Velkomin í Rewards Store

Langar þig að gera vel við þig? Hvers vegna ekki, þú verðskuldar það! PokerStars Store og Rewards Store bjóða upp á allt frá fötum og fylgihlutum til netverðlauna sem þú getur notað til að bæta upplifunina í öllum frábæru vörunum okkar.

PokerStars Store - Netverslun

Hvort sem þú ert að halda upp á sigurstundir eða leitar að hinni fullkomnu gjöf þá er PokerStars Store fullkominn áfangastaður.

Smelltu hér fyrir neðan til að skoða fjölbreytt úrval af hlutum eins og lúxusvörum, pókervörum og merktan fatnað og fylgihluti sem þú finnur hvergi annars staðar.

PokerStars Store

Rewards Store – Nýttu StarsCoin

Safnaðu StarsCoin sem meðlimur í Stars Rewards og notaðu hér í ýmiskonar netverðlaun til að gera leikjaupplifunina þína betri. Netmiðar og fleira í boði núna – notaðu Stars Coin til að fá fleiri leiki, betra virði og meiri skemmtun!

Smelltu hér fyrir neðan eða finndu Rewards Store í appinu og tölvuhugbúnaðinum okkar í gegnum My Stars valseðilinn.

Rewards Store

Algengar spurningar

Finnurðu ekki það sem þú ert að leita að? Prófaðu hjálparmiðstöðina eða hafðu samband við þjónustuborð.

 1. Skráðu þig inn á Stars Account (reikninginn þinn).
 2. Farðu í My Stars valseðilinn þinn
 3. Smelltu á Rewards Store hnappinn.
 4. Skoðaðu hluti sem eru í boði, veldu hlutinn sem þig langar í og smelltu svo á Buy This Item (Kaupa þennan hlut)
 5. Nýr gluggi mun þá opnast sem heitir „Order Form“ (pöntunarblað). Þar getur þú:
  1. Valið magn
  2. Staðfestu að heimilisfangið þitt sé það sama og er skráð og að það sé rétt. Ef það er það ekki, vinsamlegast uppfærðu það eða notaðu annan afhendingarstað.
  3. Staðfestu eða uppfærðu símanúmerið þitt. Takið eftir: Ef þetta er fyrsta pöntunin þín þarftu að slá inn símanúmerið þitt í eyðurnar sem koma upp (líka landsnúmer) áður en hægt er að ljúka pöntuninni.
  4. Sláðu inn persónulega skattakóðann þinn (ef þarf)
 6. Smelltu á Next
 7. Lestu fyrirvarann. Ef þú ert ekki sammála upplýsingunum sem koma fram þá getur þú ákveðið að hætta við pöntunina með því að ýta á Cancel. Ef þú vilt halda áfram, smelltu þá vinsamlegast á „I agree to the above stated terms“ (ég samþykki ofangreinda skilmála).
 8. Staðfestingargluggi fyrir pöntunina kemur þá upp, smelltu á Confirm til staðfestingar. Á þessu stigi og áður en þú staðfestir pöntunina geturðu ákveðið að bakka og uppfæra liti, magn, sem og heimilisfangið þitt og símanúmer. Þú getur líka hætt við pöntunina.
 9. Sjálfvirkur tölvupóstur er þá sendur til þín með staðfestum upplýsingum um pöntunina þína. Vinsamlegast athugaðu hvort að allt sé rétt þar.

Athugaðu að ekki allir hlutir eru til í sumum löndum og það gæti þurft að greiða tolla og gjöld til viðkomandi yfirvalda, eftir því í hvaða landi þú ert, til þess að fá að móttaka vöruna sem þú pantaðir. Einnig gætir þú þurft að framvísa tilteknum skjölum í tengslum við pöntunina áður en þú færð hana í hendur.

Þú berð sjálfur fulla ábyrgð á því að greiða hvers konar gjöld af vörunni og að hafa rétta pappíra undir höndum, sem yfirvöld í því landi þar sem þú ert með aðsetur gætu beðið um. Það að fylgja ekki þessum leiðbeiningum er eitthvað sem þú gerir á eigin ábyrgð og engir StarsCoin verða endurgreiddir farir þú ekki að þeim tilmælum sem eru sett af yfirvöldum í því landi sem þú býrð, til þess að fá að leysa út vörurnar þínar þar.

Þú getur fundið Rewards Store í snjalltækjaappinu undir valseðlinum My Stars. Viðskiptavinir í snjalltækjaappinu geta pantað mótamiða og peningaafslátt í flestum snjalltækjaverslunum. Allar aðrar pantanir verða að fara fram í gegnum tölvubiðlarann. Ef þú getur ekki gengið frá pöntun í gegnum tölvubiðlarann og myndir vilja fá okkur til að slá inn pöntunina fyrir þig skaltu vinsamlegast hafa samband við þjónustuborð með eftirfarandi upplýsingum:

 • Fullt nafn/Full name
 • Fullt nafn á afhendingarstað/Full mailing address
 • Símanúmer/Phone number
 • Hlutir sem þú vilt panta/Item(s) to order

Hægt er að vinna úr pöntunum um þremur klst. eftir að hún berst, ef vel gengur. Viðmiðunartímar á úrvinnslu pantana fara þó alltaf eftir því hvaða hluti þú varst að panta og hvaða dag þú pantar. Unnið er úr pöntunum á sumum hlutum, eins og öryggislyklum (e. Security Tokens) vikulega. Vinsamlegast athugaðu að þegar pantað er um helgi, að þá er unnið úr pöntuninni á mánudegi/þriðjudegi.

Afhendingartími á hlutum úr Rewrds Store er misjafn eftir svæðum og er eftirfarandi:

SvæðiAfhendingartími frá tilkynningu um að sending sé farin af stað
Bretland  3-5 dagar
Evrópa 7-10 dagar
Aðrir staðir í heiminum  10-15 dagar

Ef þú hefur ekki móttekið pöntunina þína innan uppgefins tímaramma skaltu vinsamlegast hafa samband við þjónustuborð. Annars gerum við ráð fyrir að pakkinn hafi verið móttekinn.

 • Ef ég vil að pöntunin komi hraðar, get ég þá borgað fyrir það? 

  Nei. Við bjóðum ekki upp á sérstaka hraðafgreiðslu og við gerum engar undantekningar. Allar pantanir eru sendar innan þess tímaramma sem hefur verið gefinn upp.
 • Ef ég fékk ekki pöntunina mína, en gleymdi að láta ykkur vita eftir að áætlaður tímarammi fyrir mitt svæði er liðinn, hvað gerist þá? 

  Því miður er ekki hægt að bakfæra pantanir sem eru eldri en sex vikna (frá þeirri dagsetningu sem pöntunin var gerð) nema þeim hafi verið skilað til okkar. Þess vegna er mjög mikilvægt að þú sendir okkur tölvupóst strax og viðmiðunartíminn fyrir þitt svæði er útrunninn án þess að þú hafir fengið sendinguna, svo að við getum haft uppi á hvar hún er stödd og athugað hvað orsakar töfina.

Þetta er skilyrði sem yfirvöld í þínu landi hafa beðið um til þess að hægt sé að afhenda þér pakkann. Þessar upplýsingar fylgja pöntuninni og eru ekki notaðar til neins annars en að flýta fyrir sendingu á pöntuninni þinni, í samræmi við lög og reglur um vernd persónuupplýsinga.

Nei. Hins vegar má kaupa hluti í PokerStars Store fyrir raunverulega peninga.

Já. 

Ef þú vilt að pöntunin verði send á annað heimilisfang pantarðu eins og vanalega, en í pöntunarferlinu kemur upp valmöguleiki um að senda á annað heimilisfang („Use Different Address“). Vinsamlegast EKKI breyta heimilisfanginu á aðganginum þínum. Það er mikilvægt að gefa upp heimilisfang þar sem er öruggt að einhver er á staðnum til að taka á móti pakkanum. Vinsamlegast athugaðu að einhverjar takmarkanir eru á sendingum til sumra landa og þar af leiðandi gæti það þýtt að þú getir ekki fengið suma hluti senda í annað land.

Þegar þú hefur pantað bætast ekki nein frekari gjöld við verðið, þar sem sendingarkostnaður og söluskattar eru innifaldir í kostnaðinum. 

Það fer hins vegar eftir því í hvaða landi þú býrð og það gæti þurft að greiða tolla og gjöld til viðkomandi yfirvalda til þess að fá að móttaka vöruna sem þú pantaðir. Einnig gætir þú þurft að framvísa einhverjum skjölum í tengslum við pöntunina áður en þú færð hana í hendur.

Þú berð sjálfur fulla ábyrgð á því að greiða hvers konar gjöld af vörunni og að hafa rétta pappíra undir höndum, sem yfirvöld í því landi þar sem þú ert með aðsetur gætu beðið um. Það að fylgja ekki þessum leiðbeiningum er eitthvað sem þú gerir á eigin ábyrgð og engir StarsCoin verða endurgreiddir farir þú ekki að þeim tilmælum sem eru sett af yfirvöldum í því landi sem þú býrð, til þess að fá að leysa út vörurnar þínar þar. 

Ef svo ólíklega vill til að tollayfirvöld biðji um greiðslu munum við endurgreiða þér kostnaðinn inn á reikninginn þinn um leið og við höfum fengið afrit af reikningnum sem er í pakkanum, kvittun fyrir greiðslu (sem sýnir greinilega upphæðina) og sönnun þess að sendingin hafi komið frá okkur (Shipping Invoice (Pick Note)). Hafðu bara samband við þjónustuborð og við aðstoðum þig með ánægju.

Skoðaðu hlutalýsinguna til að sjá stærðarkort. Passaðu að skoða málin vandlega þar sem stærðir eru mismunandi á milli sniða.

Þú verður að hafa samband við þjónustuborð til þess að fá vöruskilin samþykkt því það gilda viss ferli og takmarkanir um þau. 

Ef þú pantar ranga stærð getur þú skilað hlutnum en þú þarft að greiða flutningskostnaðinn við það sjálfur. Þú ættir alltaf að kynna þér stærðarkortin áður, til þess að vera viss um að hlutirnir passi rétt.

Ef þér berst annar hlutur en þú pantaðir gætir þú þurft að skila honum aftur til okkar á okkar kostnað; við myndum þá senda þér rétta vöru í staðinn þér að kostnaðarlausu. Hafðu vinsamlegast samband við þjónustuborð og við aðstoðum þig með ánægju.

Athugaðu að ef hlut er skilað til okkar án upprunalegs sendingarnúmers með í pakkanum og/eða án þess að heimild hafi verið gefin fyrir því, þá gætum við lent í erfiðleikum með að endurgreiða StarsCoin eða senda þér réttan hlut í staðinn.

Það er ekki hægt að fá hlutina senda í pósthólf (P.O. box) þar sem einhver þarf að vera viðstaddur til að taka á móti pakkanum.

 1. Skráðu þig inn á Stars Account (reikninginn þinn) í gegnum tölvubiðlarann (pöntunarsaga er ekki í boði eins og er í snjalltækjaappinu).
 2. Smelltu á My Stars.
 3. Smelltu á Rewards Store hnappinn. Sprettigluggi opnast.
 4. Smelltu á flipann efst til vinstri og þá birtist sprettigluggu með flipanum Order History (pantanasaga). Þegar smellt er á hann birtist sprettigluggi með öllum pöntunum sem hafa verið gerðar.

Sumir hlutir eru sendir frá ólíkum stöðum og munu því koma í sitt hvoru lagi.

Já. Ef staðan á pöntuninni er enn „New“ getur þú farið og hætt við hana inni í gjaldkeraglugganum í tölvunni. Ef þú þarft að breyta pöntuninni þinni þarf fyrst að hætta við upprunalegu pöntunina og svo þarf að gera nýja pöntun.

Þegar þú hefur lagt pöntunina inn færðu allar upplýsingarnar sendar með tölvupósti til staðfestingar. Vinsamlegast farðu vel yfir allar upplýsingarnar. Því næst er pöntunin undirbúin fyrir pökkun og flutninginn. Pantanir eru afgreiddar daglega til vikulega en það fer eftir því um hvers konar hlut er að ræða.

Vinsamlegast athugaðu að hægt er að vinna úr pöntunum allt niður í aðeins þrjá tíma eftir að þær eru lagðar inn. Þegar unnið hefur verið úr pöntun er ekki lengur hægt að hætta við hana eða breyta.

Ef þú hefur ekki fengið svar við beiðninni þinni um breytingar á pöntuninni getum við ekki ábyrgst að breytingar hafi verið gerðar eða henni verið frestað.

Hafðu sinsamlega samband við þjónustuborð með eftirfarandi upplýsingum:

 • Pöntunarnúmer/Order number
 • Nafn á hlutnum/Item name
 • Sendingarfyrirtæki/Shipping company
 • Hvað var að hlutnum
 • Mynd af hlutnum

Þegar við höfum fengið allar upplýsingarnar sem við þurfum þá munum við halda áfram með málið. Það fer eftir því um hvaða hlut er að ræða, en þú gætir þurft að senda okkur hinn hlutinn aftur.

Nei.

Fulfilment Centre, sem sér um vörusendingarnar, tekur ekki við neinum vörum sem berast í skilum eða skiptum á staðinn með einhverjum í eigin persónu. Þú verður að póstsenda pöntunina þína á skilaheimilisfangið sem þú fékkst uppgefið hjá þjónustufulltrúanum okkar í Rewards Store. 

Um leið og vara berst okkur í upprunalegu ástandi munum við senda þér nýja vöru, eða við munum endurgreiða þér StarsCoin inn á Stars Account reikninginn þinn, allt eftir því hvað þú baðst um. 

Vinsamlegast ekki hringja beint í vöruhúsin; þeim er ekki heimilt að veita neinar upplýsingar eða selja vörur beint og ekki heldur í Fulfilment Centre. 

Allar fyrirspurnir verður að senda á þjónustuborð.

Dreifingarmiðstöðvarnar okkar nota ekki allar sömu aðferðir við að afgreiða pantanir. Ef þú sérð ekki að staðan á pöntuninni þinn er orðin „mailed“ þýðir það ekki endilega að hún hafi ekki verið send af stað enn. Fyrir frekari fyrirspurnir varðandi pöntunina þína skaltu vinsamlegast hafa samband við þjónustuborð.

Venjulegur póstur/póstþjónusta

Ef pöntunin þín er send með venjulegum pósti (e. Regular Mail), mun póstþjónustan á þínum stað (Pósturinn) sjá um afhendinguna.

Aðferðirnar og tímarammarnir fyrir afhendingar er misjafn á milli landa en vanalega er reynt tvisvar að afhenda sendinguna áður en kort er skilið eftir hjá þér með upplýsingum um á hvaða pósthúsi pakkinn þinn bíði eftir þér. 

Á kortinu munu koma fram upplýsingar um dag og tíma sem afhending var reynd, heimilisfang og afgreiðslutímar á pósthúsinu þar sem pakkinn er geymdur, dagsetning sem hægt er að sækja hann og stundum tilvísunarnúmer.

Í sumum tilfellum er enn hægt að fara fram á að aftur verði reynt að senda hann til þín og ef slíkt er ekki mögulegt getur þú sótt pakkann á tilgreint pósthús. Vanalega er pakkinn geymdur í allt að tvær vikur og eftir þann tíma er pakkinn endursendur í Rewards Store eða honum fargað.

Sendlaþjónusta/Rekjanlegir pakkar

Ef pöntunin þín er send með sendlaþjónustu (eins og t.d. FedEx), er rekjanleikanúmer sent til þín í tölvupósti og þú getur fylgst með sendingunni á netinu í gegnum heimasíðu sendlaþjónustunnar. Afhending er að fullu í höndum sendilsins.

Sendillinn gerir vanalega tvær til þrjár tilraunir til afhendingar, og eftir hverja þeirra skilur hann eftir kort með dagsetningu og tíma sem hann reyndi afhendinguna, rekjanleikanúmeri, heimilisfang og símanúmer skrifstofu sinnar á staðnum og stundum einnig þann tíma sem þeir munu reyna afhendingu næst.

Ef endurteknar tilraunir sendilsins til að afhenda pakkann mistakast mun hann að lokum fara fram á að þú sækir pakkann á næsta afgreiðslustað sinn, eða að þú hafir samband til þess að ákveða hentugan tíma fyrir afhendingu.

Vanalega geyma þeir pakkann í allt að tvær vikur, og ef hann er ekki sóttur eða afhentur, og ekki tekst að hafa samband við þig, er pakkinn endursendur til Rewards Store eða honum fargað.

Já. Þar sem við erum leiðandi á heimsvísu í netpókeriðnaðinum leggjum við mikið á okkur til að halda í þá forréttindastöðu í öllum okkar viðskiptum. Því til samræmis tryggjum við að vörumerktar vörur okkar séu framleiddar á ábyrgan hátt og samkvæmt ströngum siðferðilegum mælikvörðum. Við leggjum okkur að fullu fram um að tryggja að hver sá þriðji aðili sem við eigum í viðskiptum við í tengslum við framleiðslu sé jafn staðráðinn í að lúta sömu siðferðilegu mælikvörðum og við viljum halda.

Við byggjum inn mælingu á siðferðilegum stöðlum (e. ethical standards undertaking - ESU) í þjónustusamninga okkar við þriðju aðila framleiðendur sem eru sambærilegir við viðurkennda alþjóðastaðla og ESU tekur á víðu rófi siðferðilegrar hráefnisöflunar sem á að tryggja að þeir sem komi að framleiðslunni á vörumerktum vörum okkar njóti sanngjarnrar meðferðar og virðingar og að þeir starfi í umhverfi sem er í sátt við menningarlega, þjóðfélagslega og heimspekilega sérstöðu sína. Einn kjarnaþátta ESU er að tryggja að starfsfólk hafi náð löglegum lágmarksaldri fólks á vinnumarkaði og við bönnum sérstaklega notkun á starfsfólki undir aldri og/eða nauðungarvinnu af öllu tagi, þar á meðal vinnu fanga, mansal/þjónustuánauð eða hindrun á ferðafrelsi. ESU nær einnig til staðla um að vinnustaðaöryggi og heilsa sé í góðu lagi og tryggum skorðum, að verkamenn fái borguð laun fyrir venjulegan vinnutíma og yfirvinnutíma, að það séu takmarkanir á fjölda vinnustunda og að starfsmenn fái vinnuaðstæður sem séu ásættanlegar og í öruggu umhverfi.

Að lokum, undir ESU, áskiljum við okkur rétt til að framkvæma reglulegar, ótilkynntar skoðanir á verksmiðjum sem framleiðendur okkar nota til að staðfesta og skjalfesta að farið sé að ESU stöðlunum okkar og við bregðumst hratt við til að tryggja að þriðju aðila framleiðendur okkar bæti strax og taki á þeim ágöllum sem verður vart í skoðanaheimsóknum okkar.