningnum þínum.

Kistur og verðlaun

PokerStars Rewards er með sex þrepum, þar sem hvert þrep gefur mismunandi tegund af kistu með hækkandi virði. Því hærra sem kistuþrepið þitt er, því meiri verðlaun færðu.

Fjöldi fríðindapunkta sem þú þarft, virði kistunnar á hverju þrepi og fjöldi af kistum sem þarf að safna til að komast upp á næsta þrep (á rúllandi 28 daga tímabili) er sýnt hér á eftir:

Kistuþrep Skilyrði í fríðindapunktum Kistufjöldi til að komast á næsta þrep Virði kistu Pókerverðlaun % Mánaðarlegar pókeráskoranir %
Blátt 333 5 $0,50 15% Ekki tiltækt
Brons 935 5 $1,50 16% Ekki tiltækt
Silfur 2850 7 $5 17,5% Upp að 40%
Gull 10800 7 $20 18,5% Upp að 40%
Demants 37500 10 $75 20% Upp að 40%
Svört 100000 Ekki tiltækt $250 25% Upp að 40%

Ef 28 dagar líða og þú hefur ekki enn unnið kistu endurstillist mælistikan þín og þú færist niður um þrep, þar sem auðveldara er að vinna kistur en þær innihalda lægri verðlaun.

Hvernig á að vinna sér inn fríðindapunkta (e. Reward Points)

Þú vinnur þér inn fríðindapunkta á mismunandi hraða, allt eftir því hvað þú ert að spila:

 • Póker: Spilarar vinna sér inn 100 fríðindapunkta fyrir hvern $1 sem er greiddur í þóknanir í mótum á dagskrá og 100 fríðindapunkta fyrir hvern $1 sem er greiddur í tekju (e. rake) í Zoom eða peningaleikjum (e. cash games) eða önnur mótagjöld (130 fríðindapunkta fyrir hvert £1, 80 punkta fyrir hvern $1 CAD og 110 punkta fyrir hverja €1).
 • Casino: Fríðindapunktar vinnast inn á þeirri stundu sem lagt er undir (e. point of wagering). Smelltu hér til að sjá nánari sundurliðun á í hvaða hlutföllum þú vinnur þér þá inn eftir gerð leikja, ásamt því að sjá hvernig þú þénar endurheimtarpunkta með því að spila í Casino-leikjum (til að leysa út bónusa).
 • Sport: Fríðindapunktar vinnast inn á þeirri stundu sem veðmál er gert upp. Fyrir einföld veðmál (e. singles) þéna spilarar 1,1 fríðindapunkt fyrir hvern $1 sem er lagður undir. Fyrir margfaldara-/uppsafnaraveðmál þurfa spilarar að þéna 3,1 fríðindapunkta fyrir hvern $1 sem er lagður undir.
  • Veðmál sem fara fram í gjaldmiðli öðrum en USD er breytt í USD miðað við miðmarkaðsgengi skiptigengis (samkvæmt XE.com) til að reikna fríðindapunkta.
  • Fríðindapunktar eru ekki veittir fyrir veðmál sem eru greidd út ef virði útgreiðsluupphæðar er jafnt upprunalegu veðmálsupphæðinni.
   • Dæmi: ef þú veðjar $10 og tekur út (e. cash out) $10 vinnurðu þér inn núll fríðindapunkta. En ef þú veðjar $10 og tekur út fyrir meira eða minna en $10 vinnurðu þér inn fríðindapunkta.

Skipti

Ef þú ert á hærra þrepi en blá kista geturðu skipt mælistikunni þinni í kistu á lægra þrepi. Ef þú átt rétt á að skipta mælistikunni þinni sérðu að sá möguleiki verður virkur hjá þér undir „My Rewards“.

Mánaðarlegar pókeráskoranir

Náðu þrepi með silfurkistu eða hærra til af fá allt að 40% í verðlaun með mánaðarlegum pókeráskorunum.

Þú ferð bara í áskoranagluggann þinn og finnur markmiðið fyrir endurheimtarpunkta (e. redemption points) sem þú þarft. Síðan vinnurðu þér inn punktana sem þú þarft innan mánaðarins og opnar fyrir verðlaunin þín sem verða greidd út samstundis.

Þú vinnur þér inn 5 endurheimtarpunkta fyrir hvern $1 sem þú greiðir í tekju (e. rake) eða gjöld í mótum og peningaleikjum (e. cash games). Og þú vinnur þér samt enn inn fríðindapunkta upp í næstu PokerStars Rewards-kistu þegar þú spilar.

Skilmálar

Skilmálar og skilyrði fyrir fríðindakerfið PokerStars Rewards („skilmálar PokerStars Rewards-kerfis“)

Þátttaka þín í PokerStars Rewards-kerfinu, eins og það er lagt fram af Stars Group, er tekin sem fullt samþykki þitt á skilmálum PokerStars Rewards-kerfisins“.

 1. Þátttaka í PokerStars Rewards-kerfinu fellur undir þessa skilmála PokerStars Rewards-kerfisins sem eru kynntir hér. Við áskiljum okkur rétt til þess að breyta, bæta við eða breyta eða þessum skilmálum PokerStars Rewards-kerfisin hvenær sem er og áframhaldandi þátttaka þín í kerfinu skal teljast sem samþykki þitt og viðurkenning á að þú sért bundinn af þessum skilmálum PokerStars Rewards-kerfisins. Við hvetjum þig til þess að kynna þér þessa skilmála PokerStars Rewards-kerfisins sem og PokerStars Rewards-síðurnar allar reglulega til þess að sjá hvort við höfum gert breytingar á fyrirkomulaginu.
 2. Aðild að PokerStars Rewards-kerfinu er ókeypis og stendur einstaklingum til boða sem dvelja í þeim löndum sem heimila slíka aðild. Aðild og þátttaka gæti verið bönnuð með lögum í sumum löndum með lögum sem þar gilda.
 3. Spilarar byrja ekki að vinna sér inn fríðindapunkta eða verðlaun fyrr en þeir hafa staðfest þátttöku í PokerStars Rewards-kerfinu í gegnum „Start“-hnappinn í hugbúnaðinum – en þú finnur hann í aðalanddyrinu eða undir „My Rewards“-valseðlinum.
 4. PokerStars Rewards-kerfið býður tryggum viðskiptavinum okkar peningaendurgreiðslur og tækifæri til að vinna aukaleg verðlaun fyrir spilun fyrir raunverulega peninga. Athugaðu að aðild þín að PokerStars Rewards-kerfinu gæti verið endurkölluð ef hún er misnotuð á einhvern hátt. Allar slíkar ákvarðanir um neitun á aðild er að fullu sjálfdæmi The Stars Group og þeim er ekki hægt að áfrýja eða taka til endurskoðunar.
 5. Endurgreiðslu/afslátt og verðlaun (saman ásamt fríðindapunktum sem má safna upp í tengslum við þetta kerfi) er ekki hægt að millifæra, láta í vöru- eða þjónustuskiptum, selja eða skipta á annan hátt. Endurgreiðslur/afslátt og verðlaun er aðeins hægt að vinna og fríðindapunktum er aðeins hægt að safna í gegnum spilun fyrir raunverulega peninga. Þegar fríðindapunktamarkmiði er náð vinna spilarar verðlaun af handahófi í skiptum fyrir punktana, eins og er lýst hér ofar. PokerStars Rewards geta innihaldið peninga/reiðufé, inneign í leikjum eða StarsCoin (sýndargjaldmiðill okkar sem er hægt að skipta í tilteknar vörur í gegnum Rewards Store).
 6. Sumum verðlaunum sem vinnast í gegnum PokerStars Rewards-kerfið gætu fylgt kvaðir um að þau þurfi að spila í gegn (e. play-through).
 7. Með því að taka þátt í PokerStars Rewards-kerfinu viðurkennir þú að við gætum vísað til notandanafns þíns ef það gerist að þú vinnir til umtalsverðra verðlauna. Hins vegar munum við ekki nota nafn þitt, ímynd og líkneskju til kynningarstarfa og markaðsfærslu ef þú færð hærri verðlaun en $9.999 án skriflegs samþykkis frá þér. Einnig munum við sækjast eftir samþykki þínu ef við óskum þess að þú mætir í viðtöl (án þess að greiðsla komi í staðinn) við útvalda fjölmiðla sem við gætum valið, í tengslum við sigur þinn.
 8. Sérhver misnotkun á PokerStars Rewards-kerfinu (hvort sem það er með samráði, svindli eða eftir öðrum misjöfnum leiðum) eða misbrestur á að fylgja skilmálum PokerStars Rewards-kerfisins, getur orsakað það að aðild þín verði afturkölluð og að öll uppsöfnuð verðlaun, fríðindapunktar og StarsCoin falli niður eða verði sótt til þín.
 9. Allir veðmálagjörningar sem fara fram með sviksömum hætti eða eru tilraun til þess að fá verðlaun án þess að spila með raunverulega peninga fela í sér sviptingu allra verðlauna sem af hljótast. Notendaskilmálarnir okkar gilda einnig um PokerStars Rewards-kerfið.
 10. Við áskiljum okkur rétt til þess að sækja aftur til þín eða snúa við allri veitingu PokerStars Rewards til hvers þess spilara þar sem ákvörðun um veitingu verðlauna eða verðlaunaupphæða sem eru lagðar inn á spilara eru afleiðing villu, svika, tæknilegrar bilunar eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum.
 11. Aðild að PokerStars Rewards-kerfinu og fríðindum er úthlutað algjörlega að sjálfdæmi okkar og við áskiljum okkur rétt til þess að slíta og/eða gera breytingar á aðild að PokerStars Rewards-kerfinu (og fríðindum þess) hvenær sem er.
 12. Ákvarðanir starfsfólks og stjórnenda um allt sem viðkemur PokerStars Rewards-kerfinu eru endanlegar og þeim er ekki hægt að áfrýja eða krefjast endurskoðunar.
 13. Kistur renna út eftir 30 daga ef þær eru ekki opnaðar og útrunnar kistur er ekki hægt að endurvekja/sækja.
 14. Verðlaun sem þú færð í kistum geta líka runnið út – kíktu á verðlaunin þín undir „My Rewards“ til að sjá upplýsingar um hvaða dag tiltekin verðlaun renna út.
 15. Hlutar kerfisins fyrir mánaðarlegar pókeráskoranir eru eins og hér segir:
  • Leyfið til að spila mánaðarlegar pókeráskoranir (e. Monthly Poker Challenges) takmarkast við spilara á þrepi með silfurkistu og ofar sem hafa tekið þátt í pókervirkni með raunverulega peninga í öðrum af tveimur liðnum almanaksmánuðum á undan eða í yfirstandandi almanaksmánuði.
  • Mánaðarlegar pókeráskoranir verða í boði í hverjum almanaksmánuði og rúlla þannig milli mánaða. Nákvæmar dags- og tímasetningar sem þær taka gildi geta verið mismunandi.
  • Spilarar þurfa að vinna sér inn endurheimtarstig (e. redemption points) til að ljúka áskoruninni með því að spila pókerleiki fyrir raunverulega peninga. Þú vinnur þér inn 5 endurheimtarstig (e. redemption points) fyrir hvern $1 sem þú greiðir í tekju (e. rake) eða mótagjöld, nema annað sé tekið fram.
  • Fjöldi endurheimtarpunkta (e. redemption points) sem þarf að vinna sér inn til að ljúka áskoruninni og verðlaunin geta verið mismunandi á milli mánaða hverju sinni.
  • Þú getur lokið áskoruninni allt að fimm sinnum á hverju mánaðartímabili.
  • Ekki er hægt að bæta við áskorunina. Stig sem vinnast inn sem duga samt ekki til að ljúka áskorun tapast að loknu hverju mánaðartímabili.

Síðast endurskoðað í október 2021.